Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2020 12:22 Mikið hefur mætt á starfsmönnum RARIK að gera við rafmagnslínur í röð óveðra sem hefur gengið yfir landið í vetur. Rarik.is Fárviðrið sem gekk yfir landið síðastliðinn föstudag er enn ein áminningin um þörfina á uppbyggingu á flutnings- og dreifikerfi raforku hér á landi. Forstjóri RARIK segir að mögulega þyrfti að grípa til gjaldskrárhækkana til að standa undir framkvæmdunum ef ríkið stígur ekki inn í með aukaframlag. Í gærkvöldi tókst Landsneti að koma Hellulínu 1 aftur í rekstur sem gerði það að verkum að ekki var lengur þörf á að skammta rafmagni á Suðurlandi. Þar eiga allir að vera komnir með rafmagn. Sumir fá þó rafmagn með varaafli. Viðgerðir á kerfinu munu standa yfir næstu daga og vikur og má því búast við rafmagnstruflunum á því svæði því kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan viðgerð stendur. Í sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum á meðan þeim stendur. Óveðrið gerði það að verkum að 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslausir. Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsnets, sagði á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun að áhrifin hafa verið mun meiri en búist var við. Hann og Tryggvi Haraldsson, forstjóri RARIK, sögðu að halda þyrfti áfram uppbyggingu kerfisins. „Við höfum hjá RARIK verið að endurnýja dreifikerfið okkar. Við höfum lagt um tvöhundruð kílómetra af strengjum á hverju ári en það er gríðarlega umfangsmikið kerfi, þetta eru um níu þúsund kílómetrar og þó að við séum að leggja tvö hundruð kílómetra og eigum þrjú þúsund kílómetra eftir eru þetta fimmtán ár,“ sagði Tryggvi. Ef þeirri uppbyggingu verður flýtt kallar það á aukið fjármagn. „Vandinn er dálítið sá að ef við flýtum því erum við að magna upp þörf fyrir hækkun á gjaldskrá í dreifbýlinu vegna þess að þetta kerfi er allt í dreifbýlinu og aukin fjárfesting þar kallar á þörf á gjaldskrárhækkun þar. Nóg er nú samt,“ sagði forstjóri RARIK. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fárviðrið sem gekk yfir landið síðastliðinn föstudag er enn ein áminningin um þörfina á uppbyggingu á flutnings- og dreifikerfi raforku hér á landi. Forstjóri RARIK segir að mögulega þyrfti að grípa til gjaldskrárhækkana til að standa undir framkvæmdunum ef ríkið stígur ekki inn í með aukaframlag. Í gærkvöldi tókst Landsneti að koma Hellulínu 1 aftur í rekstur sem gerði það að verkum að ekki var lengur þörf á að skammta rafmagni á Suðurlandi. Þar eiga allir að vera komnir með rafmagn. Sumir fá þó rafmagn með varaafli. Viðgerðir á kerfinu munu standa yfir næstu daga og vikur og má því búast við rafmagnstruflunum á því svæði því kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan viðgerð stendur. Í sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum á meðan þeim stendur. Óveðrið gerði það að verkum að 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslausir. Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsnets, sagði á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun að áhrifin hafa verið mun meiri en búist var við. Hann og Tryggvi Haraldsson, forstjóri RARIK, sögðu að halda þyrfti áfram uppbyggingu kerfisins. „Við höfum hjá RARIK verið að endurnýja dreifikerfið okkar. Við höfum lagt um tvöhundruð kílómetra af strengjum á hverju ári en það er gríðarlega umfangsmikið kerfi, þetta eru um níu þúsund kílómetrar og þó að við séum að leggja tvö hundruð kílómetra og eigum þrjú þúsund kílómetra eftir eru þetta fimmtán ár,“ sagði Tryggvi. Ef þeirri uppbyggingu verður flýtt kallar það á aukið fjármagn. „Vandinn er dálítið sá að ef við flýtum því erum við að magna upp þörf fyrir hækkun á gjaldskrá í dreifbýlinu vegna þess að þetta kerfi er allt í dreifbýlinu og aukin fjárfesting þar kallar á þörf á gjaldskrárhækkun þar. Nóg er nú samt,“ sagði forstjóri RARIK.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira