Frakkar staðfesta fimm ný Wuhan-veiru smit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. febrúar 2020 11:34 Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, staðfesti í dag að fimm ný tilfelli af Wuhan-veiru smiti hafi komið upp í Frakklandi, þar á meðal í einu barni. getty/Aurelien Meunier Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta fyrr í dag. Tilfellin nýju voru staðfest í Alpabænum Contamines-Montjoie, nærri Mont Blanc. Buzyn sagði að rekja mætti smitið til breskrar manneskju sem hélt til í bænum í lok janúar og var síðar greind með vírusinn eftir að hún sneri aftur til Bretlands. Frönsk yfirvöld vinna nú að því að rekja það hverjir komu nærri Bretanum og fólkinu smitaða til að koma í veg fyrir frekari smit. Dauðsföll orðin fleiri en af völdum SARS-veirunnar Dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar eru nú orðin 725 og tæplega 35 þúsund smit hafa verið staðfest, langflest í Hubei-héraði í Kína. Fleiri hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á Kína og Hong Kong 2002-2003. Dauðföll og ný smit eru að mestu bundin við Wuhan-borg og Hubai-hérað í Kína en síðasta sólarhring hafa um níutíu manns dáið í Hubei-héraði og um þrjú þúsund ný smit verið staðfest. Samkvæmt upplýsingum kínverskra heilbrigðisyfirvalda eru dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar nú orðin 725. Öll á meginlandi Kína nema tvö en einn hefur látis í Hong Kong og einn á Filliseyjum. Þá eru þekkt smittilfelli tæplega 35.000. Nú þegar hafa fleiri dáið af völdum Wuhan-kórónaveirunnar á meginlandi Kína en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á meginland Kína og Hong Kong frá 2002 til 2003. Rúmlega 8000 manns greindust þá með SARS veiruna og 650 manns létust af völdum hennar. Þá dóu um 200 manns í níu öðrum löndum, flest í Kanada, Taívan og Singapúr. Í heildina voru rúmlega 8000 staðfest smit greind á sínum tíma. Skortur á grímum og hlífðarfatnaði Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunar en staðfest tilfelli hafa komið upp í 24 öðrum löndum. Kínversk stjórnvöld hafa þó takmarkað ferðafrelsi fólks frá Hubei-héraði og nokkrum öðrum borgum. Þá hafa fjölmörg ríki gripið til aðgerða, til dæmis takmarkað lendingar flugvéla og skipa frá Kína. Þá gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin það út í gær að verulegur skortur væri nú á grímum og hlífðargöllum þar sem ýmis lönd, þar sem veiran hefur ekki náð útbreiðslu, væru búin að kaupa stórar birgðir af grímum og hlífðargöllum. Stofnunin biðlar stjórnvalda í löndunum að hætta að birgja sig upp af grímum og hlífðargöllum þar sem vöntunin er mikil á spítölum í Kína. Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en í gær gaf sóttvarnalæknir það út að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Frakkland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15 Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta fyrr í dag. Tilfellin nýju voru staðfest í Alpabænum Contamines-Montjoie, nærri Mont Blanc. Buzyn sagði að rekja mætti smitið til breskrar manneskju sem hélt til í bænum í lok janúar og var síðar greind með vírusinn eftir að hún sneri aftur til Bretlands. Frönsk yfirvöld vinna nú að því að rekja það hverjir komu nærri Bretanum og fólkinu smitaða til að koma í veg fyrir frekari smit. Dauðsföll orðin fleiri en af völdum SARS-veirunnar Dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar eru nú orðin 725 og tæplega 35 þúsund smit hafa verið staðfest, langflest í Hubei-héraði í Kína. Fleiri hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á Kína og Hong Kong 2002-2003. Dauðföll og ný smit eru að mestu bundin við Wuhan-borg og Hubai-hérað í Kína en síðasta sólarhring hafa um níutíu manns dáið í Hubei-héraði og um þrjú þúsund ný smit verið staðfest. Samkvæmt upplýsingum kínverskra heilbrigðisyfirvalda eru dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar nú orðin 725. Öll á meginlandi Kína nema tvö en einn hefur látis í Hong Kong og einn á Filliseyjum. Þá eru þekkt smittilfelli tæplega 35.000. Nú þegar hafa fleiri dáið af völdum Wuhan-kórónaveirunnar á meginlandi Kína en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á meginland Kína og Hong Kong frá 2002 til 2003. Rúmlega 8000 manns greindust þá með SARS veiruna og 650 manns létust af völdum hennar. Þá dóu um 200 manns í níu öðrum löndum, flest í Kanada, Taívan og Singapúr. Í heildina voru rúmlega 8000 staðfest smit greind á sínum tíma. Skortur á grímum og hlífðarfatnaði Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunar en staðfest tilfelli hafa komið upp í 24 öðrum löndum. Kínversk stjórnvöld hafa þó takmarkað ferðafrelsi fólks frá Hubei-héraði og nokkrum öðrum borgum. Þá hafa fjölmörg ríki gripið til aðgerða, til dæmis takmarkað lendingar flugvéla og skipa frá Kína. Þá gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin það út í gær að verulegur skortur væri nú á grímum og hlífðargöllum þar sem ýmis lönd, þar sem veiran hefur ekki náð útbreiðslu, væru búin að kaupa stórar birgðir af grímum og hlífðargöllum. Stofnunin biðlar stjórnvalda í löndunum að hætta að birgja sig upp af grímum og hlífðargöllum þar sem vöntunin er mikil á spítölum í Kína. Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en í gær gaf sóttvarnalæknir það út að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður.
Frakkland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15 Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15
Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36
Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01