Alþjóða íþróttadómstóllinn taldi sig ekki hafa vald til að hjálpa konunum að ná fram jafnrétti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 16:30 Andreea Arsine frá Rúmeníu í keppni í 20 km göngu á ÓL í Ríó 2016. Getty/ Julian Finney Nokkrar af bestu göngukonum heims vildu fá jafnrétti í keppnisgreinum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en verður ekki ágengt í baráttunni sinni. Alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu þeirra. Hópur af bestu göngukonum heims hefur barist fyrir því að þær fái að keppa í 50 km göngu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar alveg eins og karlarnir. Íþróttakonurnar eru sjö talsins og í þeim hóp er portúgalski heimsmeistarinn frá 2017, Ines Henriques. Hópurinn áfrýjaði ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar og World Athletics til Alþjóða íþróttadómstólsins en þeirri áfrýjun hefur nú verið vísað frá. Ástæðan var sú að Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, taldi það ekki vera á sínu valdi að ákveða keppnisgreinar á Ólympíuleikum. In 2020 gender equality is still not there at @Olympics. Women’s 50km walk not included in the program while it has been in @WorldAthletics WC since 2017. IOC rejects fault on IAAF. Women were allowed to compete in marathon 88 years after men at the Olympics, pole vault 104 years https://t.co/d2jc9LiZpk— PJ Vazel (@pjvazel) February 4, 2020 World Athletics stýrir frjálsíþróttakeppninni á Ólympíuleikunum og hafði bætt 50 kílómetra göngu kvenna inn á síðustu tvö heimsmeistaramót, 2017 og 2019. Það hefur aftur á móti aldrei verið keppt í 50 km göngu kvenna á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin hefur engan áhuga á að breyta því. Karlarnir hafa hins vegar keppt í 50 km göngu síðan á Ólympíuleikunum 1932, fyrir utan leikana í Montreal 1976. Karlarnir hafa einnig keppt í 20 km göngu frá því á leikunum í Helsinki 1952. Konurnar hafa keppt í 20 kílómetra göngu frá leikunum í Sydney árið 2000 en þær hafa ekki fengið að keppa í löngu göngunni. Göngukonurnar vildu fá að keppa í jafnmörgum greinum og karlarnir á leikunum í sumar en því verður ekki breytt. Göngukarlarnir geta unnið tvö gull á ÓL 2020 en konurnar aðeins eitt. Jafnréttismál Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Nokkrar af bestu göngukonum heims vildu fá jafnrétti í keppnisgreinum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en verður ekki ágengt í baráttunni sinni. Alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu þeirra. Hópur af bestu göngukonum heims hefur barist fyrir því að þær fái að keppa í 50 km göngu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar alveg eins og karlarnir. Íþróttakonurnar eru sjö talsins og í þeim hóp er portúgalski heimsmeistarinn frá 2017, Ines Henriques. Hópurinn áfrýjaði ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar og World Athletics til Alþjóða íþróttadómstólsins en þeirri áfrýjun hefur nú verið vísað frá. Ástæðan var sú að Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, taldi það ekki vera á sínu valdi að ákveða keppnisgreinar á Ólympíuleikum. In 2020 gender equality is still not there at @Olympics. Women’s 50km walk not included in the program while it has been in @WorldAthletics WC since 2017. IOC rejects fault on IAAF. Women were allowed to compete in marathon 88 years after men at the Olympics, pole vault 104 years https://t.co/d2jc9LiZpk— PJ Vazel (@pjvazel) February 4, 2020 World Athletics stýrir frjálsíþróttakeppninni á Ólympíuleikunum og hafði bætt 50 kílómetra göngu kvenna inn á síðustu tvö heimsmeistaramót, 2017 og 2019. Það hefur aftur á móti aldrei verið keppt í 50 km göngu kvenna á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin hefur engan áhuga á að breyta því. Karlarnir hafa hins vegar keppt í 50 km göngu síðan á Ólympíuleikunum 1932, fyrir utan leikana í Montreal 1976. Karlarnir hafa einnig keppt í 20 km göngu frá því á leikunum í Helsinki 1952. Konurnar hafa keppt í 20 kílómetra göngu frá leikunum í Sydney árið 2000 en þær hafa ekki fengið að keppa í löngu göngunni. Göngukonurnar vildu fá að keppa í jafnmörgum greinum og karlarnir á leikunum í sumar en því verður ekki breytt. Göngukarlarnir geta unnið tvö gull á ÓL 2020 en konurnar aðeins eitt.
Jafnréttismál Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira