Innlent

Stefnir í eldingar á Suðausturlandi og aðra lægð á morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Veðrið mun svo ganga niður eftir hádegi og á miðnætti rennur síðasta gula viðvörunin út.
Veðrið mun svo ganga niður eftir hádegi og á miðnætti rennur síðasta gula viðvörunin út. Vísir/Haukurinn

Fjöldi eldinga hafa mæst handan veðurskilanna suður af landinu og eru líkur á að þeirra verði vart á Suðausturlandi þegar skilin ganga þar yfir. Víða er nú rok eða „ofsaveður og fárviðri“ á nokkrum stöðum. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands segir að veðrið haldið áfram að versna og nái bráðlega hámarki sunnantil á landinu.

Með morgninum haldi svo áfram að hvessa nyrðra.

Veðrið mun svo ganga niður eftir hádegi og á miðnætti rennur síðasta gula viðvörunin út. Það stefnir þó í aðra lægð á morgun en henni mun væntanlega ekki fylgja jafn sterkur vindur.

„Á morgun nálgast svo næsta lægð, hún er raunar enn dýpri en lægð dagsins í dag. Lægðin í dag ýtir hinsvegar hæðinni yfir Grænlandi lengra til norðurs og veður þrýstibrattinn yfir landinu, og þar með vindstyrkur, ekki jafnmikill og í dag. Reiknað er með að gefa út viðvaranir vegna lægðarinnar á morgun síðdegis í dag, þegar að núverandi veður byrjar að ganga niður,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Hér að neðan má sjá mynd frá klukkan átta sem sýnir eldingar sem hafa greinst á svæðinu síðustu vikuna. Rauðu punktarnir eru eldingar sem hafa mælst í dag.

Veðurstofa Íslands

Tengdar fréttir

Best að reikna með því versta

"Það er þá bara bónus ef það verður aðeins minna,“ segir Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

Rafmagnstruflanir víða

Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×