Mælir gegn því að fólk bursti tennurnar strax eftir neyslu orkudrykkja Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2020 18:15 Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, hvetur fólk til vatnsdrykkju. Aðsend - Getty/Jack Taylor Formaður Tannlæknafélags Íslands mælir eindregið gegn því að fólk bursti tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir segir að fagfólki í tannlækningum svíði mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er en neysla slíkra drykkja hefur aukist mikið hér á landi á síðustu árum. Hún segir að sykurlausir orkudrykkir séu alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. „Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig.“ Þetta kemur fram í grein hennar sem birtist á Vísi fyrr í dag í tilefni af árlegri tannverndarviku. Neyslumynstur hafi mikið að segja Jóhanna bendir á að rannsóknir sýni að neyslumynstur drykkjanna hafi mikið að segja um það hversu mikil glerungseyðing verður á tönnum þeirra sem neyta þeirra. „Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat.“ Hún segir að einnig sé hægt að notast við sogrör til þess að beina sýrunni frekar fram hjá tönnunum. Tannlæknar gagnrýna markaðssetningu drykkjanna Jóhanna gagnrýnir að umræddir drykkir séu yfirleitt markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem sé umhugað um heilsuna. Auglýsingar séu tíðar og afreksíþróttafólk gjarnan fengið til að auglýsa þá. Tannlæknar hafi miklar áhyggjur af þessari þróun. „Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga.“ Hún segir því mikilvægt að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum í þeim efnum. Mælt gegn því að bursta tennur strax eftir neyslu Jóhanna bendir fólki á að það eigi alls ekki að bursta tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Þá sé glerungur tannanna sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. „Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka fæðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf.“ Að lokum minnir Jóhanna á að „besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið.“ Heilbrigðismál Heilsa Orkudrykkir Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu fjórum árum. 3. október 2019 22:07 „Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30 Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. 5. febrúar 2020 09:30 Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir 10. júlí 2019 19:30 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Formaður Tannlæknafélags Íslands mælir eindregið gegn því að fólk bursti tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir segir að fagfólki í tannlækningum svíði mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er en neysla slíkra drykkja hefur aukist mikið hér á landi á síðustu árum. Hún segir að sykurlausir orkudrykkir séu alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. „Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig.“ Þetta kemur fram í grein hennar sem birtist á Vísi fyrr í dag í tilefni af árlegri tannverndarviku. Neyslumynstur hafi mikið að segja Jóhanna bendir á að rannsóknir sýni að neyslumynstur drykkjanna hafi mikið að segja um það hversu mikil glerungseyðing verður á tönnum þeirra sem neyta þeirra. „Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat.“ Hún segir að einnig sé hægt að notast við sogrör til þess að beina sýrunni frekar fram hjá tönnunum. Tannlæknar gagnrýna markaðssetningu drykkjanna Jóhanna gagnrýnir að umræddir drykkir séu yfirleitt markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem sé umhugað um heilsuna. Auglýsingar séu tíðar og afreksíþróttafólk gjarnan fengið til að auglýsa þá. Tannlæknar hafi miklar áhyggjur af þessari þróun. „Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga.“ Hún segir því mikilvægt að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum í þeim efnum. Mælt gegn því að bursta tennur strax eftir neyslu Jóhanna bendir fólki á að það eigi alls ekki að bursta tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Þá sé glerungur tannanna sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. „Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka fæðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf.“ Að lokum minnir Jóhanna á að „besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið.“
Heilbrigðismál Heilsa Orkudrykkir Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu fjórum árum. 3. október 2019 22:07 „Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30 Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. 5. febrúar 2020 09:30 Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir 10. júlí 2019 19:30 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu fjórum árum. 3. október 2019 22:07
„Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30
Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. 5. febrúar 2020 09:30
Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir 10. júlí 2019 19:30