Risu úr sætum og minntust Karls Berndsen Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 14:44 Borgarstjórnarfundur dagsins hófst á minningarstund. Reykjavíkurborg Borgarfulltrúar hófu fund sinni í dag á því að rísa úr sætum og minnast varaborgarfulltrúans Karls Berndsen. Hann féll frá þann 28. janúar síðastliðinn eftir glímu við alvarleg veikindi undanfarin ár. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, rak stuttlega feril Karls við upphaf borgarstjórnarfundar, sem hófst klukkan 14. Karl hafi lagt stund á hárgreiðslu- og förðunafræði, bæði á Íslandi og í Bretlandi, ásamt því að hafa orðið landsfrægur fyrir framkomu sína í sjónvarpi - eins og sjá má hér á sjónvarpsvef Vísis. Karl skipaði heiðurssæti á framboðslista Besta flokksins árið 2010 og annað sæti á lista Flokks fólksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, árið 2018. Hann er sagður hafa tekið virkan þátt í kosningabaráttu flokksins og var hans minnst sem málsvara þeirra sem minna mega sín. Karl náði kjöri sem fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins - „en tók því miður aldrei sæti í borgarstjórn vegna veikindinda sinna,“ sagði Pawel við upphaf borgarstjórnarfundar. Pawel sendi fjölskyldu og vinum Karls samúðarkveðjur um leið og hann þakkaði fyrir framlag hans. Borgarfulltrúar minntust Karls með hálfrar mínútu þögn og með því að rísa úr sætum. Þeir takast nú á um skýrslu innri endurskoðunar vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð SORPU bs. á Álfsnesi og má fylgjast með umræðunum hér að neðan. Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Karl Berndsen látinn Sjónvarpsstjarna og stílisti kveður. 29. janúar 2020 15:20 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Borgarfulltrúar hófu fund sinni í dag á því að rísa úr sætum og minnast varaborgarfulltrúans Karls Berndsen. Hann féll frá þann 28. janúar síðastliðinn eftir glímu við alvarleg veikindi undanfarin ár. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, rak stuttlega feril Karls við upphaf borgarstjórnarfundar, sem hófst klukkan 14. Karl hafi lagt stund á hárgreiðslu- og förðunafræði, bæði á Íslandi og í Bretlandi, ásamt því að hafa orðið landsfrægur fyrir framkomu sína í sjónvarpi - eins og sjá má hér á sjónvarpsvef Vísis. Karl skipaði heiðurssæti á framboðslista Besta flokksins árið 2010 og annað sæti á lista Flokks fólksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, árið 2018. Hann er sagður hafa tekið virkan þátt í kosningabaráttu flokksins og var hans minnst sem málsvara þeirra sem minna mega sín. Karl náði kjöri sem fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins - „en tók því miður aldrei sæti í borgarstjórn vegna veikindinda sinna,“ sagði Pawel við upphaf borgarstjórnarfundar. Pawel sendi fjölskyldu og vinum Karls samúðarkveðjur um leið og hann þakkaði fyrir framlag hans. Borgarfulltrúar minntust Karls með hálfrar mínútu þögn og með því að rísa úr sætum. Þeir takast nú á um skýrslu innri endurskoðunar vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð SORPU bs. á Álfsnesi og má fylgjast með umræðunum hér að neðan.
Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Karl Berndsen látinn Sjónvarpsstjarna og stílisti kveður. 29. janúar 2020 15:20 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira