Nýtt vandamál: Hann hreyfist! Sigríður Á. Andersen skrifar 2. febrúar 2020 16:45 Hví segja vinstri menn það ekki bara hreint út að þeir vilji banna bíla? Eftir margra mánaða tafir vegna skorts á kynningu fyrir íbúum í upphafi veittu borgaryfirvöld Vegagerðinni loks framkvæmdaleyfi nýverið til að bæta gatnamót Bústaðarvegar og Kringlumýrarbrautar. Um er að ræða gerð nýrrar fráreinar og breikkun rampa á Kringlumýrarbraut ásamt breytingu á akstursleið inn á rampann frá Bústaðavegi og uppsetningu nýrra umferðarljósa. Allt er þetta hefðbundið viðhald og bætur á gatnakerfi okkar Reykvíkinga sem eykur öryggi og dregur úr töfum og þar með mengun. En leyfið var ekki veitt án ramakveins. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði fagna vissulega betri hljóðvist sem þessar framkvæmdir hafa í för með sér en bóka jafnframt: „Hins vegar er ljóst á tímum loftslagsbreytinga að ekki er í boði að halda áfram að setja meira fjármagna í framkvæmdir sem skapa aukið rými fyrir bílaumferð þar sem þær framkvæmdir munu bæði skapa aukna bílaumferð og auka losun á CO2 frá samgöngum. Innan fáeinna ára verða umferðartafirnar á Bústaðavegi orðnar jafn langar og þær voru fyrir framkvæmdina og því er ekki um langtímalausn að ræða.“ Þetta viðhorf minnir svolítið á innkaupastjóra í verslun sem telur það ekki ómaksins vert að panta inn vinsælar vörur því þær hverfi svo skjótt úr hillunum. En þetta er ekki tilfallandi viðhorf meðal vinstri manna. Í þingræðu í haust sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar: „Mig langar að nefna hér orkuskipti í samgöngum af því að fólk talaði dálítið um þau. Þau eru gríðarlega mikilvæg og ótrúlega stór hluti af þessu en samt mun hinn vondi eiginleiki einkabílsins verða eftir, sem er ekki orkugjafinn heldur hreyfanleiki bílsins.“ Það er reyndar ekki rétt hjá Loga að samgöngur séu með „ótrúlega stóran“ hluta af losun gróðurhúsalofttegunda. Það er hvorki tilfellið hér á landi né annars staðar. Hér eru samgöngur á landi (bílar, rútur, strætisvagnar) með um 6% heildarlosunar CO2. Hið rétta er því að miðað við umræðuna eru bílar með ótrúlegan lítinn hluta í losuninni. Það er hins vegar sjálfsagt að gera þær kröfur að það dragi úr neikvæðum fylgifiskum bíla eins og loftmengun. Það hefur líka verið að gerast jafnt og þétt undanfarna áratugi með betri vélum, hreinna eldsneyti og nýjum orkugjöfum. En nú lýsir formaður Samfylkingarinnar yfir áhyggjum af „hreyfanleika bílsins.“ Það að bíllinn hreyfist telur hann vondan eiginleika. Jafnvel verri en útblásturinn. Það er auðvitað ekki við góðu að búast í umferðinni þegar formaður stjórnmálaflokksins sem stýrir samgöngumálum í Reykjavík telur það „vondan eiginleika“ að bíll hreyfist.Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sigríður Á. Andersen Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hví segja vinstri menn það ekki bara hreint út að þeir vilji banna bíla? Eftir margra mánaða tafir vegna skorts á kynningu fyrir íbúum í upphafi veittu borgaryfirvöld Vegagerðinni loks framkvæmdaleyfi nýverið til að bæta gatnamót Bústaðarvegar og Kringlumýrarbrautar. Um er að ræða gerð nýrrar fráreinar og breikkun rampa á Kringlumýrarbraut ásamt breytingu á akstursleið inn á rampann frá Bústaðavegi og uppsetningu nýrra umferðarljósa. Allt er þetta hefðbundið viðhald og bætur á gatnakerfi okkar Reykvíkinga sem eykur öryggi og dregur úr töfum og þar með mengun. En leyfið var ekki veitt án ramakveins. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði fagna vissulega betri hljóðvist sem þessar framkvæmdir hafa í för með sér en bóka jafnframt: „Hins vegar er ljóst á tímum loftslagsbreytinga að ekki er í boði að halda áfram að setja meira fjármagna í framkvæmdir sem skapa aukið rými fyrir bílaumferð þar sem þær framkvæmdir munu bæði skapa aukna bílaumferð og auka losun á CO2 frá samgöngum. Innan fáeinna ára verða umferðartafirnar á Bústaðavegi orðnar jafn langar og þær voru fyrir framkvæmdina og því er ekki um langtímalausn að ræða.“ Þetta viðhorf minnir svolítið á innkaupastjóra í verslun sem telur það ekki ómaksins vert að panta inn vinsælar vörur því þær hverfi svo skjótt úr hillunum. En þetta er ekki tilfallandi viðhorf meðal vinstri manna. Í þingræðu í haust sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar: „Mig langar að nefna hér orkuskipti í samgöngum af því að fólk talaði dálítið um þau. Þau eru gríðarlega mikilvæg og ótrúlega stór hluti af þessu en samt mun hinn vondi eiginleiki einkabílsins verða eftir, sem er ekki orkugjafinn heldur hreyfanleiki bílsins.“ Það er reyndar ekki rétt hjá Loga að samgöngur séu með „ótrúlega stóran“ hluta af losun gróðurhúsalofttegunda. Það er hvorki tilfellið hér á landi né annars staðar. Hér eru samgöngur á landi (bílar, rútur, strætisvagnar) með um 6% heildarlosunar CO2. Hið rétta er því að miðað við umræðuna eru bílar með ótrúlegan lítinn hluta í losuninni. Það er hins vegar sjálfsagt að gera þær kröfur að það dragi úr neikvæðum fylgifiskum bíla eins og loftmengun. Það hefur líka verið að gerast jafnt og þétt undanfarna áratugi með betri vélum, hreinna eldsneyti og nýjum orkugjöfum. En nú lýsir formaður Samfylkingarinnar yfir áhyggjum af „hreyfanleika bílsins.“ Það að bíllinn hreyfist telur hann vondan eiginleika. Jafnvel verri en útblásturinn. Það er auðvitað ekki við góðu að búast í umferðinni þegar formaður stjórnmálaflokksins sem stýrir samgöngumálum í Reykjavík telur það „vondan eiginleika“ að bíll hreyfist.Höfundur er þingmaður.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun