Mál Eyþórs Inga alvarlegt og alls ekki einsdæmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 19:00 Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum. Við sögðum í gær frá Eyþóri Inga fötluðum dreng sem var vísað úr skammtímavistun á Ísafirði með fimm daga fyrirvara síðasta sumar. Í úrskurði kom fram að Byggðasamlag Vestfjarðar hefði brotið á honum með margvíslegum hætti við ákvörðunina.Ættu að biðja afsökunar Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður drengsins gagnrýnir Byggðasamlagið. „Þarna var alls ekki farið rétt að og Eyþóri gefið tækifæri á að tryggja lífsgæði sín. Þetta er afar alvarlegt en réttindi fatlaðra eiga að vera á við réttindi annarra. Það er mikilvægt að sveitarfélög sem eru dæmd af úrskurðarnefnd velferðarmála við málsferðarreglur stjórnsýslulaga og hafa ekki sinnt mikilvægum þáttum eins og að svara slíkum úrskurði gefi fólk skýringar á meðferðinni og biðjist afsökunar á að hafa komið svona fram,“ segir Jón. Jón segir alltof algengt að sjá fatlaða verða fyrir brotum af hálfu stjórnvalda. „Því miður verð ég að segja að svona mál eru ekki einsdæmi. Fatlað fólk fær trekk í trekk aðra málsmeðferð en aðrir. Það er ekki gætt að viðeigandi aðlögun í málarekstri, fólk er ekki upplýst og andmælaréttur er ekki virtur,“ segir Jón.Harma málsmeðferðina Byggðasamlag Vestfjarða sendi fréttastofu tölvupóst í dag þar sem kemur fram að samlagið harmar að málsmeðferðin hafi ekki verið fullnægjandi umrætt sinn. Það unir úrskurðinum og mun breyta verkaferlunum sínum er varðar meðferð mála. Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs Inga segir brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi. Brotið á réttindum fatlaðra á hverjum degi Í gær kom fram að Eyþóri meinað um skólavist í Menntaskólanum á Ísafirði síðasta sumar vegna heildarhagsmuna skólans. Foreldrar drengsins kærðu þá ákvörðun. Lögmaður Eyþórs segir að menntaskólinn hafi brotið framhaldsskólalög með sinni ákvörðun. „Þessi ákvörðun gekk gegn framhaldsskólalögum um að það sé fræðsluskylda hér á landi fyrir ólögráða börn. Skólameistari Ísafjarðar tekur þessa ákvörðun á þeim grundvelli að verið sé að tryggja heildarhagsmuni skólans en samkvæmt reglugerðinni þá á þetta ákvæði við ef um heildarhagsmuni nemenda er að ræða. Þarna var ekki gætt að rannsóknarreglu og andmælareglu,“ segir Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs. „Það er brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi á Íslandi. Það er komið fram við fatlað fólk sem annars flokks borgara. Þar leyfa stjórnvöld sér að hafa aðrar reglur um fatlaða en aðra borgara,“ segir Helga. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. Eyþór Ingi fær nýtt húsnæði í Bolungarvík Eyþóri Ingi fékk þó ánægjuleg tíðindi í dag þegar Bolungarvíkurkaupsstaður sýndi honum nýtt heimili sem var byggt fyrir hann eftir ákvörðun Ísafjarðarbæjar síðasta sumar og hann flytur brátt inní. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. „Við fórum í mjög mikla vinnu í að setja af stað í að byggja húsnæði fyrir Eyþór Inga eftir ákvörðun Ísafjarðar síðasta sumar og erum afar ánægð með að geta boðið hana. Húsnæðið er glæsilegt og við teljum okkur vera að bjóða það besta sem hægt er að bjóða uppá hér á landi,“ segir Jón Páll. Bolungarvík Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum. Við sögðum í gær frá Eyþóri Inga fötluðum dreng sem var vísað úr skammtímavistun á Ísafirði með fimm daga fyrirvara síðasta sumar. Í úrskurði kom fram að Byggðasamlag Vestfjarðar hefði brotið á honum með margvíslegum hætti við ákvörðunina.Ættu að biðja afsökunar Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður drengsins gagnrýnir Byggðasamlagið. „Þarna var alls ekki farið rétt að og Eyþóri gefið tækifæri á að tryggja lífsgæði sín. Þetta er afar alvarlegt en réttindi fatlaðra eiga að vera á við réttindi annarra. Það er mikilvægt að sveitarfélög sem eru dæmd af úrskurðarnefnd velferðarmála við málsferðarreglur stjórnsýslulaga og hafa ekki sinnt mikilvægum þáttum eins og að svara slíkum úrskurði gefi fólk skýringar á meðferðinni og biðjist afsökunar á að hafa komið svona fram,“ segir Jón. Jón segir alltof algengt að sjá fatlaða verða fyrir brotum af hálfu stjórnvalda. „Því miður verð ég að segja að svona mál eru ekki einsdæmi. Fatlað fólk fær trekk í trekk aðra málsmeðferð en aðrir. Það er ekki gætt að viðeigandi aðlögun í málarekstri, fólk er ekki upplýst og andmælaréttur er ekki virtur,“ segir Jón.Harma málsmeðferðina Byggðasamlag Vestfjarða sendi fréttastofu tölvupóst í dag þar sem kemur fram að samlagið harmar að málsmeðferðin hafi ekki verið fullnægjandi umrætt sinn. Það unir úrskurðinum og mun breyta verkaferlunum sínum er varðar meðferð mála. Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs Inga segir brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi. Brotið á réttindum fatlaðra á hverjum degi Í gær kom fram að Eyþóri meinað um skólavist í Menntaskólanum á Ísafirði síðasta sumar vegna heildarhagsmuna skólans. Foreldrar drengsins kærðu þá ákvörðun. Lögmaður Eyþórs segir að menntaskólinn hafi brotið framhaldsskólalög með sinni ákvörðun. „Þessi ákvörðun gekk gegn framhaldsskólalögum um að það sé fræðsluskylda hér á landi fyrir ólögráða börn. Skólameistari Ísafjarðar tekur þessa ákvörðun á þeim grundvelli að verið sé að tryggja heildarhagsmuni skólans en samkvæmt reglugerðinni þá á þetta ákvæði við ef um heildarhagsmuni nemenda er að ræða. Þarna var ekki gætt að rannsóknarreglu og andmælareglu,“ segir Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs. „Það er brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi á Íslandi. Það er komið fram við fatlað fólk sem annars flokks borgara. Þar leyfa stjórnvöld sér að hafa aðrar reglur um fatlaða en aðra borgara,“ segir Helga. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. Eyþór Ingi fær nýtt húsnæði í Bolungarvík Eyþóri Ingi fékk þó ánægjuleg tíðindi í dag þegar Bolungarvíkurkaupsstaður sýndi honum nýtt heimili sem var byggt fyrir hann eftir ákvörðun Ísafjarðarbæjar síðasta sumar og hann flytur brátt inní. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. „Við fórum í mjög mikla vinnu í að setja af stað í að byggja húsnæði fyrir Eyþór Inga eftir ákvörðun Ísafjarðar síðasta sumar og erum afar ánægð með að geta boðið hana. Húsnæðið er glæsilegt og við teljum okkur vera að bjóða það besta sem hægt er að bjóða uppá hér á landi,“ segir Jón Páll.
Bolungarvík Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira