Nýr leikmaður Bayern ökklabraut eina af stjörnum liðsins á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 20:45 Álvaro Odriozola kom til Bayern München í síðasta mánuði. Getty/Alex Grimm Alvaro Odriozola er nýkominn til þýska stórliðsins Bayern München en virðist hafa verið aðeins of kappsamur á æfingu liðsins í dag. Þýska blaðið Bild greindi frá því að Alvaro Odriozola hafi ökklabrotið Króatann Ivan Perisic á æfingu liðsins í dag. Ivan Perisic verður frá í að minnsta kosti einn mánuð vegna meiðslanna. Hansi Flick, sem tók tímabundið við liði Bayern München, staðfesti meiðsli leikmannsins á Twitter-síðu Bayern. ℹ️ Hansi #Flick: "Ivan's ankle has to be screwed together. It will take around four weeks for the injury to heal, then he'll begin recovery training."https://t.co/qnA5e8KgQW#ComeBackStronger— FC Bayern English (@FCBayernEN) February 4, 2020 Meiðslin voru að sjálfsögðu slys því Alvaro Odriozola ætlaði aldrei að meiða liðsfélaga sinn. „Við héldum fyrst að þetta væri ekki svo slæmt en svo kom brotið í ljós þegar ökklinn var skoðaður betur,“ sagði Hansi Flick. „Svona hlutir gerast í fótboltanum en auðvitað hefðum við viljað sjá þetta fara öðruvísi,“ sagði Flick. Bayern fékk Alvaro Odriozola á láni frá Real Madrid en hann hafði aðeins spilað fjóra deildarleiki með Real á leiktíðinni. January 22: Alvaro Odriozola joins Bayern Munich February 4: Odriozola fractures Ivan Perisic's ankle in training, reports Bildpic.twitter.com/94iVTBooy4— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 Alvaro Odriozola er 24 ára gamall hægri bakvörður sem kom til Real Madrid frá Real Sociedad árið 2018. Hann hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Spán og skoraði eitt mark. Ivan Perisic er 31 árs gamall og er með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í fimmtán leikjum með Bayern München í þýsku deildinni á þessu tímabili. Það eru líka góðar fréttir af leikmannamálum Bayern því Serge Gnabry hefur náð sér að fullu og það styttist í endurkomu Kingsley Coman. Bayern München er komið aftur í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir sex sigurleiki í röð en liðið var í 5. sæti fyrir sex umferðum síðan. Liðið mætir Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrri leikurinn er í London 25. febrúar. Þýski boltinn Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Alvaro Odriozola er nýkominn til þýska stórliðsins Bayern München en virðist hafa verið aðeins of kappsamur á æfingu liðsins í dag. Þýska blaðið Bild greindi frá því að Alvaro Odriozola hafi ökklabrotið Króatann Ivan Perisic á æfingu liðsins í dag. Ivan Perisic verður frá í að minnsta kosti einn mánuð vegna meiðslanna. Hansi Flick, sem tók tímabundið við liði Bayern München, staðfesti meiðsli leikmannsins á Twitter-síðu Bayern. ℹ️ Hansi #Flick: "Ivan's ankle has to be screwed together. It will take around four weeks for the injury to heal, then he'll begin recovery training."https://t.co/qnA5e8KgQW#ComeBackStronger— FC Bayern English (@FCBayernEN) February 4, 2020 Meiðslin voru að sjálfsögðu slys því Alvaro Odriozola ætlaði aldrei að meiða liðsfélaga sinn. „Við héldum fyrst að þetta væri ekki svo slæmt en svo kom brotið í ljós þegar ökklinn var skoðaður betur,“ sagði Hansi Flick. „Svona hlutir gerast í fótboltanum en auðvitað hefðum við viljað sjá þetta fara öðruvísi,“ sagði Flick. Bayern fékk Alvaro Odriozola á láni frá Real Madrid en hann hafði aðeins spilað fjóra deildarleiki með Real á leiktíðinni. January 22: Alvaro Odriozola joins Bayern Munich February 4: Odriozola fractures Ivan Perisic's ankle in training, reports Bildpic.twitter.com/94iVTBooy4— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 Alvaro Odriozola er 24 ára gamall hægri bakvörður sem kom til Real Madrid frá Real Sociedad árið 2018. Hann hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Spán og skoraði eitt mark. Ivan Perisic er 31 árs gamall og er með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í fimmtán leikjum með Bayern München í þýsku deildinni á þessu tímabili. Það eru líka góðar fréttir af leikmannamálum Bayern því Serge Gnabry hefur náð sér að fullu og það styttist í endurkomu Kingsley Coman. Bayern München er komið aftur í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir sex sigurleiki í röð en liðið var í 5. sæti fyrir sex umferðum síðan. Liðið mætir Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrri leikurinn er í London 25. febrúar.
Þýski boltinn Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira