Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 20:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að grípa inn í einstök mál umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi eða breyta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Hávær krafa hefur verið um að ráðherrann grípi inn í mál íranskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi. Áslaug Arna minnist ekki á mál Shahidi-fjölskyldunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í kvöld. Þar fer hún almennt yfir stöðu útlendingamála og hælisleitenda á Íslandi. Hún segir að með tilkomu kærunefndar útlendingamála árið 2015 hafi úrskurðarvald í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd færst frá dómsmálaráðherra til nefndarinnar. Nefndinni hafi ekki síst verið komið á fót vegna gagnrýni frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Rauða kross Íslands á að ráðuneyti hafi endurskoðað ákvarðanir undirstofnana sinna áður. „Kærunefnd útlendingamála hefur sömu valdheimildir og ráðherra sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi. Þótt dómsmálaráðherra fari með almennar yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir yfir nefndinni í samræmi við þá ábyrgð sem á honum hvílir samkvæmt íslenskri stjórnskipan þá hefur ráðherra ekki heimild til að hafa bein afskipti eða önnur áhrif á málsmeðferð eða niðurstöður í einstökum málum,“ skrifar Áslaug Arna. Afskipti grafi undan kerfinu Ráðherrann segir að einstök mál sem hafi varpað ljósi á alvarlega galla í kerfinu hafi orðið til þess að stjórnvöld endurskoði reglur um málefni útlendinga. „Slík afskipti heyra til undantekninga en réttlæta ekki stöðug inngrip stjórnmálamanna. Slík háttsemi grefur undan kerfinu og dregur úr fagmennsku við framkvæmdina,“ skrifar Áslaug Arna. Mál Shahidi-fjölskyldunnar hefur ekki síst vakið athygli vegna transpiltsins Maní. Fjölskyldan segist óttast hrottalegt ofbeldi verði henni á endanum vísað til Írans. Íslensk stjórnvöld ætla að vísa fjölskyldunni til Portúgal þar sem hún hafði fyrst viðkomu á leið sinni til Íslands. Maní var lagður inn á barnageðdeild á dögunum en áfram stendur til að vísa fjölskyldunni úr landi. Áslaug Arna segir að Útlendingastofnun bjóði nú börnum í fylgd til viðtals eftir aldri þeirra og þroska. Málsmeðferðartími hafi verið styttur í málefnum barna til að tryggja að þau fái efnismeðferð hafi mál þeirra dregist. „Mikilvægt er að stöðugt sé unnið að því að endurmeta lagaumhverfið á þessu sviði. Líkt og flestir vil ég mæta þeim sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd af mannúð og sanngirni. Ég mun áfram beita mér fyrir því að meðferð mála sé sanngjörn og að kerfið sé skilvirkt,“ skrifar hún. Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að grípa inn í einstök mál umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi eða breyta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Hávær krafa hefur verið um að ráðherrann grípi inn í mál íranskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi. Áslaug Arna minnist ekki á mál Shahidi-fjölskyldunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í kvöld. Þar fer hún almennt yfir stöðu útlendingamála og hælisleitenda á Íslandi. Hún segir að með tilkomu kærunefndar útlendingamála árið 2015 hafi úrskurðarvald í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd færst frá dómsmálaráðherra til nefndarinnar. Nefndinni hafi ekki síst verið komið á fót vegna gagnrýni frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Rauða kross Íslands á að ráðuneyti hafi endurskoðað ákvarðanir undirstofnana sinna áður. „Kærunefnd útlendingamála hefur sömu valdheimildir og ráðherra sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi. Þótt dómsmálaráðherra fari með almennar yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir yfir nefndinni í samræmi við þá ábyrgð sem á honum hvílir samkvæmt íslenskri stjórnskipan þá hefur ráðherra ekki heimild til að hafa bein afskipti eða önnur áhrif á málsmeðferð eða niðurstöður í einstökum málum,“ skrifar Áslaug Arna. Afskipti grafi undan kerfinu Ráðherrann segir að einstök mál sem hafi varpað ljósi á alvarlega galla í kerfinu hafi orðið til þess að stjórnvöld endurskoði reglur um málefni útlendinga. „Slík afskipti heyra til undantekninga en réttlæta ekki stöðug inngrip stjórnmálamanna. Slík háttsemi grefur undan kerfinu og dregur úr fagmennsku við framkvæmdina,“ skrifar Áslaug Arna. Mál Shahidi-fjölskyldunnar hefur ekki síst vakið athygli vegna transpiltsins Maní. Fjölskyldan segist óttast hrottalegt ofbeldi verði henni á endanum vísað til Írans. Íslensk stjórnvöld ætla að vísa fjölskyldunni til Portúgal þar sem hún hafði fyrst viðkomu á leið sinni til Íslands. Maní var lagður inn á barnageðdeild á dögunum en áfram stendur til að vísa fjölskyldunni úr landi. Áslaug Arna segir að Útlendingastofnun bjóði nú börnum í fylgd til viðtals eftir aldri þeirra og þroska. Málsmeðferðartími hafi verið styttur í málefnum barna til að tryggja að þau fái efnismeðferð hafi mál þeirra dregist. „Mikilvægt er að stöðugt sé unnið að því að endurmeta lagaumhverfið á þessu sviði. Líkt og flestir vil ég mæta þeim sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd af mannúð og sanngirni. Ég mun áfram beita mér fyrir því að meðferð mála sé sanngjörn og að kerfið sé skilvirkt,“ skrifar hún.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36
Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20
Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09