Trump mildar fangelsisdóm spillts ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 18. febrúar 2020 18:58 Rod Blagojevich notfærði sér aðstöðu sína sem ríkisstjóri til að þiggja mútugreiðslur í skiptum fyrir pólitískar skipanir. Hann var dæmdur í 14 ára fangelsi árið 2009. AP/M. Spencer Green Donald Trump Bandaríkjaforseti mildaði fangelsisdóm yfir fyrrverandi ríkisstjóra í Illinois sem reyndi að selja öldungadeildarþingsæti Baracks Obama fyrrverandi forseta, í dag. Sagði Trump dóminn yfir ríkisstjóranum „fáránlegan“. Þá náðaði forsetinn fyrrverandi eiganda ruðningsliðsins San Francisco 49ers sem hlaut dóm fyrir að tilkynna lögreglu ekki um fjárkúgun. Rod Blagojevich, fyrrverandi ríkisstjóri Demókrataflokksins í Illinois, þarf ekki að afplána það sem eftir er að fjórtán ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2009. Trump forseti hafði um árabil talað um möguleikann á að grípa inn í mál Blagojevich. Ríkisþing Illinois kærði Blagojevich fyrir embættisbrot og veik honum úr embætti vegna spillingar. Í ljós hafði komið að ríkisstjórinn hafði tekið við mútum í skiptum fyrir skipanir í pólitísk embætti, þar á meðal í öldungadeildarþingsætið sem Obama skildi eftir sig þegar hann var kjörinn forseti árið 2008. Hann reyndi einnig að kúga fé út úr barnaspítala. AP-fréttastofan segir að Blagojevich verði líklega sleppt úr fangelsi þegar í dag. Hann tapaði síðustu áfrýjun sinni árið 2018 og hefði setið í fangelsi til 2024 hefði Trump ekki mildað dóm hans. „Hann getur farið aftur til fjölskyldu sinnar eftir að hafa afplánað átta ár í fangelsi sem var ströng og fáránleg refsing að mínu mati,“ sagði Trump við fréttamenn í dag. Hann sagðist hafa heyrt eiginkonu Blagojevich tala máli hans í sjónvarpi og benti á að ríkisstjórinn fyrrverandi hefði komið fram í „Lærlingnum“, raunveruleikaþættinum sem Trump kynnti áður en hann varð forseti. New York Times segir að ráðgjafar Trump forseta hafi ráðið honum frá því að milda refsingu Blagojevich í ljósi þess að Trump bauð sig fram undir þeim formerkjum að hann ætlaði sér að uppræta spillingu eins og þá sem ríkisstjórinn fyrrverandi var sekur um. Málsvarar Trump vörðu þrýstingsherferð forsetans gegn Úkraínu sem leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði hann fyrir embættisbrot á þeim forsendum að forsetanum væri umhugað um að uppræta spillingu í Austur-Evrópulandinu. Þrýsti Trump og persónulegur lögmaður hans á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans í aðdraganda forsetakosninga á þessu ári. Edward DeBartolo yngri, fyrrverandi eigandi San Francisco 49ers.AP/Gene J. Puskar Ræðir um að milda yfirvofandi dóm yfir vini sínum Forsetinn náðaði einnig Edward J. DeBartolo yngri, fyrrverandi eiganda 49ers. Hann játaði sig sekan af því að hafa ekki tilkynnt lögreglu um að Edwin W. Edwards, fyrrverandi ríkisstjóri Lúisíana, hefði reynt að kúga út úr um hundruð þúsundir dollara, gegn því að hann útvegaði DeBartolo leyfi fyrir spilavíti árið 1998. DeBartolo hlaut ekki fangelsisdóm en greiddi milljón dollara í sekt. Hann lét jafnframt af stjórn ruðningsliðsins. Fjármálamaðurinn Michael Milken hlaut einnig náð fyrir augum Trump forseta. Milken var ákærður fyrir innherjasvik á 9. áratug síðustu aldar. Washington Post greinir frá því að Trump ætli einnig að náða Bernard Kerik, fyrrverandi lögreglustjóra New York, sem var meðal annars sakfelldur fyrir skattsvik á sínum tíma. Kerik er tíður gestur í Mar-a-Lago, klúbbi Trump á Flórída, og er álitsgjafi á Fox News, sjónvarpsstöðinni sem forsetinn horfir á löngum stundum. Hann hlaut 48 mánaða fangelsisdóm fyrir skattsvik og að hafa logið að Hvíta húsinu þegar hann kom til greina sem heimavarnaráðherra árið 2009. Trump hefur nú náðað 24 einstaklinga eða mildað dóma þeirra frá því að hann varð forseti. Flestir þeirra eru vel tengdir og höfðu beina samskiptaleið til forsetans eða voru áhrifamiklir á meðal stuðningsmanna hans. Telur sjálfan sig æðsta löggæslufulltrúa landsins Í samtölum við ráðgjafa sína er Trump forseti einnig sagður hafa velt upp þeim möguleika á milda yfirvofandi fangelsisdóm yfir Roger Stone, vini forsetans og óformlegs ráðgjafa forsetaframboðs hans árið 2016. Stone bíður nú refsingar eftir að hann var sakfelldur fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, ógna vitni og hindra framgang réttvísinnar í rannsókn á samskiptum hans við Wikileaks og mögulegrar vitneskju hans um innbrot í tölvupósta Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Washington Post segir að refsing verði kveðinn upp yfir Stone á fimmtudag. Mál Stone hefur valdið miklum titringi innan dómsmálaráðuneytisins eftir að William Barr, dómsmálaráðherra, tók fram fyrir hendurnar á saksóknurum við ákvörðun refsingar. Saksóknararnir kröfðust allt að níu ára fangelsisdóms en Barr lét breyta kröfunni í mest fjögur ár aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Trump forseti tísti um hvað honum þætti Stone sæta „ósanngjarnri“ meðferð. Allir fjórir saksóknararnir sem ráku málið gegn Stone sögðu sig frá málinu og einn þeirra sagði alfarið af sér störfum hjá dómsmálaráðuneytinu. Uppnámið varð til þess að Barr bað Trump um að láta vera að tísta um störf réttarkerfisins í sjónvarpsviðtali í síðustu viku. Trump lét sér þó ekki segjast og tísti skömmu síðar um að hann teldi sig hafa ótvíræðan rétt til að skipta sér af sakamálum. Trump bætti um betur þegar hann ræddi við fréttamenn um mildun dómsins yfir Bjagovich og náðun þriggja annarra í dag. Viðurkenndi hann að hann gerði starf Barr dómsmálaráðherra erfiðara. „Ég hef rétt á að skipta mér af. Ég er í raun, býst ég við, æðsti löggæslufulltrúi landsins,“ fullyrti Trump. Trump says he makes Bill Barr's job “harder” with his tweets:“I do make his job harder, I do agree with that…I chose not to be involved [in Justice Department cases]. I'm allowed to be totally involved. I'm actually, I guess, the chief law enforcement officer of the country." pic.twitter.com/hbbPdJcsCW— JM Rieger (@RiegerReport) February 18, 2020 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta. 15. febrúar 2020 10:09 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Fyrrum starfsmenn ráðuneytisins krefjast afsagnar dómsmálaráðherra Yfir ellefu hundruð fyrrverandi starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag. 16. febrúar 2020 20:58 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Þrátt fyrir opinbera hvatningu hans eigin dómsmálaráðherra um að hann hætti að tísta um sakamál tísti Trump forseti enn um dómsmálaráðuneytið og meðferð sakamála í morgun. 14. febrúar 2020 15:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mildaði fangelsisdóm yfir fyrrverandi ríkisstjóra í Illinois sem reyndi að selja öldungadeildarþingsæti Baracks Obama fyrrverandi forseta, í dag. Sagði Trump dóminn yfir ríkisstjóranum „fáránlegan“. Þá náðaði forsetinn fyrrverandi eiganda ruðningsliðsins San Francisco 49ers sem hlaut dóm fyrir að tilkynna lögreglu ekki um fjárkúgun. Rod Blagojevich, fyrrverandi ríkisstjóri Demókrataflokksins í Illinois, þarf ekki að afplána það sem eftir er að fjórtán ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2009. Trump forseti hafði um árabil talað um möguleikann á að grípa inn í mál Blagojevich. Ríkisþing Illinois kærði Blagojevich fyrir embættisbrot og veik honum úr embætti vegna spillingar. Í ljós hafði komið að ríkisstjórinn hafði tekið við mútum í skiptum fyrir skipanir í pólitísk embætti, þar á meðal í öldungadeildarþingsætið sem Obama skildi eftir sig þegar hann var kjörinn forseti árið 2008. Hann reyndi einnig að kúga fé út úr barnaspítala. AP-fréttastofan segir að Blagojevich verði líklega sleppt úr fangelsi þegar í dag. Hann tapaði síðustu áfrýjun sinni árið 2018 og hefði setið í fangelsi til 2024 hefði Trump ekki mildað dóm hans. „Hann getur farið aftur til fjölskyldu sinnar eftir að hafa afplánað átta ár í fangelsi sem var ströng og fáránleg refsing að mínu mati,“ sagði Trump við fréttamenn í dag. Hann sagðist hafa heyrt eiginkonu Blagojevich tala máli hans í sjónvarpi og benti á að ríkisstjórinn fyrrverandi hefði komið fram í „Lærlingnum“, raunveruleikaþættinum sem Trump kynnti áður en hann varð forseti. New York Times segir að ráðgjafar Trump forseta hafi ráðið honum frá því að milda refsingu Blagojevich í ljósi þess að Trump bauð sig fram undir þeim formerkjum að hann ætlaði sér að uppræta spillingu eins og þá sem ríkisstjórinn fyrrverandi var sekur um. Málsvarar Trump vörðu þrýstingsherferð forsetans gegn Úkraínu sem leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði hann fyrir embættisbrot á þeim forsendum að forsetanum væri umhugað um að uppræta spillingu í Austur-Evrópulandinu. Þrýsti Trump og persónulegur lögmaður hans á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans í aðdraganda forsetakosninga á þessu ári. Edward DeBartolo yngri, fyrrverandi eigandi San Francisco 49ers.AP/Gene J. Puskar Ræðir um að milda yfirvofandi dóm yfir vini sínum Forsetinn náðaði einnig Edward J. DeBartolo yngri, fyrrverandi eiganda 49ers. Hann játaði sig sekan af því að hafa ekki tilkynnt lögreglu um að Edwin W. Edwards, fyrrverandi ríkisstjóri Lúisíana, hefði reynt að kúga út úr um hundruð þúsundir dollara, gegn því að hann útvegaði DeBartolo leyfi fyrir spilavíti árið 1998. DeBartolo hlaut ekki fangelsisdóm en greiddi milljón dollara í sekt. Hann lét jafnframt af stjórn ruðningsliðsins. Fjármálamaðurinn Michael Milken hlaut einnig náð fyrir augum Trump forseta. Milken var ákærður fyrir innherjasvik á 9. áratug síðustu aldar. Washington Post greinir frá því að Trump ætli einnig að náða Bernard Kerik, fyrrverandi lögreglustjóra New York, sem var meðal annars sakfelldur fyrir skattsvik á sínum tíma. Kerik er tíður gestur í Mar-a-Lago, klúbbi Trump á Flórída, og er álitsgjafi á Fox News, sjónvarpsstöðinni sem forsetinn horfir á löngum stundum. Hann hlaut 48 mánaða fangelsisdóm fyrir skattsvik og að hafa logið að Hvíta húsinu þegar hann kom til greina sem heimavarnaráðherra árið 2009. Trump hefur nú náðað 24 einstaklinga eða mildað dóma þeirra frá því að hann varð forseti. Flestir þeirra eru vel tengdir og höfðu beina samskiptaleið til forsetans eða voru áhrifamiklir á meðal stuðningsmanna hans. Telur sjálfan sig æðsta löggæslufulltrúa landsins Í samtölum við ráðgjafa sína er Trump forseti einnig sagður hafa velt upp þeim möguleika á milda yfirvofandi fangelsisdóm yfir Roger Stone, vini forsetans og óformlegs ráðgjafa forsetaframboðs hans árið 2016. Stone bíður nú refsingar eftir að hann var sakfelldur fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, ógna vitni og hindra framgang réttvísinnar í rannsókn á samskiptum hans við Wikileaks og mögulegrar vitneskju hans um innbrot í tölvupósta Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Washington Post segir að refsing verði kveðinn upp yfir Stone á fimmtudag. Mál Stone hefur valdið miklum titringi innan dómsmálaráðuneytisins eftir að William Barr, dómsmálaráðherra, tók fram fyrir hendurnar á saksóknurum við ákvörðun refsingar. Saksóknararnir kröfðust allt að níu ára fangelsisdóms en Barr lét breyta kröfunni í mest fjögur ár aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Trump forseti tísti um hvað honum þætti Stone sæta „ósanngjarnri“ meðferð. Allir fjórir saksóknararnir sem ráku málið gegn Stone sögðu sig frá málinu og einn þeirra sagði alfarið af sér störfum hjá dómsmálaráðuneytinu. Uppnámið varð til þess að Barr bað Trump um að láta vera að tísta um störf réttarkerfisins í sjónvarpsviðtali í síðustu viku. Trump lét sér þó ekki segjast og tísti skömmu síðar um að hann teldi sig hafa ótvíræðan rétt til að skipta sér af sakamálum. Trump bætti um betur þegar hann ræddi við fréttamenn um mildun dómsins yfir Bjagovich og náðun þriggja annarra í dag. Viðurkenndi hann að hann gerði starf Barr dómsmálaráðherra erfiðara. „Ég hef rétt á að skipta mér af. Ég er í raun, býst ég við, æðsti löggæslufulltrúi landsins,“ fullyrti Trump. Trump says he makes Bill Barr's job “harder” with his tweets:“I do make his job harder, I do agree with that…I chose not to be involved [in Justice Department cases]. I'm allowed to be totally involved. I'm actually, I guess, the chief law enforcement officer of the country." pic.twitter.com/hbbPdJcsCW— JM Rieger (@RiegerReport) February 18, 2020
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta. 15. febrúar 2020 10:09 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Fyrrum starfsmenn ráðuneytisins krefjast afsagnar dómsmálaráðherra Yfir ellefu hundruð fyrrverandi starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag. 16. febrúar 2020 20:58 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Þrátt fyrir opinbera hvatningu hans eigin dómsmálaráðherra um að hann hætti að tísta um sakamál tísti Trump forseti enn um dómsmálaráðuneytið og meðferð sakamála í morgun. 14. febrúar 2020 15:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30
Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta. 15. febrúar 2020 10:09
Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56
Fyrrum starfsmenn ráðuneytisins krefjast afsagnar dómsmálaráðherra Yfir ellefu hundruð fyrrverandi starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag. 16. febrúar 2020 20:58
Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30
Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00
Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Þrátt fyrir opinbera hvatningu hans eigin dómsmálaráðherra um að hann hætti að tísta um sakamál tísti Trump forseti enn um dómsmálaráðuneytið og meðferð sakamála í morgun. 14. febrúar 2020 15:45