Samfélagsleg ábyrgð og uppbygging innviða? Sandra B. Franks skrifar 6. febrúar 2020 15:00 Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki hennar, og þar gegna sjúkraliðar lykilhlutverki. Starfandi sjúkraliðar á Íslandi eru um 2.100 og um 98% þeirra eru konur. Vinnustaðir sjúkraliða er á sjúkrahúsum, endurhæfingarstofnunum, heilsugæslustöðvum, hjúkrunarheimilum og öðrum sambærilegar stofnunum auk þess að vera ráðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Á þessum starfsstöðum sinna sjúkraliðar veikum, slösuðum, fötluðum og öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem glíma við margþættar áskoranir í lífinu. Umfangsmikil umræða hefur verið hjá stjórnvöldum og í samfélaginu um að nú þurfi að taka á vanda heilbrigðiskerfisins. Bráðadeild Landspítalans hefur verið í brennidepli og ítrekað á það bent að þar liggi bráðveikir einstaklingar sem hvorki njóta persónuverndar, né að hægt sé að tryggja gæði þjónustunnar. Umræða um óviðunandi heilbrigðisþjónustu við aldraða hefur einnig verið hávær og að skortur sé á hjúkrunarrýmum og starfsfólki sem sinnir hjúkrunarþjónustunni. Þá hefur einnig verið rætt að læknar séu langþreyttir, þeir sjái ekki til lands og að róðurinn þyngist og þyngist. Þessi umræða vekur upp kvíða og óöryggi hjá þorra fólks sem þarf á heilbrigðisþjónustunni að halda. Er það nema von að spurt sé: Hvar sækja stjórnvöld heimild til að láta heilbrigðiskerfið molna svona innan frá? Hver er ábyrgur fyrir þessari stöðu? Hvar er samfélagslega ábyrgðin? Í hverju felst þessi margumtalaða innviðauppbygging? Við sjúkraliðar vitum að rétt mönnun við hjúkrun tryggir öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar. Vissulega þurfa læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sinn sess í kerfinu en án okkar gengur starfsemin ekki upp. Það er því brýnt að tryggja að réttur starfsmaður sé á réttum stað á hverjum tíma, því allir þættir heilbrigðiskerfisins þurfa að virka. Það dugar ekki til að bæta þjónustu Landspítalans, heldur þarf einnig að tryggja þjónustu hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og heimahjúkrunar. Til að það gangi eftir er ljóst að bæta þarf starfsumhverfi fagstétta sem vinna við hjúkrun. Einmitt til þess að laða fólk inn í þessi mikilvægu störf og til að fyrirbyggja enn frekari flótta úr greininni. Sjúkraliðar hafa ekki farið varhluta af því aukna álagi sem hefur einkennt heilbrigðiskerfið undanfarin ár og þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Um 90% félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands eru í vaktavinnu. Starfshlutfall þeirra er að meðaltali um 75%. Áratuga löng reynsla sýnir að í 70 - 80% starfshlutfalli, liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því neyddir til að vera í hlutastarfi. Það er alls ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur af því að þeir eru í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar hafa því verið nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigin heilsu, sem leiðir fólk í þann vítahring að erfitt er að ná endum saman. Það er því einsýnt að ef tryggja á öflugt heilbrigðiskerfi og velferð fagstétta sem vinnur við hjúkrun, þarf að mæta kröfum sjúkraliða um styttri vinnuviku og betri starfskjör, þannig að hægt sé að vera í fullu starfi án þess að gjalda fyrir það með óafturkræfum afleiðingum á heilsu og fjölskyldulíf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki hennar, og þar gegna sjúkraliðar lykilhlutverki. Starfandi sjúkraliðar á Íslandi eru um 2.100 og um 98% þeirra eru konur. Vinnustaðir sjúkraliða er á sjúkrahúsum, endurhæfingarstofnunum, heilsugæslustöðvum, hjúkrunarheimilum og öðrum sambærilegar stofnunum auk þess að vera ráðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Á þessum starfsstöðum sinna sjúkraliðar veikum, slösuðum, fötluðum og öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem glíma við margþættar áskoranir í lífinu. Umfangsmikil umræða hefur verið hjá stjórnvöldum og í samfélaginu um að nú þurfi að taka á vanda heilbrigðiskerfisins. Bráðadeild Landspítalans hefur verið í brennidepli og ítrekað á það bent að þar liggi bráðveikir einstaklingar sem hvorki njóta persónuverndar, né að hægt sé að tryggja gæði þjónustunnar. Umræða um óviðunandi heilbrigðisþjónustu við aldraða hefur einnig verið hávær og að skortur sé á hjúkrunarrýmum og starfsfólki sem sinnir hjúkrunarþjónustunni. Þá hefur einnig verið rætt að læknar séu langþreyttir, þeir sjái ekki til lands og að róðurinn þyngist og þyngist. Þessi umræða vekur upp kvíða og óöryggi hjá þorra fólks sem þarf á heilbrigðisþjónustunni að halda. Er það nema von að spurt sé: Hvar sækja stjórnvöld heimild til að láta heilbrigðiskerfið molna svona innan frá? Hver er ábyrgur fyrir þessari stöðu? Hvar er samfélagslega ábyrgðin? Í hverju felst þessi margumtalaða innviðauppbygging? Við sjúkraliðar vitum að rétt mönnun við hjúkrun tryggir öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar. Vissulega þurfa læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sinn sess í kerfinu en án okkar gengur starfsemin ekki upp. Það er því brýnt að tryggja að réttur starfsmaður sé á réttum stað á hverjum tíma, því allir þættir heilbrigðiskerfisins þurfa að virka. Það dugar ekki til að bæta þjónustu Landspítalans, heldur þarf einnig að tryggja þjónustu hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og heimahjúkrunar. Til að það gangi eftir er ljóst að bæta þarf starfsumhverfi fagstétta sem vinna við hjúkrun. Einmitt til þess að laða fólk inn í þessi mikilvægu störf og til að fyrirbyggja enn frekari flótta úr greininni. Sjúkraliðar hafa ekki farið varhluta af því aukna álagi sem hefur einkennt heilbrigðiskerfið undanfarin ár og þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Um 90% félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands eru í vaktavinnu. Starfshlutfall þeirra er að meðaltali um 75%. Áratuga löng reynsla sýnir að í 70 - 80% starfshlutfalli, liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því neyddir til að vera í hlutastarfi. Það er alls ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur af því að þeir eru í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar hafa því verið nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigin heilsu, sem leiðir fólk í þann vítahring að erfitt er að ná endum saman. Það er því einsýnt að ef tryggja á öflugt heilbrigðiskerfi og velferð fagstétta sem vinnur við hjúkrun, þarf að mæta kröfum sjúkraliða um styttri vinnuviku og betri starfskjör, þannig að hægt sé að vera í fullu starfi án þess að gjalda fyrir það með óafturkræfum afleiðingum á heilsu og fjölskyldulíf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun