Fótbolti

Birkir fékk ekki tæki­færi í fjar­veru Balot­elli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Brecsia og Bologna í dag.
Úr leik Brecsia og Bologna í dag. vísir/getty

Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekknu er Brescia tapaði 2-1 fyrir Bologna á útivelli í ítalska boltanum í dag.

Mario Balotelli var í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðustu umferð en Birkir fékk ekki tækifæri í byrjunarliðinu í fjarveru Balotelli.

Ernesto Torregrossa kom Brescia yfir í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu en Riccardo Orsolini jafnaði skömmu fyrir hlé.

Sigurmarkið skoraði Mattia Bani á 89.  mínútu. Grátlegt tap fyrir Brescia.

Brescia er í 19. sæti deildarinnar, stigi frá öruggu sæti í deildinni.

Sveinn Aron Guðjohnsen var einnig ónotaður varamaður í ítalska boltanum er Spezia vann 1-0 sigur á Pordenone Calcio í Seríu B.

Spezia er í 7. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×