Fótbolti

Á­fram heldur Luka­ku að skora og Inter í seilingar­fjar­lægð frá Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku fagnar marki en hann hefur verið funheitur á Ítalíu.
Lukaku fagnar marki en hann hefur verið funheitur á Ítalíu. vísir/epa

Inter er nú þremur stigum á eftir Juventus á toppi ítalska boltans eftir 2-0 sigur á Udinese í kvöld.

Christian Eriksen var í fyrsta sinn í byrjunarliði Inter en honum var skipt af velli á 60. mínútu. Þá var staðan markalaus.

Fyrsta markið skoraði Romelu Lukaku á 64. mínútu og hann bætti við öðru marki sjö mínútum síðar úr vítaspyrnu. Lokatölur 2-0.







Funheitur Lukaku kominn með 16 mörk í 22 leikjum í ítölsku deildinni þetta tímabilið.

Inter er með 51 stig í öðru sætinu en Udinese er í 15. sætinu með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×