Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 11:25 Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Vesturbyggð Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir það ekki rétt að erindum eða kvörtunum vegna mála er varða einelti sé ekki svarað. Foreldrar nemenda við Patreksskóla hafa lýst yfir óánægju með skort á upplýsingum um eineltismál sem kom upp í skólanum. Sjá einnig: „Þetta er bara látið malla“ María Ósk Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Halldór Traustason, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og faðir nemenda við Patreksskóla.Aðsend Foreldrafundir í næstu viku Í morgun var svo greint frá áhyggjum Halldórs Traustasonar, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og föður nemenda við Patreksskóla, vegna málsins. Hann kvað upplýsingagjöf stjórnenda til foreldra skólans hafa verið litla sem enga. Þá velti hann upp spurningum á Facebook í tengslum við málið, m.a. hvers vegna skólastjóri, sem og bæjaryfirvöld, hefðu vitað af meintu einelti en ekki gripið inn í. Þá spurði hann einnig hvort eðlilegt teldist að meintur gerandi tæki við bekk annars af meintum þolendum. Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að ekki sé rétt að erindum eða kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað. Mál sem þessi séu trúnaðarmál, sem starfsmönnum sveitarfélagsins sé óheimilt að tjá sig um. Hún geti að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Halldór sagði í samtali við Vísi að foreldrar óskuðu eftir íbúafundi vegna málsins. Rebekka segir að hvorki bæjarstjórn né sveitarfélaginu hafi borist formlegar beiðnir um slíkan fund. Þó séu fyrirhugaðir fundir í næstu viku með foreldrum Patreksskóla. Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 „Þetta er bara látið malla“ Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. 7. febrúar 2020 08:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þrenur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir það ekki rétt að erindum eða kvörtunum vegna mála er varða einelti sé ekki svarað. Foreldrar nemenda við Patreksskóla hafa lýst yfir óánægju með skort á upplýsingum um eineltismál sem kom upp í skólanum. Sjá einnig: „Þetta er bara látið malla“ María Ósk Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Halldór Traustason, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og faðir nemenda við Patreksskóla.Aðsend Foreldrafundir í næstu viku Í morgun var svo greint frá áhyggjum Halldórs Traustasonar, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og föður nemenda við Patreksskóla, vegna málsins. Hann kvað upplýsingagjöf stjórnenda til foreldra skólans hafa verið litla sem enga. Þá velti hann upp spurningum á Facebook í tengslum við málið, m.a. hvers vegna skólastjóri, sem og bæjaryfirvöld, hefðu vitað af meintu einelti en ekki gripið inn í. Þá spurði hann einnig hvort eðlilegt teldist að meintur gerandi tæki við bekk annars af meintum þolendum. Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að ekki sé rétt að erindum eða kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað. Mál sem þessi séu trúnaðarmál, sem starfsmönnum sveitarfélagsins sé óheimilt að tjá sig um. Hún geti að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Halldór sagði í samtali við Vísi að foreldrar óskuðu eftir íbúafundi vegna málsins. Rebekka segir að hvorki bæjarstjórn né sveitarfélaginu hafi borist formlegar beiðnir um slíkan fund. Þó séu fyrirhugaðir fundir í næstu viku með foreldrum Patreksskóla.
Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 „Þetta er bara látið malla“ Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. 7. febrúar 2020 08:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þrenur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23
Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47
„Þetta er bara látið malla“ Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. 7. febrúar 2020 08:42