Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál.
Í þriðja þætti ræða fréttamenn um forval Demókrataflokksins í Iowa, þar sem Pete Buttigieg og Bernie Sanders virðast hafa fengið flesta ríkisfulltrúa fyrir landsfund Demókrata, sem einkenndist af klúðri og samsæriskenningum. Sömuleiðis er fjallað um það að Trump hafi verið sýknaður af öldungadeildarþingmönnum.
Þá sér Jakob Bjarnar, sérstakur gestur þáttarins, um að leiklesa Trump-tíst vikunnar.
Fréttastofa stendur að þessu hlaðvarpi, Bandaríkjunum, í aðdraganda þeirra kosninga sem verða í nóvember.
Hlusta má á þriðja þátt Bandaríkjanna hér að neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify: