Sjálfsmark kom í veg fyrir að Watford færi upp úr fallsæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2020 19:15 Adriana Mariappa skorar sjálfsmarkið sem tryggði Brighton stig. vísir/getty Sjálfsmark Adrians Mariappa kom í veg fyrir að Watford ynni Brighton í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1. Watford komst yfir með marki Abdoulaye Doucoure á 19. mínútu. Þetta var þriðja mark hans í síðustu sex deildarleikjum. Gestirnir leiddu þar til tólf mínútur voru eftir. Þá varð Mariappa fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Frá byrjun síðasta tímabils hefur Watford skorað sex sjálfsmörk, fleiri en nokkurt annað lið í ensku úrvalsdeildinni. 6 - Since the start of last season, Watford have conceded six own goals in the Premier League, more than any other side. Nervy. #BHAWAT— OptaJoe (@OptaJoe) February 8, 2020 Watford, sem hefur ekki unnið í fjórum leikjum í röð, er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 24 stig. Brighton, sem bíður enn eftir fyrsta sigrinum á árinu 2020, er með 27 stig í 15. sæti deildarinnar. Enski boltinn
Sjálfsmark Adrians Mariappa kom í veg fyrir að Watford ynni Brighton í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1. Watford komst yfir með marki Abdoulaye Doucoure á 19. mínútu. Þetta var þriðja mark hans í síðustu sex deildarleikjum. Gestirnir leiddu þar til tólf mínútur voru eftir. Þá varð Mariappa fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Frá byrjun síðasta tímabils hefur Watford skorað sex sjálfsmörk, fleiri en nokkurt annað lið í ensku úrvalsdeildinni. 6 - Since the start of last season, Watford have conceded six own goals in the Premier League, more than any other side. Nervy. #BHAWAT— OptaJoe (@OptaJoe) February 8, 2020 Watford, sem hefur ekki unnið í fjórum leikjum í röð, er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 24 stig. Brighton, sem bíður enn eftir fyrsta sigrinum á árinu 2020, er með 27 stig í 15. sæti deildarinnar.