Veðurfræðingur ekki séð aðra eins spá í langan tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 05:45 Forsíða DV 4. febrúar 1991 en daginn áður gekk mikið óveður yfir landið. Þá mældist mesti vindhraði sem mælst hefur í Vestmannaeyjum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hættu á því að allt fari á hvolf í Vestmannaeyjum gangi spár eftir. Einar, sem hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum í veðurfræðum, vísar í spákort Veðurstofunnar þar sem segir að reikna megi með 110 hnúta vindi, sem samsvarar um 55 m/s undan Suðurlandi klukkan fimm í fyrramálið. Kortið má sjá í færslu Einars hér að neðan. „Hvar endar vindurinn?“ spyr Einar og segist í raun og veru ekki hafa séð aðra eins hvassviðrisspá undanfarin ár. „Þetta er nærri Vestmannaeyjum. Hætt er við að allt fari á hvolf í Eyjum í orðsins fyllstu merkingu ef þetta gengur eftir.“ Einar veltir fyrir sér hvort meðalvindurinn á Stórhöfða nái 40-45 m/s snemma í fyrramálið. „10. des 2019 mældust 40 m/s í NV átt og þótti ægilegt rok í Eyjum,“ segir Einar. Nokkuð var um skemmdir á eyjunni þar sem klæðning fauk af iðnaðarhúsi við höfnina og þak af bílskúr svo eitthvað sé nefnt. „Mesti meðalvindur á Stórhöfða er hins vegar frá stórviðrinu 3. febrúar 1991 - 56,6 m/s.“ Veðurfræðingurinn minnir þó á að þokkalegt skjól sé í bænum á Heimaey þegar er austanátt. Vindurinn geti því verið mun minni þar samanborið við Stórhöfða. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hættu á því að allt fari á hvolf í Vestmannaeyjum gangi spár eftir. Einar, sem hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum í veðurfræðum, vísar í spákort Veðurstofunnar þar sem segir að reikna megi með 110 hnúta vindi, sem samsvarar um 55 m/s undan Suðurlandi klukkan fimm í fyrramálið. Kortið má sjá í færslu Einars hér að neðan. „Hvar endar vindurinn?“ spyr Einar og segist í raun og veru ekki hafa séð aðra eins hvassviðrisspá undanfarin ár. „Þetta er nærri Vestmannaeyjum. Hætt er við að allt fari á hvolf í Eyjum í orðsins fyllstu merkingu ef þetta gengur eftir.“ Einar veltir fyrir sér hvort meðalvindurinn á Stórhöfða nái 40-45 m/s snemma í fyrramálið. „10. des 2019 mældust 40 m/s í NV átt og þótti ægilegt rok í Eyjum,“ segir Einar. Nokkuð var um skemmdir á eyjunni þar sem klæðning fauk af iðnaðarhúsi við höfnina og þak af bílskúr svo eitthvað sé nefnt. „Mesti meðalvindur á Stórhöfða er hins vegar frá stórviðrinu 3. febrúar 1991 - 56,6 m/s.“ Veðurfræðingurinn minnir þó á að þokkalegt skjól sé í bænum á Heimaey þegar er austanátt. Vindurinn geti því verið mun minni þar samanborið við Stórhöfða.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59