„Janúar var mjög illviðrasamur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 17:53 Frá höfninni við Flateyri eftir að snjóflóð féll í bænum í janúar sem olli miklu eignatjóni. vísir/egill Veðurstofa Íslands hefur birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í janúar síðastliðnum. Þar kemur meðal annars fram að illviðrisdagar hafi verið óvenju margir eða með því hæsta sem verið hefur. Þá var meðalvindhraði einnig óvenju hár og í raun sá hæsti síðan í febrúar 2015: „Janúar var mjög illviðrasamur. Meðalvindhraði var óvenju hár og sá hæsti síðan í febrúar 2015. Illviðrisdagar voru óvenju margir, með því mesta sem hefur verið. Úrkoma var vel yfir meðallagi um mest allt land. Mjög snjóþungt var á Vestfjörðum og féllu tvö stór snjóflóð á Flateyri og það þriðja í Súgandafirði þ. 14. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum vegna óveðurs,“ segir í yfirlitinu á vef Veðurstofunnar. Að jafnaði var hlýjast á Austurlandi en kaldast á Vestfjörðum og inni á hálendi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 2,9 stig, en lægstur, -6,8 stig, í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur -4,1 stig í Svartárkoti. „Hæsti hiti mánaðarins mældist 15,3 stig á Dalatanga þ. 22. Mest frost í mánuðinum mældist -21,8 stig í Veiðivatnahrauni þ. 3. Mest frost í byggð mældist -20,5 í Víðidal þ. 3.,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá var úrkomusamt í janúar eins og flestir landsmenn muna eflaust eftir: „Úrkoma í Reykjavík mældist 124,0 mm sem er 64 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 77,9 mm sem er 41 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 131,4 mm sem er nærri tvöfalt meiri úrkoma en að meðallagi. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meira í Reykjavík voru 23, 10 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 20 daga mánaðarins , 9 fleiri en í meðalári.“ Það var síðan mikið fannfergi á Vestfjörðum í mánuðinum. Þann 14. janúar féllu stór snjóflóð á Flateyri og Suðureyri og ollu miklu eignatjóni. Þá varð öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þann 13. janúar þegar mikið hríðarveður gekk yfir Reykjanes.Nánar má lesa um tíðarfarið í janúar á vef Veðurstofu Íslands. Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í janúar síðastliðnum. Þar kemur meðal annars fram að illviðrisdagar hafi verið óvenju margir eða með því hæsta sem verið hefur. Þá var meðalvindhraði einnig óvenju hár og í raun sá hæsti síðan í febrúar 2015: „Janúar var mjög illviðrasamur. Meðalvindhraði var óvenju hár og sá hæsti síðan í febrúar 2015. Illviðrisdagar voru óvenju margir, með því mesta sem hefur verið. Úrkoma var vel yfir meðallagi um mest allt land. Mjög snjóþungt var á Vestfjörðum og féllu tvö stór snjóflóð á Flateyri og það þriðja í Súgandafirði þ. 14. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum vegna óveðurs,“ segir í yfirlitinu á vef Veðurstofunnar. Að jafnaði var hlýjast á Austurlandi en kaldast á Vestfjörðum og inni á hálendi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 2,9 stig, en lægstur, -6,8 stig, í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur -4,1 stig í Svartárkoti. „Hæsti hiti mánaðarins mældist 15,3 stig á Dalatanga þ. 22. Mest frost í mánuðinum mældist -21,8 stig í Veiðivatnahrauni þ. 3. Mest frost í byggð mældist -20,5 í Víðidal þ. 3.,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá var úrkomusamt í janúar eins og flestir landsmenn muna eflaust eftir: „Úrkoma í Reykjavík mældist 124,0 mm sem er 64 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 77,9 mm sem er 41 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 131,4 mm sem er nærri tvöfalt meiri úrkoma en að meðallagi. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meira í Reykjavík voru 23, 10 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 20 daga mánaðarins , 9 fleiri en í meðalári.“ Það var síðan mikið fannfergi á Vestfjörðum í mánuðinum. Þann 14. janúar féllu stór snjóflóð á Flateyri og Suðureyri og ollu miklu eignatjóni. Þá varð öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þann 13. janúar þegar mikið hríðarveður gekk yfir Reykjanes.Nánar má lesa um tíðarfarið í janúar á vef Veðurstofu Íslands.
Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira