Vaka hagsmunafélag stúdenta 85 ára Azra Crnac og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir skrifa skrifar 7. febrúar 2020 12:30 Fyrir 85 árum eða þann 4. febrúar árið 1935 tók hópur lýðræðissinnaðra stúdenta sig saman og stofnaði hagsmunafélag undir nafninu Vaka. Ótalmargir háskólanemar hafa staðið vörð um hagsmuni stúdenta í nafni Vöku. Vökuliðar hafa barist fyrir betri lærdómsaðstöðu, kennsluháttum og betri tíð. Baráttan er samt langt frá því að vera búin og Vaka vill gera enn betur. Vaka hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina, sem dæmi má nefna að um miðjan 9. áratug síðustu aldar barðist Vaka fyrir því að ekki væri tekið mið af landspólitík í þeim stúdentahreyfingum sem sinna hagsmunabaráttu nemenda. Vökuliðar töldu að sú landspólitík sem tengdist ekki stúdentum beint ætti hreinlega ekki erindi innan hagsmunabaráttunnar í Háskóla Íslands. Azra Crnac, Bergþóra Ingþórsdóttir og Ingveldur Gröndal. Þar af leiðandi kennir Vaka sig ekki við hin fjölmörgu pólitísku öfl landsins. Þessa fullyrðingu stendur Vaka enn við, en þó ber að hafa í huga að fólk innan Vöku má hafa skoðun á málefnum líðandi stundar sem og í pólitík. Vaka er þar af leiðandi breiðfylking ólíkra skoðana. Á afmælisdaginn þann 4. febrúar afhentu Vökuliðar Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og síðar Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, 85 kröfur sem snúa að því sem betur má fara í háskólanum. Vaka hefur hagsmuni stúdenta í fyrirrúmi og þótti okkur viðeigandi að fagna þessum 85 árum með kröfum frá fjölda meðlima Vöku sem brenna fyrir bættum hag nemenda við Háskóla Íslands. Kröfurnar eru af ýmsum toga eða allt frá umhverfis- og jafnréttismálum fram til húsnæðis- og aðstöðumála. Vökuliðar ræddu sérstaklega um yfirvofandi lánasjóðsfrumvarp við Lilju Alfreðsdóttur en þörfin fyrir nýju stuðningskerfi er gríðarlega mikil. Ekki hafa verið gerðar stórfelldar breytingar á lánasjóðsmálum síðan 1992 og telur Vaka breytingarnar löngu orðnar tímabærar. Frá hægri til vinstri: Adda Malín, Bergþóra, Ingveldur Anna, Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarráðherra, Elín Huld Melsteð, Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Eins og minnst var á þá hittu fulltrúar Vöku einnig rektor og ræddu þau um atvinnumál og hvað betur mætti gera hvað þau varðar, en Vaka hefur verið talsmaður þess að auka aðgengi háskólanema að vinnustöðum sem veita reynslu og innsýn í mögulegt framtíðarstarf nemenda. Með þessum fundum vildi Vaka einnig gera rektor sem og mennta- og menningarmálaráðherra grein fyrir afstöðu sinni gagnvart tanngreiningum á fylgdarlausum börnum innan háskólans. Vaka fordæmir notkun slíkra greininga innan veggja háskólans. Háskóli Íslands er leiðandi stofnun í okkar samfélagi og ber því í krafti hlutverks síns að stuðla að framförum á þessu sviði sem öðrum. Vaka krefst að hlustað verði á rödd stúdenta í þessu máli. Vaka vonar að fundirnir sem og kröfurnar hvetji rektor og mennta- og menningarráðherra til þess að beita sér í málinu fyrir hönd stúdenta. Frá hægri til vinstri: Ingveldur Anna , Azra Crnac, Derek T. Allen, Adda Malín, Jón Atli Rektor Háskóla Íslands, Elín Huld Melsteð, Bjarnveig Björk og Bergþóra. Eitt af helstu baráttumálum Vöku eru meðal annars fjölskyldumál og er okkur gríðarlega annt um barnvænt umhverfi í Háskóla Íslands. Öllum er heimilt að stunda nám við háskólann og þar með talið foreldrum. Í tilefni dagsins vildi Vaka láta gott af sér leiða og því var ákveðið að gefa stúdentum barnastóla til afnota í nokkrum byggingum háskólans. Vaka telur það vera mikilvægt að námsumhverfið nýtist sem flestum og stuðli að jöfnu aðgengi. Vaka vill óska öllum Vökuliðum til hamingju með daginn og um leið þakka fyrir öll árin þar sem barist hefur verið fyrir betri háskóla fyrir alla. Hér er hægt að nálgast þær 85 kröfur sem Vaka afhenti bæði Rektor og mennta- og menningarráðherra. Föstudaginn 7. febrúar mun Vaka halda upp á afmælið í Hressingarskálanum klukkan 21.00 og eru öll velkomin! Höfundar eru Azra Crnac, oddviti Vöku 2019-2020 og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir, varaforseti Vöku 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tímamót Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fyrir 85 árum eða þann 4. febrúar árið 1935 tók hópur lýðræðissinnaðra stúdenta sig saman og stofnaði hagsmunafélag undir nafninu Vaka. Ótalmargir háskólanemar hafa staðið vörð um hagsmuni stúdenta í nafni Vöku. Vökuliðar hafa barist fyrir betri lærdómsaðstöðu, kennsluháttum og betri tíð. Baráttan er samt langt frá því að vera búin og Vaka vill gera enn betur. Vaka hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina, sem dæmi má nefna að um miðjan 9. áratug síðustu aldar barðist Vaka fyrir því að ekki væri tekið mið af landspólitík í þeim stúdentahreyfingum sem sinna hagsmunabaráttu nemenda. Vökuliðar töldu að sú landspólitík sem tengdist ekki stúdentum beint ætti hreinlega ekki erindi innan hagsmunabaráttunnar í Háskóla Íslands. Azra Crnac, Bergþóra Ingþórsdóttir og Ingveldur Gröndal. Þar af leiðandi kennir Vaka sig ekki við hin fjölmörgu pólitísku öfl landsins. Þessa fullyrðingu stendur Vaka enn við, en þó ber að hafa í huga að fólk innan Vöku má hafa skoðun á málefnum líðandi stundar sem og í pólitík. Vaka er þar af leiðandi breiðfylking ólíkra skoðana. Á afmælisdaginn þann 4. febrúar afhentu Vökuliðar Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og síðar Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, 85 kröfur sem snúa að því sem betur má fara í háskólanum. Vaka hefur hagsmuni stúdenta í fyrirrúmi og þótti okkur viðeigandi að fagna þessum 85 árum með kröfum frá fjölda meðlima Vöku sem brenna fyrir bættum hag nemenda við Háskóla Íslands. Kröfurnar eru af ýmsum toga eða allt frá umhverfis- og jafnréttismálum fram til húsnæðis- og aðstöðumála. Vökuliðar ræddu sérstaklega um yfirvofandi lánasjóðsfrumvarp við Lilju Alfreðsdóttur en þörfin fyrir nýju stuðningskerfi er gríðarlega mikil. Ekki hafa verið gerðar stórfelldar breytingar á lánasjóðsmálum síðan 1992 og telur Vaka breytingarnar löngu orðnar tímabærar. Frá hægri til vinstri: Adda Malín, Bergþóra, Ingveldur Anna, Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarráðherra, Elín Huld Melsteð, Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Eins og minnst var á þá hittu fulltrúar Vöku einnig rektor og ræddu þau um atvinnumál og hvað betur mætti gera hvað þau varðar, en Vaka hefur verið talsmaður þess að auka aðgengi háskólanema að vinnustöðum sem veita reynslu og innsýn í mögulegt framtíðarstarf nemenda. Með þessum fundum vildi Vaka einnig gera rektor sem og mennta- og menningarmálaráðherra grein fyrir afstöðu sinni gagnvart tanngreiningum á fylgdarlausum börnum innan háskólans. Vaka fordæmir notkun slíkra greininga innan veggja háskólans. Háskóli Íslands er leiðandi stofnun í okkar samfélagi og ber því í krafti hlutverks síns að stuðla að framförum á þessu sviði sem öðrum. Vaka krefst að hlustað verði á rödd stúdenta í þessu máli. Vaka vonar að fundirnir sem og kröfurnar hvetji rektor og mennta- og menningarráðherra til þess að beita sér í málinu fyrir hönd stúdenta. Frá hægri til vinstri: Ingveldur Anna , Azra Crnac, Derek T. Allen, Adda Malín, Jón Atli Rektor Háskóla Íslands, Elín Huld Melsteð, Bjarnveig Björk og Bergþóra. Eitt af helstu baráttumálum Vöku eru meðal annars fjölskyldumál og er okkur gríðarlega annt um barnvænt umhverfi í Háskóla Íslands. Öllum er heimilt að stunda nám við háskólann og þar með talið foreldrum. Í tilefni dagsins vildi Vaka láta gott af sér leiða og því var ákveðið að gefa stúdentum barnastóla til afnota í nokkrum byggingum háskólans. Vaka telur það vera mikilvægt að námsumhverfið nýtist sem flestum og stuðli að jöfnu aðgengi. Vaka vill óska öllum Vökuliðum til hamingju með daginn og um leið þakka fyrir öll árin þar sem barist hefur verið fyrir betri háskóla fyrir alla. Hér er hægt að nálgast þær 85 kröfur sem Vaka afhenti bæði Rektor og mennta- og menningarráðherra. Föstudaginn 7. febrúar mun Vaka halda upp á afmælið í Hressingarskálanum klukkan 21.00 og eru öll velkomin! Höfundar eru Azra Crnac, oddviti Vöku 2019-2020 og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir, varaforseti Vöku 2019-2020.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar