Breytingin byrjar heima Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2020 08:00 Í fyrravetur sýndi Ríkissjónvarpið þættina hvað höfum við gert. Þeir vöktu verðskuldaða athygli. Í kjölfar þeirra ættum við að spyrja okkur: Hvað getum við gert? Okkur hefur lengi verið tamt að trúa því að á Íslandi væri eitt grænasta hagkerfi heimsins, lítil mengun og mikið frumkvæði í umhverfisvænum lifnaðarháttum. Að við lifðum í mikilli og meiri sátt við náttúruna en flestar aðrar þjóðir. Að til okkar mætti líta sem fyrirmyndar þegar kæmi að loftslagsmálum. En er þá öll sagan sögð? Ræktum við allt það grænmeti, eða framleiðum við öll þau matvæli sem við gætum? Nei langt í frá. Gætum við gert betur í fullnýtingu þeirra orku sem við framleiðum og notum? Já svo sannarlega. Erum við nógu framarlega þegar kemur að umhverfisvænum lausnum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki? Nei sennilega ekki. Græn orka er ekki allt ef hún er ekki notuð til umhverfisvænna verka. Sem einstaklingar er margt sem við getum gert. Við getum minnkað neyslu, endurunnið, endurnýtt. Við getum farið á milli með vistvænni hætti, gengið, hjólað eða notað almenningssamgöngur. Við getum tví- og þrímennt í bíla. Við getum borðað minna kjöt, meira grænmeti, meiri fisk. Við getum horft til þess hvaðan maturinn okkar kemur. Hefur hann ferðast meira en meðal Íslendingur ætti að gera á ári? Er maturinn okkar framleiddur í sátt við náttúruna? Ef okkur langar í bláber á miðjum vetri er þá ekki betra að þau komi frá Spáni en Perú, eða bara frosin íslensk? Ættum við að setja „ferðaskatt“ á matvæli? Kannski ekki, en við mættum alveg setja ferðatakmarkanir á þann mat sem við borðum. Til dæmis með það að markmiði að borða ekki víðförulan mat nema algerlega spari. Grænar lausnir og grænar ívilnanir En hvað með fyrirtæki og opinbera aðila? Ættu ekki fyrirtæki að verðlauna (eða ívilna með einhverjum hætti) þá starfsmenn sem nota umhverfisvæna ferðamáta til að komast í vinnu? Ættu fyrirtæki að kaupa rafmagnshjól fyrir starfsfólk til styttri ferða? Ættu sveitarfélögin að skipuleggja hverfi þannig að auðvelt sé að ganga og hjóla ? Ættu mötuneyti á vinnstöðum að leggja áherslu á nærfæði (e. slow food)? Ættu veitingastaðir að gera svipað? Svörin við þessum og ótal mörgum svipuðum grænum spurningum eru auðvitað, já. Ríki og sveitarfélög ættu svo sannarlega að stuðla að grænum lausnum og grænni nýsköpun. Nýsköpunarstyrkir fyrir grænar lausnir ættu að vera regla þegar kemur að styrkveitingum. Fyrirtæki og stofnanir sem draga úr kolefnislosun, binda meira, flokka meira, endurnýta meira ættu að geta fengið ívilnanir frá gjöldum, umfram lægri kolefnisgjöld. Við viljum kolefnishlutlaust Ísland fyrir árið 2040. Þangað til eru bara 20 ár. Við þurfum öll að byrja strax að draga úr eigin losun, fyrirtæki og stofnanir líka. Sumt er auðvelt, en annað erfiðara. Þar sem ekki eru tök á að draga úr losun eigum við að auka bindingu. En þetta byrjar allt á okkur sjálfum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ólafur Þór Gunnarsson Umhverfismál Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Í fyrravetur sýndi Ríkissjónvarpið þættina hvað höfum við gert. Þeir vöktu verðskuldaða athygli. Í kjölfar þeirra ættum við að spyrja okkur: Hvað getum við gert? Okkur hefur lengi verið tamt að trúa því að á Íslandi væri eitt grænasta hagkerfi heimsins, lítil mengun og mikið frumkvæði í umhverfisvænum lifnaðarháttum. Að við lifðum í mikilli og meiri sátt við náttúruna en flestar aðrar þjóðir. Að til okkar mætti líta sem fyrirmyndar þegar kæmi að loftslagsmálum. En er þá öll sagan sögð? Ræktum við allt það grænmeti, eða framleiðum við öll þau matvæli sem við gætum? Nei langt í frá. Gætum við gert betur í fullnýtingu þeirra orku sem við framleiðum og notum? Já svo sannarlega. Erum við nógu framarlega þegar kemur að umhverfisvænum lausnum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki? Nei sennilega ekki. Græn orka er ekki allt ef hún er ekki notuð til umhverfisvænna verka. Sem einstaklingar er margt sem við getum gert. Við getum minnkað neyslu, endurunnið, endurnýtt. Við getum farið á milli með vistvænni hætti, gengið, hjólað eða notað almenningssamgöngur. Við getum tví- og þrímennt í bíla. Við getum borðað minna kjöt, meira grænmeti, meiri fisk. Við getum horft til þess hvaðan maturinn okkar kemur. Hefur hann ferðast meira en meðal Íslendingur ætti að gera á ári? Er maturinn okkar framleiddur í sátt við náttúruna? Ef okkur langar í bláber á miðjum vetri er þá ekki betra að þau komi frá Spáni en Perú, eða bara frosin íslensk? Ættum við að setja „ferðaskatt“ á matvæli? Kannski ekki, en við mættum alveg setja ferðatakmarkanir á þann mat sem við borðum. Til dæmis með það að markmiði að borða ekki víðförulan mat nema algerlega spari. Grænar lausnir og grænar ívilnanir En hvað með fyrirtæki og opinbera aðila? Ættu ekki fyrirtæki að verðlauna (eða ívilna með einhverjum hætti) þá starfsmenn sem nota umhverfisvæna ferðamáta til að komast í vinnu? Ættu fyrirtæki að kaupa rafmagnshjól fyrir starfsfólk til styttri ferða? Ættu sveitarfélögin að skipuleggja hverfi þannig að auðvelt sé að ganga og hjóla ? Ættu mötuneyti á vinnstöðum að leggja áherslu á nærfæði (e. slow food)? Ættu veitingastaðir að gera svipað? Svörin við þessum og ótal mörgum svipuðum grænum spurningum eru auðvitað, já. Ríki og sveitarfélög ættu svo sannarlega að stuðla að grænum lausnum og grænni nýsköpun. Nýsköpunarstyrkir fyrir grænar lausnir ættu að vera regla þegar kemur að styrkveitingum. Fyrirtæki og stofnanir sem draga úr kolefnislosun, binda meira, flokka meira, endurnýta meira ættu að geta fengið ívilnanir frá gjöldum, umfram lægri kolefnisgjöld. Við viljum kolefnishlutlaust Ísland fyrir árið 2040. Þangað til eru bara 20 ár. Við þurfum öll að byrja strax að draga úr eigin losun, fyrirtæki og stofnanir líka. Sumt er auðvelt, en annað erfiðara. Þar sem ekki eru tök á að draga úr losun eigum við að auka bindingu. En þetta byrjar allt á okkur sjálfum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun