Mjög mikilvægar upplýsingar Kristín Hulda Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2020 08:00 Arejun flos mun e rogi fyrcod wuklom iln qwes ledg. Jidenox ru gopler vallume duza nu yoffa. Sorsin kepplier, ekcle ale puffalop orat u lopnov miz. Glom wef i pudc ev wuklom enlőd adalomb hívjug xu dalmi fliondeso oppilum. Narhale guc voyflen jonseybb urg spudisuos letünk. Ímyndaðu þér að þú búir í nýju landi. Ímyndaðu þér að íbúar landsins elski að tala um veðrið, borða lakkrís, drekka orkudrykki, og að einu sinni á ári breytist allir í tryllta Eurovision aðdáendur. Ímyndaðu þér að tungumálið í landinu sé gjörólíkt þínu eigin móðurmáli, eða nokkru öðru tungumáli sem þú hefur heyrt. Ímyndaðu þér að landið sé lýðræðisríki sem skorar afar hátt á öllum listum yfir jafnréttismál. Ímyndaðu þér að í landinu búi fjölmargir innflytjendur, líkt og þú, og að langt sé síðan að innflytjendur urðu stór hluti af þjóðinni. Ímyndaðu þér svo að eitthvað komi upp á hjá þér. Þú veikist, slasast, veikist á geði eða þarft af einhverjum ástæðum að leita þér þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Myndir þú halda að í ríki sem þessu, sem leggur svona mikla áherslu á jafnrétti, væri auðvelt að nálgast upplýsingar um hvert á að leita? Þrátt fyrir mikinn fjölda innflytjenda á Íslandi virðumst við sem þjóð ekki hafa náð góðum tökum á því að taka á móti þeim hópi fólks og hjálpa þeim að aðlagast nýju samfélagi. Dæmi um það er verulegur skortur á því að upplýsingar á netinu og annars staðar séu þýddar í samræmi við algengustu móðurmál íbúa landsins. Þetta getur valdið miklum vandræðum og er alvarlegt vandamál þegar um er að ræða mikilvægar upplýsingar sem allir ættu að hafa greitt aðgengi að, óháð því hvort fólk talar íslensku eða ekki. Vandamálin sem innflytjendur mæta eru fjölmörg og stór hluti þeirra eru vandamál sem fæstum myndu detta í hug þegar rætt er um erfiðleika þess að vera innflytjandi. Með því að vera meðvitaðri um vandamál af þessu tagi erum við í betri stöðu til að bregðast við og jafnvel hjálpa til við að leysa þau. Þannig myndi aukin meðvitund um mikilvægi þess að upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál og aðgerðir í samræmi við það auðvelda líf margra svo um munar. Á næstu mánuðum verður vefur Hugrúnar geðfræðslufélags, gedfraedsla.is, endurútgefinn og mögulegt verður að nálgast allt fræðsluefni síðunnar á fleiri tungumálum en íslensku. Markmið félagsins er að auka samfélagslega vitund um geðheilsu og til að sinna því markmiði þurfa upplýsingar frá félaginu að vera aðgengilegar sem flestum samfélagsþegnum. Mörg félög og stofnanir á Íslandi gætu tekið mun fleiri skref til að tryggja að sem flestir í samfélaginu geti nýtt sér þjónustu þeirra, og til þess að það gerist þarf að vera til staðar meiri meðvitund um þau vandamál sem innflytjendur og aðrir minnihlutahópar mæta. Við hvetjum nemendur Háskóla Íslands og alla aðra til að vera meðvitaðir um vandamál minnihlutahópa og spyrja sig hvað hægt er að gera til að draga úr þeim með einhverjum hætti, sama hver þið eruð, hvað þið eruð að gera eða á hvaða sviði það er. Aukin meðvitund er fyrsta skrefið í átt að lausn vandamála og bættu samfélagi. Höfundur er formaður geðfræðslufélagsins Hugrúnar og skrifar fyrir hönd félagsins. Greinin er birt í tilefni af Jafnréttisdögum Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Arejun flos mun e rogi fyrcod wuklom iln qwes ledg. Jidenox ru gopler vallume duza nu yoffa. Sorsin kepplier, ekcle ale puffalop orat u lopnov miz. Glom wef i pudc ev wuklom enlőd adalomb hívjug xu dalmi fliondeso oppilum. Narhale guc voyflen jonseybb urg spudisuos letünk. Ímyndaðu þér að þú búir í nýju landi. Ímyndaðu þér að íbúar landsins elski að tala um veðrið, borða lakkrís, drekka orkudrykki, og að einu sinni á ári breytist allir í tryllta Eurovision aðdáendur. Ímyndaðu þér að tungumálið í landinu sé gjörólíkt þínu eigin móðurmáli, eða nokkru öðru tungumáli sem þú hefur heyrt. Ímyndaðu þér að landið sé lýðræðisríki sem skorar afar hátt á öllum listum yfir jafnréttismál. Ímyndaðu þér að í landinu búi fjölmargir innflytjendur, líkt og þú, og að langt sé síðan að innflytjendur urðu stór hluti af þjóðinni. Ímyndaðu þér svo að eitthvað komi upp á hjá þér. Þú veikist, slasast, veikist á geði eða þarft af einhverjum ástæðum að leita þér þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Myndir þú halda að í ríki sem þessu, sem leggur svona mikla áherslu á jafnrétti, væri auðvelt að nálgast upplýsingar um hvert á að leita? Þrátt fyrir mikinn fjölda innflytjenda á Íslandi virðumst við sem þjóð ekki hafa náð góðum tökum á því að taka á móti þeim hópi fólks og hjálpa þeim að aðlagast nýju samfélagi. Dæmi um það er verulegur skortur á því að upplýsingar á netinu og annars staðar séu þýddar í samræmi við algengustu móðurmál íbúa landsins. Þetta getur valdið miklum vandræðum og er alvarlegt vandamál þegar um er að ræða mikilvægar upplýsingar sem allir ættu að hafa greitt aðgengi að, óháð því hvort fólk talar íslensku eða ekki. Vandamálin sem innflytjendur mæta eru fjölmörg og stór hluti þeirra eru vandamál sem fæstum myndu detta í hug þegar rætt er um erfiðleika þess að vera innflytjandi. Með því að vera meðvitaðri um vandamál af þessu tagi erum við í betri stöðu til að bregðast við og jafnvel hjálpa til við að leysa þau. Þannig myndi aukin meðvitund um mikilvægi þess að upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál og aðgerðir í samræmi við það auðvelda líf margra svo um munar. Á næstu mánuðum verður vefur Hugrúnar geðfræðslufélags, gedfraedsla.is, endurútgefinn og mögulegt verður að nálgast allt fræðsluefni síðunnar á fleiri tungumálum en íslensku. Markmið félagsins er að auka samfélagslega vitund um geðheilsu og til að sinna því markmiði þurfa upplýsingar frá félaginu að vera aðgengilegar sem flestum samfélagsþegnum. Mörg félög og stofnanir á Íslandi gætu tekið mun fleiri skref til að tryggja að sem flestir í samfélaginu geti nýtt sér þjónustu þeirra, og til þess að það gerist þarf að vera til staðar meiri meðvitund um þau vandamál sem innflytjendur og aðrir minnihlutahópar mæta. Við hvetjum nemendur Háskóla Íslands og alla aðra til að vera meðvitaðir um vandamál minnihlutahópa og spyrja sig hvað hægt er að gera til að draga úr þeim með einhverjum hætti, sama hver þið eruð, hvað þið eruð að gera eða á hvaða sviði það er. Aukin meðvitund er fyrsta skrefið í átt að lausn vandamála og bættu samfélagi. Höfundur er formaður geðfræðslufélagsins Hugrúnar og skrifar fyrir hönd félagsins. Greinin er birt í tilefni af Jafnréttisdögum Háskóla Íslands.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun