Flest banaslys á fjöllum á Esjunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2020 21:15 Frá björgunaraðgerðum við Móskarðshnjúka í síðustu viku. Vísir/Egill Efla þarf snjóflóðavöktun á Esjusvæðinu samhliða auknum útivistaráhuga borgarbúa að mati björgunarsveitarmanns sem segir borgarbúa ekki gera sér endilega grein fyrir því að í túnfæti borgarinnar sé eitt hættulegasta fjall landsins. 23 ára gamall maður lést þegar hann grófst undir snjóflóði við Móskarðhnjúka í síðustu viku. Fyrir þremur fórst maður sem varð fyrir snjóflóði neðan við Hátind í Grafardal, skammt frá Móskarðshnjúkum. Vegna útivistaráhuga hóf Veðurstofa Íslands að gefa út spá um snjóflóðahættu til fjalla á suðvesturhorni landsins. Verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir ljóst að festa þurfi það eftirlit í sessi. „Það þarf að tryggja að Veðurstofan fái fjármagn og þar af leiðandi mannafla til að gera það. Við sjáum það eins og degi sem þetta banaslys var í síðustu viku. Það voru tugir manna á Móskarðshnjúkum á fjallaskíðum. Það var gott veður og góðar aðstæður. Öllum langar okkur út í sólina og gera eitthvað skemmtilegt. Það þarf að tryggja Veðurstofunni þetta fjármagn,“ segir Jónas Guðmundsson og segir að það mætti jafnvel auka fjármagni og að sama skapi gera þetta mat á snjóflóðahættu sýnilegra. „Það er árið 2020 og við getum auðveldlega nýtt tæknina þannig að maður fái þetta í símann sinn daglega.“ Jónas segir að slíkt ætti að vera svipað í framkvæmd og að fá veðurviðvaranir í síma. „Erlendis sjáum við að fólk getur gerst áskrifendur að snjóflóðamati og spám og fengið upplýsingar á þann veg sem hentar þeim. Fjallaleiðsögumenn fá mjög ítarlegar upplýsingar en þeir sem þekkja minna til fá þetta á myndrænan og einfaldan hátt.“ 100 þúsund manns sækja þessa útivistarparadís á ári hverju og fjöldi slysa í samræmi við það. „Þróunin hefur verið sú að síðustu tíu til fimmtán árin hafa útköll í kringum Þverfellshorn, þangað sem fólk gengur til að fara upp að Steini, verið mjög algeng. Svo var farið í umbætur á stígnum og merkingum og útköllum í kringum Þverfellshorn fækkað. En á móti hefur útköll á öðrum svæðum Esjunnar fjölgað sem fylgir auknum útivistaráhuga.“ Árið 2013 lést kona í Esjunni eftir að hafa hrapað til bana. Árið 1979 fórust tveir piltar í snjóflóði vestan megin við Þverfellshorn. Jónas segir Esjuna eitt hættulegasta fjall landsins. „Það er þannig og auðvitað að hluti til vegna fjöldans sem fer á Esjuna. En þarna hafa verið flest banaslys á fjöllum, bæði snjóflóðum og ekki snjóflóðum, síðustu árin og áratugina. Það er kannski vegna þess að við förum héðan úr höfuðborginni upp á þetta fjall þar sem eru alvöru vetraraðstæður. Þarna þarf brodda, ísaxir og snjóflóðaýla. Þetta er bara alvöru fjall.“ Hann segir mikilvægt að fólk kynni sér aðstæður og sé við öllu búið. „Fólk þarf að hafa reynsluna til. Gönguleiðin upp að Þverfellshorni er tiltölulega örugg að sumarlagi og vetrarlagi. En fyrir utan þessar merktu gönguleiðir þarftu að kunna að vera á fjöllum að vetrarlagi þegar þú ert á Esjunni að vetrarlagi.“ Esjan er fjallgarður klofinn mörgum djúpum dölum, frá Blikdal yfir í Móskarðshnjúka en alls nær Esjan yfir 24 kílómetra svæði. Hábunga er hæsti tindur í Esjunnar í 914 metra hæð. Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Efla þarf snjóflóðavöktun á Esjusvæðinu samhliða auknum útivistaráhuga borgarbúa að mati björgunarsveitarmanns sem segir borgarbúa ekki gera sér endilega grein fyrir því að í túnfæti borgarinnar sé eitt hættulegasta fjall landsins. 23 ára gamall maður lést þegar hann grófst undir snjóflóði við Móskarðhnjúka í síðustu viku. Fyrir þremur fórst maður sem varð fyrir snjóflóði neðan við Hátind í Grafardal, skammt frá Móskarðshnjúkum. Vegna útivistaráhuga hóf Veðurstofa Íslands að gefa út spá um snjóflóðahættu til fjalla á suðvesturhorni landsins. Verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir ljóst að festa þurfi það eftirlit í sessi. „Það þarf að tryggja að Veðurstofan fái fjármagn og þar af leiðandi mannafla til að gera það. Við sjáum það eins og degi sem þetta banaslys var í síðustu viku. Það voru tugir manna á Móskarðshnjúkum á fjallaskíðum. Það var gott veður og góðar aðstæður. Öllum langar okkur út í sólina og gera eitthvað skemmtilegt. Það þarf að tryggja Veðurstofunni þetta fjármagn,“ segir Jónas Guðmundsson og segir að það mætti jafnvel auka fjármagni og að sama skapi gera þetta mat á snjóflóðahættu sýnilegra. „Það er árið 2020 og við getum auðveldlega nýtt tæknina þannig að maður fái þetta í símann sinn daglega.“ Jónas segir að slíkt ætti að vera svipað í framkvæmd og að fá veðurviðvaranir í síma. „Erlendis sjáum við að fólk getur gerst áskrifendur að snjóflóðamati og spám og fengið upplýsingar á þann veg sem hentar þeim. Fjallaleiðsögumenn fá mjög ítarlegar upplýsingar en þeir sem þekkja minna til fá þetta á myndrænan og einfaldan hátt.“ 100 þúsund manns sækja þessa útivistarparadís á ári hverju og fjöldi slysa í samræmi við það. „Þróunin hefur verið sú að síðustu tíu til fimmtán árin hafa útköll í kringum Þverfellshorn, þangað sem fólk gengur til að fara upp að Steini, verið mjög algeng. Svo var farið í umbætur á stígnum og merkingum og útköllum í kringum Þverfellshorn fækkað. En á móti hefur útköll á öðrum svæðum Esjunnar fjölgað sem fylgir auknum útivistaráhuga.“ Árið 2013 lést kona í Esjunni eftir að hafa hrapað til bana. Árið 1979 fórust tveir piltar í snjóflóði vestan megin við Þverfellshorn. Jónas segir Esjuna eitt hættulegasta fjall landsins. „Það er þannig og auðvitað að hluti til vegna fjöldans sem fer á Esjuna. En þarna hafa verið flest banaslys á fjöllum, bæði snjóflóðum og ekki snjóflóðum, síðustu árin og áratugina. Það er kannski vegna þess að við förum héðan úr höfuðborginni upp á þetta fjall þar sem eru alvöru vetraraðstæður. Þarna þarf brodda, ísaxir og snjóflóðaýla. Þetta er bara alvöru fjall.“ Hann segir mikilvægt að fólk kynni sér aðstæður og sé við öllu búið. „Fólk þarf að hafa reynsluna til. Gönguleiðin upp að Þverfellshorni er tiltölulega örugg að sumarlagi og vetrarlagi. En fyrir utan þessar merktu gönguleiðir þarftu að kunna að vera á fjöllum að vetrarlagi þegar þú ert á Esjunni að vetrarlagi.“ Esjan er fjallgarður klofinn mörgum djúpum dölum, frá Blikdal yfir í Móskarðshnjúka en alls nær Esjan yfir 24 kílómetra svæði. Hábunga er hæsti tindur í Esjunnar í 914 metra hæð.
Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira