Erlent

Átta sagðir látnir eftir skotárás í Þýskalandi

Sjúkrabílar á vettvangi í borginni Hanau í kvöld.
Sjúkrabílar á vettvangi í borginni Hanau í kvöld. Vísir/EPA

Að minnsta kosti átta voru skotnir til bana í skotárás í borginni Hanau nærri Frankfurt í Þýskalandi í kvöld. Héraðsmiðlar segja að árásin hafi átt sér stað á vatnspípubar í miðborginni. Engum sögum fer enn af árásarmanninum eða mönnunum og þá er tilefni árásarinnar óljóst.

Reuters-fréttastofan hefur eftir héraðsmiðlinum í Hessenschau að skotum hafi verið hleypt af á tveimur mismunandi vatnspípubörum í borginni. Fimm aðrir eru sagðir særðir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Lögreglan staðfestir aðeins að nokkrir hafi verið skotnir til bana, að sögn AP-fréttastofunnar. BBC hefur eftir lögreglu að menn sem eru grunaðir um ódæðið hafi flúið að vettvangi og gangi enn lausir. Þrír hafi verið skotnir til bana á fyrri staðnum en fimm á hinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×