Fimmtíu milljóna króna grín á Gamlárskvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2020 14:00 Lára Jóhanna Jónsdóttir fór með hlutverk Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Skaupinu í ár. Framleiðslufyrirtækið Republik fékk 12,6 milljónir króna endurgreiddar vegna kostnaðar við framleiðslu Áramótaskaupsins. Samkvæmt þessu var kostnaður Republik við Skaupið í ár rúmlega 50 milljónir króna en framleiðslufyrirtæki eiga rétt á 25 prósenta endurgreiðslu úr ríkissjóði. Endurgreiðslan er sambærileg við þau sem framleiðslufyrirtækin hafa fengið undanfarin ár vegna Áramótaskaupsins. Glassriver fékk 13,8 milljónir króna fyrir Skaupið í fyrra og 10,2 milljónir króna árið áður. RVK Studios fékk 10,5 milljónir fyrir Skaupið 2017. Fram kom í apríl í fyrra, þegar auglýst var eftir aðilum til að taka að sér framleiðslu Skaupsins, að viðkomandi fengi 34 milljónir króna til verksins sem er sambærilegt við kostnað Ríkisútvarpsins af Skaupinu árin á undan. Reynir Lyngdal leikstýrði Skaupinu og Dóra Jóhannsdóttir var yfirhandritshöfundur. Jakob Birgisson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir voru einnig á meðal handritshöfunda. Árni plús einn úr FM Belfast og Prins Póló sáu um tónlistina. Kvikmyndamiðstöð birtir jafnóðum endurgreiðslur til verkefna á vefsíðu sinni. Netop Films fékk 46 milljónir króna endugreiddar fyrir kvikmyndina Héraðið, Mystery Ísland fékk 41 milljón króna fyrir Gullregn, Glassriver fær 28 milljónir endurgreiddar fyrir sjónvarpsþáttaröðina Venjulegt fólk og Join Motion Pictures fékk 25 milljónir króna fyrir kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur. Þá fékk Kvikmyndasögur ehf tæpar 10 milljónir greiddar fyrir Kvikmyndasögu Íslands 2 og Gjóla 625 þúsund krónur fyrir heimildamyndina Gósenlandið. Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Republik fékk 12,6 milljónir króna endurgreiddar vegna kostnaðar við framleiðslu Áramótaskaupsins. Samkvæmt þessu var kostnaður Republik við Skaupið í ár rúmlega 50 milljónir króna en framleiðslufyrirtæki eiga rétt á 25 prósenta endurgreiðslu úr ríkissjóði. Endurgreiðslan er sambærileg við þau sem framleiðslufyrirtækin hafa fengið undanfarin ár vegna Áramótaskaupsins. Glassriver fékk 13,8 milljónir króna fyrir Skaupið í fyrra og 10,2 milljónir króna árið áður. RVK Studios fékk 10,5 milljónir fyrir Skaupið 2017. Fram kom í apríl í fyrra, þegar auglýst var eftir aðilum til að taka að sér framleiðslu Skaupsins, að viðkomandi fengi 34 milljónir króna til verksins sem er sambærilegt við kostnað Ríkisútvarpsins af Skaupinu árin á undan. Reynir Lyngdal leikstýrði Skaupinu og Dóra Jóhannsdóttir var yfirhandritshöfundur. Jakob Birgisson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir voru einnig á meðal handritshöfunda. Árni plús einn úr FM Belfast og Prins Póló sáu um tónlistina. Kvikmyndamiðstöð birtir jafnóðum endurgreiðslur til verkefna á vefsíðu sinni. Netop Films fékk 46 milljónir króna endugreiddar fyrir kvikmyndina Héraðið, Mystery Ísland fékk 41 milljón króna fyrir Gullregn, Glassriver fær 28 milljónir endurgreiddar fyrir sjónvarpsþáttaröðina Venjulegt fólk og Join Motion Pictures fékk 25 milljónir króna fyrir kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur. Þá fékk Kvikmyndasögur ehf tæpar 10 milljónir greiddar fyrir Kvikmyndasögu Íslands 2 og Gjóla 625 þúsund krónur fyrir heimildamyndina Gósenlandið.
Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira