Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 17:27 Frá Skógafossi í dag. Rennsli er lítið í fossinum, líkt og sést á myndinni. Lögreglan á Suðurlandi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í dag vegna mögulegrar krapastíflu í Skógá fyrir ofan fossinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis en ef um stíflu er að ræða gæti áin skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi í morgun fengið ábendingu um að óvenju lítið rennsli væri í Skógafossi. Lögregla hafi athugað málið og sú reyndist einmitt raunin - rennsli var afar lítið. „Miðað við hvernig þetta er venjulega er mjög lítið rennsli í honum, sem gefur okkur hugmynd um að það gæti hugsanlega verið stífla eða stíflur fyrir ofan,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K. Ákveðið var að rýma bílastæðið fyrir framan fossinn, þar sem voru um fimmtán bílar, og ferðamenn á svæðinu beðnir um að koma sér frá fossinum. „Til að taka enga áhættu, og vegna þess að við vitum ekki alveg hvað er í gangi,“ segir Sigurður og bætir við að allir hafi brugðist vel við aðgerðum lögreglu. Staðan verður tekin aftur nú fyrir myrkur og í fyrramálið en svæðinu verður þó haldið lokuðu þangað til á morgun. Sigurður segir að ekki þekkist dæmi um að stífla hafi brostið í ánni. Í tilkynningu lögreglu á Suðurlandi um málið segir jafnframt að stærð mögulegs flóðs muni líklega ákvarðast að miklu leyti af staðsetningu stíflunnar. Vísir/hjalti Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn eru enn við vinnu á svæðinu og þá hefur vatnamælingasviði Veðurstofunnar verið gert viðvart. Ekki verður unnt að kanna aðstæður ofar í ánni að sinni en það verður gert um leið og veður leyfir, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Sigurður segir að rennsli í fossinum hafi þó aukist töluvert síðan í morgun. Best sé þó að hafa allan varann á. „Það er búið að tala við marga, til dæmis staðkunnuga bændur hérna í grenndinni. Þeir eru ekki stressaðir yfir þessu. En þegar kemur upp eitthvað nýtt, og ekki er vitað um það, þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.“ Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í dag vegna mögulegrar krapastíflu í Skógá fyrir ofan fossinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis en ef um stíflu er að ræða gæti áin skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi í morgun fengið ábendingu um að óvenju lítið rennsli væri í Skógafossi. Lögregla hafi athugað málið og sú reyndist einmitt raunin - rennsli var afar lítið. „Miðað við hvernig þetta er venjulega er mjög lítið rennsli í honum, sem gefur okkur hugmynd um að það gæti hugsanlega verið stífla eða stíflur fyrir ofan,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K. Ákveðið var að rýma bílastæðið fyrir framan fossinn, þar sem voru um fimmtán bílar, og ferðamenn á svæðinu beðnir um að koma sér frá fossinum. „Til að taka enga áhættu, og vegna þess að við vitum ekki alveg hvað er í gangi,“ segir Sigurður og bætir við að allir hafi brugðist vel við aðgerðum lögreglu. Staðan verður tekin aftur nú fyrir myrkur og í fyrramálið en svæðinu verður þó haldið lokuðu þangað til á morgun. Sigurður segir að ekki þekkist dæmi um að stífla hafi brostið í ánni. Í tilkynningu lögreglu á Suðurlandi um málið segir jafnframt að stærð mögulegs flóðs muni líklega ákvarðast að miklu leyti af staðsetningu stíflunnar. Vísir/hjalti Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn eru enn við vinnu á svæðinu og þá hefur vatnamælingasviði Veðurstofunnar verið gert viðvart. Ekki verður unnt að kanna aðstæður ofar í ánni að sinni en það verður gert um leið og veður leyfir, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Sigurður segir að rennsli í fossinum hafi þó aukist töluvert síðan í morgun. Best sé þó að hafa allan varann á. „Það er búið að tala við marga, til dæmis staðkunnuga bændur hérna í grenndinni. Þeir eru ekki stressaðir yfir þessu. En þegar kemur upp eitthvað nýtt, og ekki er vitað um það, þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.“
Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02
„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02