Aldrei á ævinni verið svona hrædd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 15:02 Eins og sjá má er hlaðan afar illa farin. Írena Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. „Þetta var hrikalegt. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Það var bara eins og allt væri að springa. Ég er ekki veðurhrædd en ég hef aldrei verið svona hrædd,“ segir Írena Sif í samtali við Vísi. „Ég var sem sagt heima hjá mér á gamla bænum. Ég vakna klukkan þrjú í nótt og finnst eins og húsið sé að springa!“ Írena leit út og sá að dyrnar á hlöðunni sem stendur gegnt bænum var opin. Hún rauk út til að loka dyrunum og reyna að koma í veg fyrir skemmdir. „Ég ætlaði að reyna að bjarga einhverju sem er að fjúka en fýk með og á tré. Svo lít ég upp og sé að framhliðin á hlöðunni er farin.“ Gistiheimili þeirra Írenu og Jorge er hvíta húsið til vinstri á myndinni. Til hægri er hlaðan þaðan sem allt fýkur út sem getur fokið.Írena Sif Kolniðamyrkur var á þessum tíma í nótt og ekki tók betra við. Rafmagnið fór af og vatnið sömuleiðis. Sambandslaust var. Írena þakkar fyrir að engir gestir voru á gistiheimilinu. „Sem betur fer höfðu tveir gestir sem ætluðu að vera hjá okkur afbókað,“ segir Írena. Þau hafi því haft lokað, sem betur fer. Írena segir sig og eiginmann sinn hafa upplifað sig pínulítil. „Það var alveg myrkur og ég hef aldrei upplifað svona veðurótta. Mér leið eins og ég væri svo lítil. Þrýstingurinn sem myndaðist þegar ég labbaði inn í hlöðuna...mér fannst ég vera að springa. Svo sá maður að maður gat ekkert gert neitt.“ Framhliðin er svo gott sem farin af hlöðunni.Írena Sif Björgunarsveitarfólk hafi komið við á öllum bæjunum á Rangárvöllum og gert hvað þau gátu. Eitthvað var hægt að festa niður en annars lítið í stöðunni. Forgangur sé í sveitinni að huga að dýrum og byggingum sem hýsi þau. Svo hafi ekki verið í tilfelli hlöðu þeirra Írenu og Jorge. „Þar var sem betur fer ekkert sérstaklega verðmætt en þó aukaferðarúm, eitt málverk, púðar úr sófunum. Það fauk náttúrulega allt út.“ Skemmdirnar eru miklar.Írena Sif Þau séu ekki búin að gera sér grein fyrir stöðunni. Þau eru með rafmagn og rafmagnskyndingu og því eru þau með heitt vatn. Á Hvolsvelli er þó enn hitavatnslaust. Fjölskylda Írenu komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hundurinn Spori sló í gegn. Hann er í eigu Kjartans Benediktssonar, föður Írenu. Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. „Þetta var hrikalegt. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Það var bara eins og allt væri að springa. Ég er ekki veðurhrædd en ég hef aldrei verið svona hrædd,“ segir Írena Sif í samtali við Vísi. „Ég var sem sagt heima hjá mér á gamla bænum. Ég vakna klukkan þrjú í nótt og finnst eins og húsið sé að springa!“ Írena leit út og sá að dyrnar á hlöðunni sem stendur gegnt bænum var opin. Hún rauk út til að loka dyrunum og reyna að koma í veg fyrir skemmdir. „Ég ætlaði að reyna að bjarga einhverju sem er að fjúka en fýk með og á tré. Svo lít ég upp og sé að framhliðin á hlöðunni er farin.“ Gistiheimili þeirra Írenu og Jorge er hvíta húsið til vinstri á myndinni. Til hægri er hlaðan þaðan sem allt fýkur út sem getur fokið.Írena Sif Kolniðamyrkur var á þessum tíma í nótt og ekki tók betra við. Rafmagnið fór af og vatnið sömuleiðis. Sambandslaust var. Írena þakkar fyrir að engir gestir voru á gistiheimilinu. „Sem betur fer höfðu tveir gestir sem ætluðu að vera hjá okkur afbókað,“ segir Írena. Þau hafi því haft lokað, sem betur fer. Írena segir sig og eiginmann sinn hafa upplifað sig pínulítil. „Það var alveg myrkur og ég hef aldrei upplifað svona veðurótta. Mér leið eins og ég væri svo lítil. Þrýstingurinn sem myndaðist þegar ég labbaði inn í hlöðuna...mér fannst ég vera að springa. Svo sá maður að maður gat ekkert gert neitt.“ Framhliðin er svo gott sem farin af hlöðunni.Írena Sif Björgunarsveitarfólk hafi komið við á öllum bæjunum á Rangárvöllum og gert hvað þau gátu. Eitthvað var hægt að festa niður en annars lítið í stöðunni. Forgangur sé í sveitinni að huga að dýrum og byggingum sem hýsi þau. Svo hafi ekki verið í tilfelli hlöðu þeirra Írenu og Jorge. „Þar var sem betur fer ekkert sérstaklega verðmætt en þó aukaferðarúm, eitt málverk, púðar úr sófunum. Það fauk náttúrulega allt út.“ Skemmdirnar eru miklar.Írena Sif Þau séu ekki búin að gera sér grein fyrir stöðunni. Þau eru með rafmagn og rafmagnskyndingu og því eru þau með heitt vatn. Á Hvolsvelli er þó enn hitavatnslaust. Fjölskylda Írenu komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hundurinn Spori sló í gegn. Hann er í eigu Kjartans Benediktssonar, föður Írenu.
Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira