Magnús Hlynur þakklátur fyrir að vera á lífi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. febrúar 2020 10:30 Magnús Hlynur er einstakur maður sem byrja alla daga eldsnemma í sundlauginni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður myndi vilja leiða í lög að Íslendingar færu í sund á morgnana. Hann kynntist konunni sinni þegar þau urðu pennavinir í gegnum Æskuna fyrir margt löngu. Kappnin hefur misst tíu kíló síðan í haust og stefnir á tveggja stafa tölu á þessu ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti Magnús Hlyn í sundlauginni á Selfossi klukkan hálf sjö að morgni á dögunum og fór með honum í gegnum heilan dag fyrir Ísland í dag á Stöð 2. „Mér finnst að Alþingi ætti að setja það í lög að allir Íslendingar myndu byrja daginn í sundi því maður verður í svo góðu skapi eftir svona sundferð,“ segir Magnús en að loknu sundinu taka svo við hrókasamræður í pottinum. Þar voru félagar hans ánægðir með Magnús og töluðu um að hann væri eini fréttamaðurinn á landinu sem segir aðeins jákvæðar fréttir. Að loknu sundinu tekur svo við annars konar líkamsrækt. „Ég varð fimmtugur í haust og lífið kannski meira en hálfnað. Ég var orðinn alltof þungur og ekki ánægður með sjálfan mig og ákvað að gera eitthvað í málunum,“ segir Magnús sem hefur misst tíu kíló frá því í haust og ætlar sér niður í tveggja stafa tölu fyrir sumarið. Magnús tekur klukkustunda göngu með hópi aldraðra manna á hverjum morgni og er hann langyngstur. Eftir stífar æfingar í lyftingasalnum heldur Magnús og hittir fjölskyldu sína sem er að fara út í daginn. „Hann er rosalega duglegur á morgnanna og mér blöskrar hreinlega stundum,“ segir Anna Margrét Magnúsdóttir eiginkona Magnúsar. Hjónin kynntust með því að vera pennavinir í gegnum Æskuna. Þau eiga nú fjóra drengi með fimm ára millibili og fallegt heimili. En að loknum morgunverði heldur Magnús út í göngutúr með góðum hópi. Pungaæfingarnar mesta kikkið „Þetta er yndislegur hópur og að hittast á hverjum morgni með þessum mönnum og taka klukkutíma göngutúr gerir lífið þúsund sinnum betra. Þeir eru svo hressir en elstu mennirnir eru 86 ára. Ég er langyngstur en svo gömul sál að ég verð að vera með gömlum körlum. Að gera með þeim pungaæfinguna, vá það er kikkið,“ segir Magnús. Magnús Hlynur er með aðstöðu heima hjá sér, þar sem hann getur unnið sínar vinsælu fréttir. En hvernig verður frétt til? „Fólk er duglegt að láta mig vita og þá kemst ég á snærið og hef samband við viðkomandi. Svo er ég farinn að fylgjast rosalega vel með og búinn að koma mér upp contact-aðilum út um allt. Ég reyni að hafa allar mínar fréttir jákvæðar og það eru aðrir í þeim neikvæðum. Ég er bara sveitó, kem til dyranna eins og ég ger klæddur og er bara stoltur af því.“ Lífið hefur ekki verið áfallalaust fyrir Magnús Hlyn. „Það hafa verið áföll. Ég missti móður mína þegar hún var 37 ára gömul úr krabbameini. Ég hef verið 15-16 ára þegar hún deyr og það hafði heilmikil áhrif. Pabbi tók við heimilinu og við gengum í bleikum nærbuxum í nokkrar vikur þar sem pabbi kunni ekki að stilla þvottavélina. Svo missti ég bróður minn þegar hann var tíu ára gamall en hann dó af slysförum þegar við áttum heima í Vogunum, en ég á góðar minningar um þau.“ Svo hafi hann sjálfur verið hætt kominn fyrir fimm árum. „Ég fór í hjartaaðgerð fyrir fimm árum og greindist algjörlega óvænt með ósæðagúlp. Þetta fannst og ég fór í aðgerð og var á gjörgæslunni í viku og svo á hjartadeildinni í sex vikur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Árborg Fjölmiðlar Ísland í dag Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu Sjá meira
Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður myndi vilja leiða í lög að Íslendingar færu í sund á morgnana. Hann kynntist konunni sinni þegar þau urðu pennavinir í gegnum Æskuna fyrir margt löngu. Kappnin hefur misst tíu kíló síðan í haust og stefnir á tveggja stafa tölu á þessu ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti Magnús Hlyn í sundlauginni á Selfossi klukkan hálf sjö að morgni á dögunum og fór með honum í gegnum heilan dag fyrir Ísland í dag á Stöð 2. „Mér finnst að Alþingi ætti að setja það í lög að allir Íslendingar myndu byrja daginn í sundi því maður verður í svo góðu skapi eftir svona sundferð,“ segir Magnús en að loknu sundinu taka svo við hrókasamræður í pottinum. Þar voru félagar hans ánægðir með Magnús og töluðu um að hann væri eini fréttamaðurinn á landinu sem segir aðeins jákvæðar fréttir. Að loknu sundinu tekur svo við annars konar líkamsrækt. „Ég varð fimmtugur í haust og lífið kannski meira en hálfnað. Ég var orðinn alltof þungur og ekki ánægður með sjálfan mig og ákvað að gera eitthvað í málunum,“ segir Magnús sem hefur misst tíu kíló frá því í haust og ætlar sér niður í tveggja stafa tölu fyrir sumarið. Magnús tekur klukkustunda göngu með hópi aldraðra manna á hverjum morgni og er hann langyngstur. Eftir stífar æfingar í lyftingasalnum heldur Magnús og hittir fjölskyldu sína sem er að fara út í daginn. „Hann er rosalega duglegur á morgnanna og mér blöskrar hreinlega stundum,“ segir Anna Margrét Magnúsdóttir eiginkona Magnúsar. Hjónin kynntust með því að vera pennavinir í gegnum Æskuna. Þau eiga nú fjóra drengi með fimm ára millibili og fallegt heimili. En að loknum morgunverði heldur Magnús út í göngutúr með góðum hópi. Pungaæfingarnar mesta kikkið „Þetta er yndislegur hópur og að hittast á hverjum morgni með þessum mönnum og taka klukkutíma göngutúr gerir lífið þúsund sinnum betra. Þeir eru svo hressir en elstu mennirnir eru 86 ára. Ég er langyngstur en svo gömul sál að ég verð að vera með gömlum körlum. Að gera með þeim pungaæfinguna, vá það er kikkið,“ segir Magnús. Magnús Hlynur er með aðstöðu heima hjá sér, þar sem hann getur unnið sínar vinsælu fréttir. En hvernig verður frétt til? „Fólk er duglegt að láta mig vita og þá kemst ég á snærið og hef samband við viðkomandi. Svo er ég farinn að fylgjast rosalega vel með og búinn að koma mér upp contact-aðilum út um allt. Ég reyni að hafa allar mínar fréttir jákvæðar og það eru aðrir í þeim neikvæðum. Ég er bara sveitó, kem til dyranna eins og ég ger klæddur og er bara stoltur af því.“ Lífið hefur ekki verið áfallalaust fyrir Magnús Hlyn. „Það hafa verið áföll. Ég missti móður mína þegar hún var 37 ára gömul úr krabbameini. Ég hef verið 15-16 ára þegar hún deyr og það hafði heilmikil áhrif. Pabbi tók við heimilinu og við gengum í bleikum nærbuxum í nokkrar vikur þar sem pabbi kunni ekki að stilla þvottavélina. Svo missti ég bróður minn þegar hann var tíu ára gamall en hann dó af slysförum þegar við áttum heima í Vogunum, en ég á góðar minningar um þau.“ Svo hafi hann sjálfur verið hætt kominn fyrir fimm árum. „Ég fór í hjartaaðgerð fyrir fimm árum og greindist algjörlega óvænt með ósæðagúlp. Þetta fannst og ég fór í aðgerð og var á gjörgæslunni í viku og svo á hjartadeildinni í sex vikur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Árborg Fjölmiðlar Ísland í dag Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu Sjá meira