„Þetta er bara látið malla“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 08:42 Halldór Traustason er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat einnig í síðustu bæjarstjórn. Hann er jafnframt foreldri nemenda við Patreksskóla. Aðsend/Getty Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. Foreldri nemenda í skólanum lýsir áhyggjum af stöðunni en bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, sem einnig starfar við skólann, er meintur gerandi í málinu. Umræddur bæjarfulltrúi, María Ósk Óskarsdóttir, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Fylgjast með málinu í fjölmiðlum Halldór Traustason er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat einnig í síðustu bæjarstjórn. Hann er jafnframt foreldri nemenda við Patreksskóla og vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar. Þar velti hann upp nokkrum spurningum til bæjar- og skólastjórnenda sem hann vildi gjarnan fá svör við, til dæmis hvers vegna skjólastjórnendur hefðu ekki gripið inni í þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um málið. Margir taka undir áhyggjur Halldórs í athugasemdum við færslu hans. Spurningar Halldórs eru eftirfarandi: 1. Afhverju greip skólastjóri ekki inn í, hann vissi af vandamálinu? 2. Eineltisfulltrúi er í skólanum sem stýrir aðgerðum og ber ábyrgð gagnvart nemendum, foreldrum og starfsfólki eða hvað ? Hvar var eineltisfulltrúinn (eiginkona skólastjóra) þegar þetta gekk yfir? 3. Afhverju brugðust yfirvöld og félagsmálafulltrúi ekki við þegar 5 starfsmenn skólans létu vita af eineltinu? 4. Er eðllegt að meintur gerandi sé verðlaunaður með umsjónarkennarastöðu og taki við bekk meints þolanda? 5. Er eðlilegt að trúnaðarmaður skólans sé eiginkona skólastjóra (hvernig á að gæta hlutleysis)? 6. Er rétt að trúnaðarmaður hafi hvatt starfsfólk Patreksskóla til undirritunar á stuðningsyfirlýsingu við skólastjóra í haust ? og var fólk krafið svara sem neitaði að skrifa undir? Af hverju þarf skólastjóri stuðningsyfirlýsingu ?????? 7. Er rétt að skólastjóri og bæjarstjóri hafi fengið skriflegar kvartanir varðandi eineltið en þeim ekki svarað? Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í morgun. Halldór segir í samtali við blaðið að foreldrar séu margir áhyggjufullir yfir stöðu mála og krefjist þess að haldinn verði íbúafundur. Halldór kvað við sama streng þegar Vísir ræddi við hann í byrjun vikunnar. „Upplýsingagjöf er engin. Þetta er búið að vera vitað ansi lengi en svo kemur þetta í fjölmiðla, og kemur í fjölmiðla vegna aðgerðarleysis. Þetta er bara látið malla. Þá vil ég ítreka beiðni mína og foreldra Patreksskóla að fá íbúafund með stjórn skólans og stjórn bæjarfélagsins um þetta mál,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Mega ekki tjá sig um eineltismál Gústaf Gústafsson skólastjóri Patreksskóla sagðist ekki vilja tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því á þriðjudag. Hann staðfesti þó að María Ósk væri enn starfandi við skólann. Gústaf tjáir sig heldur ekki um málið við Fréttablaðið í morgun. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þá reyndi Vísir ítrekað að ná tali af Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar, í gegnum skrifstofu bæjarins í vikunni en ekki fékkst samband við hana nema í gegnum tölvupóst. Vísir sendi Rebekku skriflega fyrirspurn vegna málsins fyrir hádegi í gær, m.a. varðandi íbúafundinn og viðbragðstíma stjórnenda í málinu. Vesturbyggð sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um eineltismálið á miðvikudag. Í tilkynningunni segir að sveitarfélagið líti eineltismál sem komi upp milli starfsmanna þess alvarlegum augum. Tekið sé á slíkum málum í samræmi við viðbragðsáætlun Vesturbyggðar. Þá sé starfsmönnum sveitarfélagsins ekki heimilt að tjá sig um málefni sem snúa að einelti á vinnustað, þar eð um sé að ræða einstaklingsmálefni sem þeim beri að gæta trúnaðar um. Gagnrýni þess efnis að ekki hafi verið tilkynnt um að María Ósk hefði óskað eftir lausn frá störfum á vefsíðum sveitarfélagsins er einnig svarað í tilkynningunni. Þar segir að beiðnir á borð við þessa sé ávallt bókað um í fundargerð bæjarstjórnar, sem birt er á heimasíðu sveitarfélagsins. Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þrenur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. Foreldri nemenda í skólanum lýsir áhyggjum af stöðunni en bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, sem einnig starfar við skólann, er meintur gerandi í málinu. Umræddur bæjarfulltrúi, María Ósk Óskarsdóttir, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Fylgjast með málinu í fjölmiðlum Halldór Traustason er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat einnig í síðustu bæjarstjórn. Hann er jafnframt foreldri nemenda við Patreksskóla og vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar. Þar velti hann upp nokkrum spurningum til bæjar- og skólastjórnenda sem hann vildi gjarnan fá svör við, til dæmis hvers vegna skjólastjórnendur hefðu ekki gripið inni í þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um málið. Margir taka undir áhyggjur Halldórs í athugasemdum við færslu hans. Spurningar Halldórs eru eftirfarandi: 1. Afhverju greip skólastjóri ekki inn í, hann vissi af vandamálinu? 2. Eineltisfulltrúi er í skólanum sem stýrir aðgerðum og ber ábyrgð gagnvart nemendum, foreldrum og starfsfólki eða hvað ? Hvar var eineltisfulltrúinn (eiginkona skólastjóra) þegar þetta gekk yfir? 3. Afhverju brugðust yfirvöld og félagsmálafulltrúi ekki við þegar 5 starfsmenn skólans létu vita af eineltinu? 4. Er eðllegt að meintur gerandi sé verðlaunaður með umsjónarkennarastöðu og taki við bekk meints þolanda? 5. Er eðlilegt að trúnaðarmaður skólans sé eiginkona skólastjóra (hvernig á að gæta hlutleysis)? 6. Er rétt að trúnaðarmaður hafi hvatt starfsfólk Patreksskóla til undirritunar á stuðningsyfirlýsingu við skólastjóra í haust ? og var fólk krafið svara sem neitaði að skrifa undir? Af hverju þarf skólastjóri stuðningsyfirlýsingu ?????? 7. Er rétt að skólastjóri og bæjarstjóri hafi fengið skriflegar kvartanir varðandi eineltið en þeim ekki svarað? Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í morgun. Halldór segir í samtali við blaðið að foreldrar séu margir áhyggjufullir yfir stöðu mála og krefjist þess að haldinn verði íbúafundur. Halldór kvað við sama streng þegar Vísir ræddi við hann í byrjun vikunnar. „Upplýsingagjöf er engin. Þetta er búið að vera vitað ansi lengi en svo kemur þetta í fjölmiðla, og kemur í fjölmiðla vegna aðgerðarleysis. Þetta er bara látið malla. Þá vil ég ítreka beiðni mína og foreldra Patreksskóla að fá íbúafund með stjórn skólans og stjórn bæjarfélagsins um þetta mál,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Mega ekki tjá sig um eineltismál Gústaf Gústafsson skólastjóri Patreksskóla sagðist ekki vilja tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því á þriðjudag. Hann staðfesti þó að María Ósk væri enn starfandi við skólann. Gústaf tjáir sig heldur ekki um málið við Fréttablaðið í morgun. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þá reyndi Vísir ítrekað að ná tali af Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar, í gegnum skrifstofu bæjarins í vikunni en ekki fékkst samband við hana nema í gegnum tölvupóst. Vísir sendi Rebekku skriflega fyrirspurn vegna málsins fyrir hádegi í gær, m.a. varðandi íbúafundinn og viðbragðstíma stjórnenda í málinu. Vesturbyggð sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um eineltismálið á miðvikudag. Í tilkynningunni segir að sveitarfélagið líti eineltismál sem komi upp milli starfsmanna þess alvarlegum augum. Tekið sé á slíkum málum í samræmi við viðbragðsáætlun Vesturbyggðar. Þá sé starfsmönnum sveitarfélagsins ekki heimilt að tjá sig um málefni sem snúa að einelti á vinnustað, þar eð um sé að ræða einstaklingsmálefni sem þeim beri að gæta trúnaðar um. Gagnrýni þess efnis að ekki hafi verið tilkynnt um að María Ósk hefði óskað eftir lausn frá störfum á vefsíðum sveitarfélagsins er einnig svarað í tilkynningunni. Þar segir að beiðnir á borð við þessa sé ávallt bókað um í fundargerð bæjarstjórnar, sem birt er á heimasíðu sveitarfélagsins.
Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þrenur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23
Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47