Blátindur sekkur Helgi Máni Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2020 15:00 Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af til hvaða ráða Vestmannaeyjabær ætlar að grípa varðandi bátinn. Ljóst er að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni en hægt væri að bæta það og vonandi verður það gert. Vestmannaeyjar hafa verið ein stærsta verstöð landsins um aldir enda er þaðan skammt í gjöful fiskimið. Þar á ofan eru Eyjar einstaklega fallegar og eitt af því sem prýddi bæinn var Blátindur, sem smiðaður var í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947, 45 rúmlestir að stærð, sléttsúðaður eikarbátur. Þegar Blátindi var hleypt af stokkunum var hann meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa í Vestmannaeyjum. Hann var gerður út frá Eyjum til ársins 1959 og síðan frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var Blátindur notaður sem varðskip í Faxaflóa um skeið og var þá búinn fallbyssu. Árið 1993 lá Blátindur í reiðileysi við bryggju norður í landi og fékkst þá dreginn til Eyja af Landhelgisgæslunni. Þar var hann settur í slipp og ekkert hugsað um hann í nokkur ár. Árið 1998 fóru fram umræður um bátinn og vildu sumir farga honum. Það sem mælti gegn því var að þetta væri eini vélbáturinn smíðaður í Eyjum á fyrri hluta aldarinnar sem eftir væri og í óbreyttu ástandi, jafnvel með sama stýrishúsinu. Auk þess hefði báturinn smíðalag sem einkennandi var fyrir vertíðarbáta smíðaða í Eyjum. Í september 2001 var stofnað „Áhugamannafélag um endurbyggingu vélbátsins Blátinds VE 21“ og ákveðið að hraða framkvæmdum svo báturinn yrði afhentur Menningarmálanefnd Vestmannaeyja fullbúinn næsta Sjómannadag til varðveislu og sýningar. Það gekk eftir og var sérlega myndarlega staðið að endurbyggingu bátsins. Vorið 2018 var Blátindi komið fyrir hjá Skansinum og átti það að vera endanlegur staður fyrir hann. Hann naut sín þar vissulega vel í fallegu umhverfi. Næsta skref átti að vera að koma bátnum í sýningarhæft ástand en nú hefur orðið óvænt og veruleg röskun á þeirri áætlun. Blátindur VE 21 á Sjómannadaginn 2001, þegar hann var afhentur menningarmálanefnd Vestmannaeyja.heimaslod.is Hvert sem framhaldið verður ber að hafa í huga að Blátindur er friðaður á grundvelli aldurs, skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012, og heyrir undir Minjastofnun Íslands. Einnig að það er ábyrgðarhluti ef Blátindi verður ekki lyft úr sjó eins fljótt og við verður komið. Eigendum hans ber skylda til þess. Í tengslum við þetta má geta þess að fjallað er um Blátind á ítarlegan hátt í Fornbátaskrá 2019 sem nýkomin er út og nálgast má á netinu, batasmidi.is/files, rúmlega 800 blaðsíður að lengd, prýdd fjölda mynda. Fjallað er um einstaka báta, uppruna þeirra og gerð, notkun og eigendur, ástand og sögulegt gildi. Áhugavert er meðal annars hve einkenni og saga báta eru ólík eftir héruðum og landsvæðum. Tilgangurinn með skránni var að safna og varðveita upplýsingar um þessa merku farkosti, sem voru undirstaða velferðar á Íslandi á 19. og 20. öld. Staða bátavarðveislu er í ólestri hérlendis að mati þeirra sem til þekkja. Til að mynda hefur enginn aðili það hlutverk að hafa eftirlit með varðveislu fornbáta. Og fjárframlög ríkisins til bátavarðveislu eru nær engin. En áhugi almennings á fornbátum hefur stóraukist undanfarin ár og vonandi verður það til þess að bætt verði úr stöðu mála. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Sjávarútvegur Söfn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vélbáturinn Blátindur sökk við bryggju í Vestmannaeyjum Fyrst losnaði báturinn frá bryggju og flaut út á höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju og sökk hann þar. Göt voru gerð á bátinn til að koma í veg fyrir að hann losnaði frá bryggju. Það virðist þó ekki hafa dugað til. 14. febrúar 2020 10:48 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af til hvaða ráða Vestmannaeyjabær ætlar að grípa varðandi bátinn. Ljóst er að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni en hægt væri að bæta það og vonandi verður það gert. Vestmannaeyjar hafa verið ein stærsta verstöð landsins um aldir enda er þaðan skammt í gjöful fiskimið. Þar á ofan eru Eyjar einstaklega fallegar og eitt af því sem prýddi bæinn var Blátindur, sem smiðaður var í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947, 45 rúmlestir að stærð, sléttsúðaður eikarbátur. Þegar Blátindi var hleypt af stokkunum var hann meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa í Vestmannaeyjum. Hann var gerður út frá Eyjum til ársins 1959 og síðan frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var Blátindur notaður sem varðskip í Faxaflóa um skeið og var þá búinn fallbyssu. Árið 1993 lá Blátindur í reiðileysi við bryggju norður í landi og fékkst þá dreginn til Eyja af Landhelgisgæslunni. Þar var hann settur í slipp og ekkert hugsað um hann í nokkur ár. Árið 1998 fóru fram umræður um bátinn og vildu sumir farga honum. Það sem mælti gegn því var að þetta væri eini vélbáturinn smíðaður í Eyjum á fyrri hluta aldarinnar sem eftir væri og í óbreyttu ástandi, jafnvel með sama stýrishúsinu. Auk þess hefði báturinn smíðalag sem einkennandi var fyrir vertíðarbáta smíðaða í Eyjum. Í september 2001 var stofnað „Áhugamannafélag um endurbyggingu vélbátsins Blátinds VE 21“ og ákveðið að hraða framkvæmdum svo báturinn yrði afhentur Menningarmálanefnd Vestmannaeyja fullbúinn næsta Sjómannadag til varðveislu og sýningar. Það gekk eftir og var sérlega myndarlega staðið að endurbyggingu bátsins. Vorið 2018 var Blátindi komið fyrir hjá Skansinum og átti það að vera endanlegur staður fyrir hann. Hann naut sín þar vissulega vel í fallegu umhverfi. Næsta skref átti að vera að koma bátnum í sýningarhæft ástand en nú hefur orðið óvænt og veruleg röskun á þeirri áætlun. Blátindur VE 21 á Sjómannadaginn 2001, þegar hann var afhentur menningarmálanefnd Vestmannaeyja.heimaslod.is Hvert sem framhaldið verður ber að hafa í huga að Blátindur er friðaður á grundvelli aldurs, skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012, og heyrir undir Minjastofnun Íslands. Einnig að það er ábyrgðarhluti ef Blátindi verður ekki lyft úr sjó eins fljótt og við verður komið. Eigendum hans ber skylda til þess. Í tengslum við þetta má geta þess að fjallað er um Blátind á ítarlegan hátt í Fornbátaskrá 2019 sem nýkomin er út og nálgast má á netinu, batasmidi.is/files, rúmlega 800 blaðsíður að lengd, prýdd fjölda mynda. Fjallað er um einstaka báta, uppruna þeirra og gerð, notkun og eigendur, ástand og sögulegt gildi. Áhugavert er meðal annars hve einkenni og saga báta eru ólík eftir héruðum og landsvæðum. Tilgangurinn með skránni var að safna og varðveita upplýsingar um þessa merku farkosti, sem voru undirstaða velferðar á Íslandi á 19. og 20. öld. Staða bátavarðveislu er í ólestri hérlendis að mati þeirra sem til þekkja. Til að mynda hefur enginn aðili það hlutverk að hafa eftirlit með varðveislu fornbáta. Og fjárframlög ríkisins til bátavarðveislu eru nær engin. En áhugi almennings á fornbátum hefur stóraukist undanfarin ár og vonandi verður það til þess að bætt verði úr stöðu mála. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna.
Vélbáturinn Blátindur sökk við bryggju í Vestmannaeyjum Fyrst losnaði báturinn frá bryggju og flaut út á höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju og sökk hann þar. Göt voru gerð á bátinn til að koma í veg fyrir að hann losnaði frá bryggju. Það virðist þó ekki hafa dugað til. 14. febrúar 2020 10:48
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun