Aldrei á ævinni verið svona hrædd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 15:02 Eins og sjá má er hlaðan afar illa farin. Írena Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. „Þetta var hrikalegt. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Það var bara eins og allt væri að springa. Ég er ekki veðurhrædd en ég hef aldrei verið svona hrædd,“ segir Írena Sif í samtali við Vísi. „Ég var sem sagt heima hjá mér á gamla bænum. Ég vakna klukkan þrjú í nótt og finnst eins og húsið sé að springa!“ Írena leit út og sá að dyrnar á hlöðunni sem stendur gegnt bænum var opin. Hún rauk út til að loka dyrunum og reyna að koma í veg fyrir skemmdir. „Ég ætlaði að reyna að bjarga einhverju sem er að fjúka en fýk með og á tré. Svo lít ég upp og sé að framhliðin á hlöðunni er farin.“ Gistiheimili þeirra Írenu og Jorge er hvíta húsið til vinstri á myndinni. Til hægri er hlaðan þaðan sem allt fýkur út sem getur fokið.Írena Sif Kolniðamyrkur var á þessum tíma í nótt og ekki tók betra við. Rafmagnið fór af og vatnið sömuleiðis. Sambandslaust var. Írena þakkar fyrir að engir gestir voru á gistiheimilinu. „Sem betur fer höfðu tveir gestir sem ætluðu að vera hjá okkur afbókað,“ segir Írena. Þau hafi því haft lokað, sem betur fer. Írena segir sig og eiginmann sinn hafa upplifað sig pínulítil. „Það var alveg myrkur og ég hef aldrei upplifað svona veðurótta. Mér leið eins og ég væri svo lítil. Þrýstingurinn sem myndaðist þegar ég labbaði inn í hlöðuna...mér fannst ég vera að springa. Svo sá maður að maður gat ekkert gert neitt.“ Framhliðin er svo gott sem farin af hlöðunni.Írena Sif Björgunarsveitarfólk hafi komið við á öllum bæjunum á Rangárvöllum og gert hvað þau gátu. Eitthvað var hægt að festa niður en annars lítið í stöðunni. Forgangur sé í sveitinni að huga að dýrum og byggingum sem hýsi þau. Svo hafi ekki verið í tilfelli hlöðu þeirra Írenu og Jorge. „Þar var sem betur fer ekkert sérstaklega verðmætt en þó aukaferðarúm, eitt málverk, púðar úr sófunum. Það fauk náttúrulega allt út.“ Skemmdirnar eru miklar.Írena Sif Þau séu ekki búin að gera sér grein fyrir stöðunni. Þau eru með rafmagn og rafmagnskyndingu og því eru þau með heitt vatn. Á Hvolsvelli er þó enn hitavatnslaust. Fjölskylda Írenu komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hundurinn Spori sló í gegn. Hann er í eigu Kjartans Benediktssonar, föður Írenu. Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. „Þetta var hrikalegt. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Það var bara eins og allt væri að springa. Ég er ekki veðurhrædd en ég hef aldrei verið svona hrædd,“ segir Írena Sif í samtali við Vísi. „Ég var sem sagt heima hjá mér á gamla bænum. Ég vakna klukkan þrjú í nótt og finnst eins og húsið sé að springa!“ Írena leit út og sá að dyrnar á hlöðunni sem stendur gegnt bænum var opin. Hún rauk út til að loka dyrunum og reyna að koma í veg fyrir skemmdir. „Ég ætlaði að reyna að bjarga einhverju sem er að fjúka en fýk með og á tré. Svo lít ég upp og sé að framhliðin á hlöðunni er farin.“ Gistiheimili þeirra Írenu og Jorge er hvíta húsið til vinstri á myndinni. Til hægri er hlaðan þaðan sem allt fýkur út sem getur fokið.Írena Sif Kolniðamyrkur var á þessum tíma í nótt og ekki tók betra við. Rafmagnið fór af og vatnið sömuleiðis. Sambandslaust var. Írena þakkar fyrir að engir gestir voru á gistiheimilinu. „Sem betur fer höfðu tveir gestir sem ætluðu að vera hjá okkur afbókað,“ segir Írena. Þau hafi því haft lokað, sem betur fer. Írena segir sig og eiginmann sinn hafa upplifað sig pínulítil. „Það var alveg myrkur og ég hef aldrei upplifað svona veðurótta. Mér leið eins og ég væri svo lítil. Þrýstingurinn sem myndaðist þegar ég labbaði inn í hlöðuna...mér fannst ég vera að springa. Svo sá maður að maður gat ekkert gert neitt.“ Framhliðin er svo gott sem farin af hlöðunni.Írena Sif Björgunarsveitarfólk hafi komið við á öllum bæjunum á Rangárvöllum og gert hvað þau gátu. Eitthvað var hægt að festa niður en annars lítið í stöðunni. Forgangur sé í sveitinni að huga að dýrum og byggingum sem hýsi þau. Svo hafi ekki verið í tilfelli hlöðu þeirra Írenu og Jorge. „Þar var sem betur fer ekkert sérstaklega verðmætt en þó aukaferðarúm, eitt málverk, púðar úr sófunum. Það fauk náttúrulega allt út.“ Skemmdirnar eru miklar.Írena Sif Þau séu ekki búin að gera sér grein fyrir stöðunni. Þau eru með rafmagn og rafmagnskyndingu og því eru þau með heitt vatn. Á Hvolsvelli er þó enn hitavatnslaust. Fjölskylda Írenu komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hundurinn Spori sló í gegn. Hann er í eigu Kjartans Benediktssonar, föður Írenu.
Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira