Handbolti

Seinni bylgjan: „KA er að spila versta handboltann“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spekingarnir tveir í gær.
Spekingarnir tveir í gær. vísir/skjáskot

Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem Henry Birgir Gunnarsson, Guðlaugur Arnarson og Logi Geirsson fóru yfir síðustu umferð.

Lokaskotið var á sínum stað undir lok þáttarins en þar var fyrsta spurningin hvaða lið myndi taka áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni.

„Stjarnan,“ sagði Guðlaugur. „Ég sé ekkert í KA í dag sem gerir tilkall til þess og Fram ekki heldur. Fram mun týna eitt og eitt stig en Stjarnan líka.“

Logi Geirsson var sammála Guðlaugi en síðari spurningin var hvaða lið væri slakasta lið deildarinnar í dag.

„Miðað við holninguna og úrslitin eru eftir áramót þá er KA versta liðið,“ sagði Guðlaugur.

Aftur var Logi sammála og bætti við: „Þeir eru að spila versta handboltann.“

Allt innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Lokaskotið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×