Leigubílstjórar finna fyrir áhrifum Wuhan veirunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. febrúar 2020 21:15 Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli bíða nú í allt að sjö klukkutíma eftir viðskiptavinum. Þeir tengja minni viðskipti við Wuhan veiruna. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli segjast vera farnir að finna verulega fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar. Þeir bíða nú í allt að sjö tíma eftir næsta viðskiptavini. Enn hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en tíu manns hafa verið rannsakaðir. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með Wuhan-kórónaveiruna og rúmlega 600 manns hafa dáið, langflestir í Kína. Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun kom fram að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir á Íslandi með tilliti til hinnar nýju kórónaveiru. Enginn þeirra var með veiruna. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er verið að skoða hentugt húsnæði fyrir sóttvarnamiðstöð hér á landi, komi til þess að opna verði slíka vegna veirunnar. Húsnæði á Ásbrú, sem er á gamla varnarsvæðinu, komi sterklega til greina en þar myndi fólk dvelja, sem greinist með veiruna en getur ekki verið heima hjá sér, til dæmis ferðamenn. Fleiri húsnæði komi einnig til greina. Gert sé ráð fyrir því í viðbragðsáætlun við heimsfaraldri að slíkt húsnæði sé tiltækt en áþessum tímapunkti sé ekkert sem gefi til kynna að þörf verði á notkun þess. Ljóst er að veiran mun hafa áhrif á íslenska ferðaþjónustu en kínversk stjórnvöld hafa sett hömlur á utanlandsferðir kínverskra borgara. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli eru farnir að merkja áhrifin. „Það hefur verið samdráttur útaf því aðþað vantar þessa kínversku ferðamenn og maður finnur alveg fyrir því,“ segir Friðgeir Gíslason, leigubílstjóri. „Það hefur verið verulegur samdráttur frááramótun og ekki bara áramótum heldur frá falli WOW. Það hefur örugglega orðið tuttugu prósent samdráttur bara frá áramótum," segir Róbert Vogt, leigubílstjóri. „Þetta byrjaði náttúrulega þegar Wow air fór á höfuðið, þá fundum við strax fyrir samdrætti og svo hefur það verið að draga meira saman. Við vorum að vonast til að þetta nýja ár hjá Kínverjum myndi glæða vinnunna eitthvað en þá kom flensan,“ segir Einar Hagsteinn Árnason, formaður Fylkir, félags bílstjóra á Suðurnesjum. Þeir segja að biðin eftir viðskiptavinum sé nú allt að sjö klukkutímar. „Mig langar helst að fara bara heim og skila bílnum og vera bara heima á atvinnuleysisbótum. Það væri bara skárra,“ segir Svavar Ólafsson, leigubílstjóri. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Leigubílar Samgöngur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli segjast vera farnir að finna verulega fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar. Þeir bíða nú í allt að sjö tíma eftir næsta viðskiptavini. Enn hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en tíu manns hafa verið rannsakaðir. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með Wuhan-kórónaveiruna og rúmlega 600 manns hafa dáið, langflestir í Kína. Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun kom fram að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir á Íslandi með tilliti til hinnar nýju kórónaveiru. Enginn þeirra var með veiruna. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er verið að skoða hentugt húsnæði fyrir sóttvarnamiðstöð hér á landi, komi til þess að opna verði slíka vegna veirunnar. Húsnæði á Ásbrú, sem er á gamla varnarsvæðinu, komi sterklega til greina en þar myndi fólk dvelja, sem greinist með veiruna en getur ekki verið heima hjá sér, til dæmis ferðamenn. Fleiri húsnæði komi einnig til greina. Gert sé ráð fyrir því í viðbragðsáætlun við heimsfaraldri að slíkt húsnæði sé tiltækt en áþessum tímapunkti sé ekkert sem gefi til kynna að þörf verði á notkun þess. Ljóst er að veiran mun hafa áhrif á íslenska ferðaþjónustu en kínversk stjórnvöld hafa sett hömlur á utanlandsferðir kínverskra borgara. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli eru farnir að merkja áhrifin. „Það hefur verið samdráttur útaf því aðþað vantar þessa kínversku ferðamenn og maður finnur alveg fyrir því,“ segir Friðgeir Gíslason, leigubílstjóri. „Það hefur verið verulegur samdráttur frááramótun og ekki bara áramótum heldur frá falli WOW. Það hefur örugglega orðið tuttugu prósent samdráttur bara frá áramótum," segir Róbert Vogt, leigubílstjóri. „Þetta byrjaði náttúrulega þegar Wow air fór á höfuðið, þá fundum við strax fyrir samdrætti og svo hefur það verið að draga meira saman. Við vorum að vonast til að þetta nýja ár hjá Kínverjum myndi glæða vinnunna eitthvað en þá kom flensan,“ segir Einar Hagsteinn Árnason, formaður Fylkir, félags bílstjóra á Suðurnesjum. Þeir segja að biðin eftir viðskiptavinum sé nú allt að sjö klukkutímar. „Mig langar helst að fara bara heim og skila bílnum og vera bara heima á atvinnuleysisbótum. Það væri bara skárra,“ segir Svavar Ólafsson, leigubílstjóri.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Leigubílar Samgöngur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira