Daniel Maldini, sonur Paolo Maldini, lék sinn fyrsta leik fyrir AC Milan er Hellas Verona og Mílanó-liðið gerðu 1-1 jafntefli í ítalska boltanum í gær.
Paolo Maldini var goðsögn hjá AC Milan sem og pabbi hans og afi Daniel, Cesare Maldini, en báðir voru þeir varnarmenn.
Daniel er þó allt öðruvísi leikmaður en forverar sínir því hann er sókndjarfur miðjumaður. Hann kom inn á í uppbótartímanum í gær.
Daniel Maldini debuts in Serie A with Milan 35 years after his father Paolo and 67 years after his grandfather Cesare! pic.twitter.com/6GYAEjIKJZ
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) February 2, 2020
Cesare Maldini vann fjóra ítalska titla sem leikmaður AC Milan og tvo sem stjóri en sonur hans, Paolo, lék 674 leiki og vann deildina sjö sinnum auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu.
Daniel er ekki eini sonur Maldini sem er að spila á Ítalíu. Christian Maldini lék einnig í unglingaliðum Milan en leikur nú í neðri deildum ítalska boltans.
1954 - Cesare Maldini
— SPORTbible (@sportbible) February 2, 2020
1984 - Paolo Maldini
2020 - Daniel Maldini
18-year-old Daniel Maldini made his AC Milan debut today, 36 years after his father Paolo and 66 years after his grandfather Cesare! https://t.co/Y6f6HXEBHk