Sögu landabruggs verða gerð skil í bruggsmiðju á Borgarfirði eystra Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2020 22:06 Auður Vala Gunnarsdóttir, eigandi Blábjarga á Borgarfirði eystri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún þykir óvenjuleg, jafnvel vafasöm, hugmyndin sem fólk á Borgarfirði eystri er að vinna með til að styrkja byggðina. Fjallað var um verkefnið í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að því að efla byggð á Borgarfirði eystri virðist hugamyndaflugi hjónanna sem keyptu gömlu Kaupfélagsbyggingarnar engin takmörk sett. Þau Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og Helgi Sigurðsson tannlæknir byrjuðu á því að breyta frystihúsinu, sem staðið hafði ónotað í tuttugu ár, í gistihúsið Blábjörg með matsölustað, bar og baðhúsi. Þegar Auður Vala er spurð hvort það sé einhver bíssniss í þessu svarar hún ákveðið: „Já“. Starfsemin hafi vaxið jafnt og þétt enda sé margt á Borgarfirði sem fólk sæki í. Gömlu Kaupfélagsbyggingarnar standa við gömlu bryggjuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. En svo kom næsta áskorun; að finna elsta húsinu, sjálfu Kaupfélaginu, nýtt hlutverk. Það var reist árið 1896 og á sér merkilega verslunarsögu. „Það er ekkert hús sem á sér eins langa samfellda verslunarsögu, eins og þetta Kaupfélag, á Íslandi,“ segir Auður Vala. Markmiðið er að koma húsinu í upprunalegt horf. En ekki bara til að halda verslunarsögunni á lofti. Verslunarhús Kaupfélagsins var byggt árið 1896.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef mikinn áhuga á landa og sögu landans hér á Austurlandi, sem hefur verið mjög sterk, og sérstaklega í þessu bæjarfélagi. Þannig að í framtíðinni..“ -Bíddu, landans? Landabruggs? „Já.“ -Ætlarðu að fara að brugga hérna ólöglega? „Já, ég ætla að gera það,“ svarar Auður án þessa að hika. „Þannig að við erum að vinna í því núna að setja upp sem sagt sögu landans og setja upp svona litla bruggsmiðju. Þannig að já, - ásamt ýmsu öðru,“ segir hún og hlær. „Ég veit ekki hvort ég má segja þetta einu sinni,“ bætir hún við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áfengi og tóbak Borgarfjörður eystri Um land allt Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Hún þykir óvenjuleg, jafnvel vafasöm, hugmyndin sem fólk á Borgarfirði eystri er að vinna með til að styrkja byggðina. Fjallað var um verkefnið í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að því að efla byggð á Borgarfirði eystri virðist hugamyndaflugi hjónanna sem keyptu gömlu Kaupfélagsbyggingarnar engin takmörk sett. Þau Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og Helgi Sigurðsson tannlæknir byrjuðu á því að breyta frystihúsinu, sem staðið hafði ónotað í tuttugu ár, í gistihúsið Blábjörg með matsölustað, bar og baðhúsi. Þegar Auður Vala er spurð hvort það sé einhver bíssniss í þessu svarar hún ákveðið: „Já“. Starfsemin hafi vaxið jafnt og þétt enda sé margt á Borgarfirði sem fólk sæki í. Gömlu Kaupfélagsbyggingarnar standa við gömlu bryggjuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. En svo kom næsta áskorun; að finna elsta húsinu, sjálfu Kaupfélaginu, nýtt hlutverk. Það var reist árið 1896 og á sér merkilega verslunarsögu. „Það er ekkert hús sem á sér eins langa samfellda verslunarsögu, eins og þetta Kaupfélag, á Íslandi,“ segir Auður Vala. Markmiðið er að koma húsinu í upprunalegt horf. En ekki bara til að halda verslunarsögunni á lofti. Verslunarhús Kaupfélagsins var byggt árið 1896.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef mikinn áhuga á landa og sögu landans hér á Austurlandi, sem hefur verið mjög sterk, og sérstaklega í þessu bæjarfélagi. Þannig að í framtíðinni..“ -Bíddu, landans? Landabruggs? „Já.“ -Ætlarðu að fara að brugga hérna ólöglega? „Já, ég ætla að gera það,“ svarar Auður án þessa að hika. „Þannig að við erum að vinna í því núna að setja upp sem sagt sögu landans og setja upp svona litla bruggsmiðju. Þannig að já, - ásamt ýmsu öðru,“ segir hún og hlær. „Ég veit ekki hvort ég má segja þetta einu sinni,“ bætir hún við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Áfengi og tóbak Borgarfjörður eystri Um land allt Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17
Þetta er Borgarfjörðurinn, segja þau sem búa eystra Þegar spurt er hvort þeim þyki ekki óþægilegt að þurfa að aðgreina sig með "eystra“ er svarið: "Þetta er Borgarfjörðurinn!“ 2. febrúar 2020 20:45