Telur rétt að selja Íslandsbanka en ríkið haldi eignarhlut í Landsbankanum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 20:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir Samherjamálið hafa sýnt að þörf sé á auknu gagnsæi í atvinnulífinu og undirstrikar mikilvægi þess að fjármunir verði tryggðir til þess að rannsaka það. Hún fór yfir árangurinn af stjórnarsamstarfinu í ræðu á flokksráðsfundi í dag. Þá telur Katrín rétt að selja Íslandsbanka en að ríkið haldi eignarhlut sínum í Landsbankanum. Þó væri ekki skynsamlegt fyrir íslenska ríkið að eiga meirihluta íslenska fjármálakerfisins nema skýr markmið væru með slíku eignarhaldi. „Ég tel að við eigum að horfa til þess að halda Landsbankanum í opinberri eigu og leggja á hann skyldur í samræmi við það. Ég tel að það sé betra fyrir íslenskt samfélag að við seljum eignarhlut í Íslandsbanka og nýtum þá fjármuni í innviðafjárfestingar sem er sárþörf á,“ segir Katrín og nefndi óveður sem gengið hafa yfir landið síðustu mánuði sem skýrt dæmi um það. Þá sagðist Katrín ekki halda að hægt væri að meta árangur stjórnmálaflokka út frá fylgisþróun. Það væri mikilvægt að fylgjast með fylgi flokksins en það gæti ekki verið eini mælikvarðinn á störf hans. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Katrín það einnig vera mikilvægt að vera sátt við þann málefnalega árangur sem hefur náðst. „Ég held það sé mjög mikilvægt að við hugum að því hvernig við getum byggt upp innviði í þessu landi og aukið opinbera fjárfestingu til þess að auka lífið í hagkerfinu en líka til þess að byggja upp þessa mikilvægu innviði fyrir almenning. Síðan þurfum við líka að huga að almannahagsmunum þegar kemur að laga- og regluverkinu,“ sagði Katrín og beindi sjónum sínum að eignarhaldi á jörðum. „Ég tók sérstaklega jarðamálin því ég mun kynna frumvarp í næstu viku sem varðar auknar hömlur á viðskiptum með jarðir og landareignir eins og almenningur hefur ríkulega kallað eftir því landið okkar er svo sannarlega auðlind sem stjórnvöld þurfa að hafa yfirsýn yfir og hafa heimildir til þess að geta beitt sér.“ Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála hafi náðst sátt um það að losa um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við sæjum fyrir okkur að eignatekjur yrðu nýttar til uppbyggingar innviða en auðvitað skiptir máli hvernig þetta verður gert og þar legg ég áherslu á að allt verði hafið yfir vafa. Ég held að þetta geti verið skynsamleg ráðstöfun.“ Alþingi Íslenskir bankar Vinstri græn Tengdar fréttir „Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir Samherjamálið hafa sýnt að þörf sé á auknu gagnsæi í atvinnulífinu og undirstrikar mikilvægi þess að fjármunir verði tryggðir til þess að rannsaka það. Hún fór yfir árangurinn af stjórnarsamstarfinu í ræðu á flokksráðsfundi í dag. Þá telur Katrín rétt að selja Íslandsbanka en að ríkið haldi eignarhlut sínum í Landsbankanum. Þó væri ekki skynsamlegt fyrir íslenska ríkið að eiga meirihluta íslenska fjármálakerfisins nema skýr markmið væru með slíku eignarhaldi. „Ég tel að við eigum að horfa til þess að halda Landsbankanum í opinberri eigu og leggja á hann skyldur í samræmi við það. Ég tel að það sé betra fyrir íslenskt samfélag að við seljum eignarhlut í Íslandsbanka og nýtum þá fjármuni í innviðafjárfestingar sem er sárþörf á,“ segir Katrín og nefndi óveður sem gengið hafa yfir landið síðustu mánuði sem skýrt dæmi um það. Þá sagðist Katrín ekki halda að hægt væri að meta árangur stjórnmálaflokka út frá fylgisþróun. Það væri mikilvægt að fylgjast með fylgi flokksins en það gæti ekki verið eini mælikvarðinn á störf hans. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Katrín það einnig vera mikilvægt að vera sátt við þann málefnalega árangur sem hefur náðst. „Ég held það sé mjög mikilvægt að við hugum að því hvernig við getum byggt upp innviði í þessu landi og aukið opinbera fjárfestingu til þess að auka lífið í hagkerfinu en líka til þess að byggja upp þessa mikilvægu innviði fyrir almenning. Síðan þurfum við líka að huga að almannahagsmunum þegar kemur að laga- og regluverkinu,“ sagði Katrín og beindi sjónum sínum að eignarhaldi á jörðum. „Ég tók sérstaklega jarðamálin því ég mun kynna frumvarp í næstu viku sem varðar auknar hömlur á viðskiptum með jarðir og landareignir eins og almenningur hefur ríkulega kallað eftir því landið okkar er svo sannarlega auðlind sem stjórnvöld þurfa að hafa yfirsýn yfir og hafa heimildir til þess að geta beitt sér.“ Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála hafi náðst sátt um það að losa um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við sæjum fyrir okkur að eignatekjur yrðu nýttar til uppbyggingar innviða en auðvitað skiptir máli hvernig þetta verður gert og þar legg ég áherslu á að allt verði hafið yfir vafa. Ég held að þetta geti verið skynsamleg ráðstöfun.“
Alþingi Íslenskir bankar Vinstri græn Tengdar fréttir „Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
„Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02