Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Andri Eysteinsson skrifar 16. febrúar 2020 22:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, Vísir. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn að sex sekúndna langt myndband sem birt hefur verið á netinu af aðgerðum lögreglu segi ekki alla söguna í málinu. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum, myndskeiðin birt og jafnvel hefur lögreglumaðurinn sem átti í hlut verið nafngreindur.Sjá einnig: Maður um tvítugt líklega kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Ásgeir segir að í myndböndum lögreglu sem sýna allar aðgerðir lögreglu, sem tóku um 30 til 40 mínútur, sjáist að áverkar mannsins hafi þegar verið sýnilegir þegar lögreglu bar að garði. Lögregla hafði verið kölluð til vegna hópslagsmála í Bankastrætinu og voru fjórir handteknir vegna málsins. Ásgeir segir ljóst að lögreglumaðurinn sem sést í myndbrotinu hafi beitt lægsta stigi valdbeitingar, skipunum. Hann hafi beðið aðilann um að leggjast niður en samkvæmt hinum handtekna var honum slengt niður í jörðina með þeim afleiðingum að brotnaði upp úr tönnum mannsins og er hann talinn líklega kjálkabrotinn. „Þó að læknir skrifi það í skýrslu og hafi eftir einhverjum þarf það ekki að vera sannleikur,“ segir Ásgeir og bætir við að á upptökum úr búkmyndavélum sjáist greinilega lögreglumaðurinn veitti manninum engin högg né hafi hann slengt honum í marmaragólfið líkt og hann hefur haldið fram. Ásgeir segir ekki hægt að fullyrða um hvort maðurinn hafi hlotið áverkana í hópslagsmálunum á Bankastrætinu en segir að hér sanni búkmyndavélarnar gildi sitt. Segir hann einnig að aðilar sem birtast á myndbandinu mættu sumir skammast sín fyrir þau fúkyrði sem voru látin flakka.Sjá einnig: Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglumaðurinn, sem spilað hefur knattspyrnu í efstu deild Íslandsmótsins hefur verið nafngreindur og segir Ásgeir að orðspor hans hafi verið dregið eftir svaðinu. „Hann hefur verið nafngreindur, liðið sem hann spilar fyrir hefur verið nefnt og minnt á að hann sé samningsbundinn leikmaður,“ segir Ásgeir og bætir við að fjölskylda lögreglumannsins hafi einnig verið dregin inn í málið. „Við höfum þegar hist og fundað um málið. Þegar svona kemur upp þá höldum við utan um hvorn annan,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn að sex sekúndna langt myndband sem birt hefur verið á netinu af aðgerðum lögreglu segi ekki alla söguna í málinu. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum, myndskeiðin birt og jafnvel hefur lögreglumaðurinn sem átti í hlut verið nafngreindur.Sjá einnig: Maður um tvítugt líklega kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Ásgeir segir að í myndböndum lögreglu sem sýna allar aðgerðir lögreglu, sem tóku um 30 til 40 mínútur, sjáist að áverkar mannsins hafi þegar verið sýnilegir þegar lögreglu bar að garði. Lögregla hafði verið kölluð til vegna hópslagsmála í Bankastrætinu og voru fjórir handteknir vegna málsins. Ásgeir segir ljóst að lögreglumaðurinn sem sést í myndbrotinu hafi beitt lægsta stigi valdbeitingar, skipunum. Hann hafi beðið aðilann um að leggjast niður en samkvæmt hinum handtekna var honum slengt niður í jörðina með þeim afleiðingum að brotnaði upp úr tönnum mannsins og er hann talinn líklega kjálkabrotinn. „Þó að læknir skrifi það í skýrslu og hafi eftir einhverjum þarf það ekki að vera sannleikur,“ segir Ásgeir og bætir við að á upptökum úr búkmyndavélum sjáist greinilega lögreglumaðurinn veitti manninum engin högg né hafi hann slengt honum í marmaragólfið líkt og hann hefur haldið fram. Ásgeir segir ekki hægt að fullyrða um hvort maðurinn hafi hlotið áverkana í hópslagsmálunum á Bankastrætinu en segir að hér sanni búkmyndavélarnar gildi sitt. Segir hann einnig að aðilar sem birtast á myndbandinu mættu sumir skammast sín fyrir þau fúkyrði sem voru látin flakka.Sjá einnig: Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglumaðurinn, sem spilað hefur knattspyrnu í efstu deild Íslandsmótsins hefur verið nafngreindur og segir Ásgeir að orðspor hans hafi verið dregið eftir svaðinu. „Hann hefur verið nafngreindur, liðið sem hann spilar fyrir hefur verið nefnt og minnt á að hann sé samningsbundinn leikmaður,“ segir Ásgeir og bætir við að fjölskylda lögreglumannsins hafi einnig verið dregin inn í málið. „Við höfum þegar hist og fundað um málið. Þegar svona kemur upp þá höldum við utan um hvorn annan,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í samtali við Vísi.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira