Sautján stiga hiti mældist á Seyðisfirði í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 07:07 Frá Seyðisfirði. Vísir/Jói K. Liðna nótt hvessti úr suðri og víða er hvassviðri eða stormur um vestan- og norðanvert landið. Gular stormviðvaranir eru í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra fram eftir degi. Gular asahlákuviðvaranir eru jafnframt í gildi um allt land vegna mikilla leysinga fram að hádegi. Hlýju lofti úr suðri fylgir rigning eða súld en þó verður þurrt norðan- og austanlands. Búast má við að á þeim slóðum slái hnjúkaþey sums staðar niður. Hæsti hiti sem mældist síðustu nótt voru tæp sautján stig á Seyðisfirði. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands var hitinn nákvæmlega 16,5 stig og mældist um klukkan fjögur í nótt. Ekki skipti máli við þessar aðstæður hvort um nótt eða dag sé að ræða – sólin stuðli þar lítið að hita. Ekki erum met að ræða en hæsti hiti sem hefur mælst í febrúar er 19,1 stig á Eyjabökkum 12. þess mánaðar árið 2017. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að ekki sé útilokað að það met verði slegið síðar í dag. Eftir hádegi fer svo að draga úr vindi og úrkomu og byrjar að kólna. Ásþungi takmarkaður við tíu tonn Skólaakstur fellur niður á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið vegna veðurs. Í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar segir að nemendur og starfsfólk skuli mæta á þá starfsstöð sem næst er þeirra heimili. Ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan tíu. Í tilkynningu segir að kennsla sé að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það sé hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann. Þá varar Vegagerðin vegfarendur við miklum holumyndunum á vegum vegna mikilla leysinga og hlýnandi veðurs. Gott sé að hafa það í huga þegar ekið er af stað. Þá verður ásþungi takmarkaður við tíu tonn á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, nema á hringvegi milli Reykjavíkur og Selfoss, vegna hættu á slitlagsskemmdum. Takmörkun þessi tekur gildi klukkan tíu í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi suðaustanátt og rigning, 10-18 m/s síðdegis, en hægari vindur og þurrt norðanlands. Hiti 4 til 10 stig. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt, víða 10-15 m/s og snjókomu, en rigingu á láglendi um kvöldið. Hægari vindur og þurrt um norðanvert landið. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og slydda á köflum, en þurrt norðan- og austanlands, og norðaustan 8-15 með snjókomu á Vestfjörðum. Hiti nálægt frostmarki en frost 3 til 8 stig um landið norðanvert. Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt og snjókoma með köflum, en þurrt sunnan- og vestanlands. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Austlæg átt og víða dálítil snjókoma. Áfram kalt í veðri. Seyðisfjörður Veður Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Liðna nótt hvessti úr suðri og víða er hvassviðri eða stormur um vestan- og norðanvert landið. Gular stormviðvaranir eru í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra fram eftir degi. Gular asahlákuviðvaranir eru jafnframt í gildi um allt land vegna mikilla leysinga fram að hádegi. Hlýju lofti úr suðri fylgir rigning eða súld en þó verður þurrt norðan- og austanlands. Búast má við að á þeim slóðum slái hnjúkaþey sums staðar niður. Hæsti hiti sem mældist síðustu nótt voru tæp sautján stig á Seyðisfirði. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands var hitinn nákvæmlega 16,5 stig og mældist um klukkan fjögur í nótt. Ekki skipti máli við þessar aðstæður hvort um nótt eða dag sé að ræða – sólin stuðli þar lítið að hita. Ekki erum met að ræða en hæsti hiti sem hefur mælst í febrúar er 19,1 stig á Eyjabökkum 12. þess mánaðar árið 2017. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að ekki sé útilokað að það met verði slegið síðar í dag. Eftir hádegi fer svo að draga úr vindi og úrkomu og byrjar að kólna. Ásþungi takmarkaður við tíu tonn Skólaakstur fellur niður á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið vegna veðurs. Í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar segir að nemendur og starfsfólk skuli mæta á þá starfsstöð sem næst er þeirra heimili. Ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan tíu. Í tilkynningu segir að kennsla sé að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það sé hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann. Þá varar Vegagerðin vegfarendur við miklum holumyndunum á vegum vegna mikilla leysinga og hlýnandi veðurs. Gott sé að hafa það í huga þegar ekið er af stað. Þá verður ásþungi takmarkaður við tíu tonn á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, nema á hringvegi milli Reykjavíkur og Selfoss, vegna hættu á slitlagsskemmdum. Takmörkun þessi tekur gildi klukkan tíu í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi suðaustanátt og rigning, 10-18 m/s síðdegis, en hægari vindur og þurrt norðanlands. Hiti 4 til 10 stig. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt, víða 10-15 m/s og snjókomu, en rigingu á láglendi um kvöldið. Hægari vindur og þurrt um norðanvert landið. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og slydda á köflum, en þurrt norðan- og austanlands, og norðaustan 8-15 með snjókomu á Vestfjörðum. Hiti nálægt frostmarki en frost 3 til 8 stig um landið norðanvert. Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt og snjókoma með köflum, en þurrt sunnan- og vestanlands. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Austlæg átt og víða dálítil snjókoma. Áfram kalt í veðri.
Seyðisfjörður Veður Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira