Það gustar víða Drífa Snædal skrifar 14. febrúar 2020 13:30 Það hefur oft verið bjartara yfir föstudögum en nú. Óveður geisar um allt land en líka á vettvangi vinnumarkaðarins. Enn hótar ISAL að loka álverinu í Straumsvík ef raforkuverð verður ekki lækkað og enn er ekki hægt að klára kjarasamninga starfsfólks vegna stöðunnar. Það er óþolandi að setja starfsfólk trekk í trekk í þá stöðu að vera óvisst um framtíð sína og afkomu. Staða fyrirtækisins og framtíð skiptir máli fyrir fjölda manns og það er líka fjöldi manns sem þarf að taka þátt í samráði um framtíðina, ekki síst fulltrúar starfsfólks. Ég tek heilshugar undir þessar kröfur sem samþykktar voru í Evrópusamráði starfsfólks Rio Tinto í vikunni vegna stöðunnar hjá ISAL og ALUCHEMIE í Hollandi: „Að fulltrúanefnd allra framleiðslustaða í Evrópu fái afhentar upplýsingar og verði höfð með í ráðum um endurskoðun á rekstri ÍSAL og ALUCHEMIE. Að öllum starfsmönnum ALUCHEMIE og ÍSAL verði gefinn kostur á sálfræðiaðstoð vegna þeirrar óvissu sem ríkir um störf þeirra, auk þess sem bráðnauðsynlegt er að allir starfsmenn fái reglulega upplýsingar um hvað bíður þeirra.“ Vikan veitti heldur ekki tilefni til aukinnar bjartsýni um lausn kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Þó miðaði áfram í samkomulagsátt um breytingar á vaktavinnu sem er eitt af þeim púslum sem þarf til að liðka fyrir þeim samningum sem enn eru eftir á opinbera vinnumarkaðnum. Farið varlega í baráttunni við náttúruöflin og ég hvet starfsfólk til að kynna sér réttindi sín ef veður hamlar vinnu. Upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það hefur oft verið bjartara yfir föstudögum en nú. Óveður geisar um allt land en líka á vettvangi vinnumarkaðarins. Enn hótar ISAL að loka álverinu í Straumsvík ef raforkuverð verður ekki lækkað og enn er ekki hægt að klára kjarasamninga starfsfólks vegna stöðunnar. Það er óþolandi að setja starfsfólk trekk í trekk í þá stöðu að vera óvisst um framtíð sína og afkomu. Staða fyrirtækisins og framtíð skiptir máli fyrir fjölda manns og það er líka fjöldi manns sem þarf að taka þátt í samráði um framtíðina, ekki síst fulltrúar starfsfólks. Ég tek heilshugar undir þessar kröfur sem samþykktar voru í Evrópusamráði starfsfólks Rio Tinto í vikunni vegna stöðunnar hjá ISAL og ALUCHEMIE í Hollandi: „Að fulltrúanefnd allra framleiðslustaða í Evrópu fái afhentar upplýsingar og verði höfð með í ráðum um endurskoðun á rekstri ÍSAL og ALUCHEMIE. Að öllum starfsmönnum ALUCHEMIE og ÍSAL verði gefinn kostur á sálfræðiaðstoð vegna þeirrar óvissu sem ríkir um störf þeirra, auk þess sem bráðnauðsynlegt er að allir starfsmenn fái reglulega upplýsingar um hvað bíður þeirra.“ Vikan veitti heldur ekki tilefni til aukinnar bjartsýni um lausn kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Þó miðaði áfram í samkomulagsátt um breytingar á vaktavinnu sem er eitt af þeim púslum sem þarf til að liðka fyrir þeim samningum sem enn eru eftir á opinbera vinnumarkaðnum. Farið varlega í baráttunni við náttúruöflin og ég hvet starfsfólk til að kynna sér réttindi sín ef veður hamlar vinnu. Upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar