Manndrápsmál verður tekið fyrir í Hæstarétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 07:45 Frá vettvangi brunans að Kirkjuvegi á Selfossi. Vísir/EGill Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Vigfúsar Ólafssonar, sem dæmdur var í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti fyrir manndráp með því að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í Landsrétti í desember 2019. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús leitaði leyfis til að áfrýja dómi Landsréttar skömmu eftir að dómurinn féll í desember. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að lögmaður hans hafi m.a. borið því fyrir sig að skera þyrfti úr um mörk ásetnings og gáleysis í málinu, auk þess sem niðurstaða Landsréttar um ásetning Vigfúsar til manndráps hafi verið á skjön við réttarframkvæmd og skrif fræðimanna. Dómur Landsréttar sé jafnframt bersýnilega rangur að efni til.Vigfús við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/MHHHæstiréttur féllst á umsókn Vigfúss á þeim grundvelli að úrlausn um mörk ásetnings og gáleysis í máli af þeim toga sem hér um ræðir myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess sem mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um ákvörðun refsingar. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp. Eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. 18. júlí 2019 12:22 Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. 9. júlí 2019 15:53 Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Vigfúsi Ólafssyni úr fimm árum í fjórtán. 13. desember 2019 15:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Vigfúsar Ólafssonar, sem dæmdur var í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti fyrir manndráp með því að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í Landsrétti í desember 2019. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús leitaði leyfis til að áfrýja dómi Landsréttar skömmu eftir að dómurinn féll í desember. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að lögmaður hans hafi m.a. borið því fyrir sig að skera þyrfti úr um mörk ásetnings og gáleysis í málinu, auk þess sem niðurstaða Landsréttar um ásetning Vigfúsar til manndráps hafi verið á skjön við réttarframkvæmd og skrif fræðimanna. Dómur Landsréttar sé jafnframt bersýnilega rangur að efni til.Vigfús við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/MHHHæstiréttur féllst á umsókn Vigfúss á þeim grundvelli að úrlausn um mörk ásetnings og gáleysis í máli af þeim toga sem hér um ræðir myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess sem mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um ákvörðun refsingar. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp. Eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. 18. júlí 2019 12:22 Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. 9. júlí 2019 15:53 Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Vigfúsi Ólafssyni úr fimm árum í fjórtán. 13. desember 2019 15:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. 18. júlí 2019 12:22
Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. 9. júlí 2019 15:53
Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Vigfúsi Ólafssyni úr fimm árum í fjórtán. 13. desember 2019 15:00
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent