Marel umbunaði Árna Oddi ríkulega fyrir síðasta ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 12:15 Árni Oddur Þórðarson hefur haldið um stjórnartaumana í Marel frá því í lok árs 2013. Marel Uppfært klukkan 16:10. Marel hefur sent frá sér leiðrétta útgáfu af ársreikningi síðasta árs. Í honum lækka laun forstjóra Marels um fjórðung. Leiðréttingu Marels má sjá hér en upprunalega frétt að neðan. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hafði að jafnaði um 17 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Hann fékk greiddar alls um 200 milljónir króna í laun, hlunnindi og kaupauka í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningi Marels fyrir síðasta ár. Fréttablaðið gerði sér fyrst mat úr honum en ársreikninginn má nálgast í heild sinni hér. Í viðauka við ársreikninginn eru laun stjórnarmanna og Árna Odds sundurliðuð, eins og sjá má hér að neðan. Þar má til að mynda lesa að forstjórinn fékk greiddar um 125 milljónir króna í laun, hlunnindi og kaupaukagreiðslur árið 2018, séu 910 þúsund evrurnar sem hann hlaut reiknaðar á núverandi gengi. Þar að auki veitti stjórn Marels Árna Oddi kauprétt að því sem samsvarar 1.610 þúsund hlutum í félaginu árið 2018. Þóknanir forstjórans jukust hins vegar nokkuð á síðasta ári ef marka má nýja ársreikninginn. Þannig hafði Árni Oddur 1,06 milljónir evra í regluleg laun og hlunndi í fyrra, næstum 150 milljónir króna, og hlaut kaupaukagreiðslu upp á ríflega 380 þúsund evrur, 53 milljónir króna. Samanlagt gerir þetta næstum 1,4 milljónir evra, tæplega 200 milljónir króna. Kaupréttur hans á nýliðnu rekstrarári jókst jafnframt í 2.260 þúsund hluti. Síðastliðið ár var viðburðaríkt og gjöfult í rekstri Marels. Tekjur ársins 2019 voru tæplega 1,3 milljarðar evra, skráning Marels í kauphöllina í Amsterdam síðastliðið sumar telst hafa heppnast vel meðfram hlutafjáraukningu um 15 prósent. Þá hækkaði hlutabréfaverð Marels í Kauphöllinn um 66 prósent í fyrra, mest allra félaga. Þá greindi félagið í gær frá nýrri langtímafjármögnun upp á 700 milljónir evra, sem ætlað er að veita félaginu „aukinn rekstrarlegan sveigjanleika og styður við langtímavaxtarmarkmið félagsins.“ Að sama skapi landaði Marel á dögunum samningi við Bell & Evans um hönnun og uppbyggingu á „nýrri og byltingarkenndri hátækni kjúklingaverksmiðju“ í Bandaríkjunum. Fyrstu vikur ársins 2020 gefa því „góð fyrirheit um framhaldið,“ eins og Árni Oddur komst að orði í tilkynningu í gærkvöldi.Sjá einnig: Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Stjórn Marel mun leggja til við aðalfund félagsins, sem haldinn verður þann 18.mars nk., að hluthafar fái greiddan arð fyrir rekstrarárið 2019 sem nemur 5,79 evrusentum á hlut. Áætluð heildararðgreiðsla nemur um 44 milljónum evra sem samsvarar um það bil 40 prósent af hagnaði ársins, sem nam 110,1 milljónum evra. Þar á Árni aftur von á greiðslu enda á hann næstum fimmtungshlut í félaginu Eyri Invest, næst stærsta hluthafa Marels. Meðal annarra eigenda Eyris Invest eru Þórður Magnússon, faðir Árna, sem á 20,6 prósent og Landsbankinn með 14,1 prósent. Eyrir Invest á nú tæplega 25 prósent í Marel. Markaðir Tekjur Tengdar fréttir Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02 Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mánuði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels. 6. nóvember 2019 08:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Uppfært klukkan 16:10. Marel hefur sent frá sér leiðrétta útgáfu af ársreikningi síðasta árs. Í honum lækka laun forstjóra Marels um fjórðung. Leiðréttingu Marels má sjá hér en upprunalega frétt að neðan. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hafði að jafnaði um 17 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Hann fékk greiddar alls um 200 milljónir króna í laun, hlunnindi og kaupauka í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningi Marels fyrir síðasta ár. Fréttablaðið gerði sér fyrst mat úr honum en ársreikninginn má nálgast í heild sinni hér. Í viðauka við ársreikninginn eru laun stjórnarmanna og Árna Odds sundurliðuð, eins og sjá má hér að neðan. Þar má til að mynda lesa að forstjórinn fékk greiddar um 125 milljónir króna í laun, hlunnindi og kaupaukagreiðslur árið 2018, séu 910 þúsund evrurnar sem hann hlaut reiknaðar á núverandi gengi. Þar að auki veitti stjórn Marels Árna Oddi kauprétt að því sem samsvarar 1.610 þúsund hlutum í félaginu árið 2018. Þóknanir forstjórans jukust hins vegar nokkuð á síðasta ári ef marka má nýja ársreikninginn. Þannig hafði Árni Oddur 1,06 milljónir evra í regluleg laun og hlunndi í fyrra, næstum 150 milljónir króna, og hlaut kaupaukagreiðslu upp á ríflega 380 þúsund evrur, 53 milljónir króna. Samanlagt gerir þetta næstum 1,4 milljónir evra, tæplega 200 milljónir króna. Kaupréttur hans á nýliðnu rekstrarári jókst jafnframt í 2.260 þúsund hluti. Síðastliðið ár var viðburðaríkt og gjöfult í rekstri Marels. Tekjur ársins 2019 voru tæplega 1,3 milljarðar evra, skráning Marels í kauphöllina í Amsterdam síðastliðið sumar telst hafa heppnast vel meðfram hlutafjáraukningu um 15 prósent. Þá hækkaði hlutabréfaverð Marels í Kauphöllinn um 66 prósent í fyrra, mest allra félaga. Þá greindi félagið í gær frá nýrri langtímafjármögnun upp á 700 milljónir evra, sem ætlað er að veita félaginu „aukinn rekstrarlegan sveigjanleika og styður við langtímavaxtarmarkmið félagsins.“ Að sama skapi landaði Marel á dögunum samningi við Bell & Evans um hönnun og uppbyggingu á „nýrri og byltingarkenndri hátækni kjúklingaverksmiðju“ í Bandaríkjunum. Fyrstu vikur ársins 2020 gefa því „góð fyrirheit um framhaldið,“ eins og Árni Oddur komst að orði í tilkynningu í gærkvöldi.Sjá einnig: Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Stjórn Marel mun leggja til við aðalfund félagsins, sem haldinn verður þann 18.mars nk., að hluthafar fái greiddan arð fyrir rekstrarárið 2019 sem nemur 5,79 evrusentum á hlut. Áætluð heildararðgreiðsla nemur um 44 milljónum evra sem samsvarar um það bil 40 prósent af hagnaði ársins, sem nam 110,1 milljónum evra. Þar á Árni aftur von á greiðslu enda á hann næstum fimmtungshlut í félaginu Eyri Invest, næst stærsta hluthafa Marels. Meðal annarra eigenda Eyris Invest eru Þórður Magnússon, faðir Árna, sem á 20,6 prósent og Landsbankinn með 14,1 prósent. Eyrir Invest á nú tæplega 25 prósent í Marel.
Markaðir Tekjur Tengdar fréttir Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02 Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mánuði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels. 6. nóvember 2019 08:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02
Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mánuði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels. 6. nóvember 2019 08:00