Innlent

Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Björgunarsveitin í Vestmannaeyjum hefur haft í nógu að snúast í nótt.
Björgunarsveitin í Vestmannaeyjum hefur haft í nógu að snúast í nótt. Mynd/Tígull

Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. Þá hafa björgunarsveitir í bænum verið kallaðar út þar sem járnplötur og klæðningar eru farnar að losna af festingum.

Aðgerðarstjórn í Vestmannaeyjum er full mönnuð og fylgst er grannt með þróuninni. Að sögn lögreglu er veðrið verra en spáin gerði ráð fyrir. Gert hafi verið ráð fyrir 32 m/sek klukkan tvö sem urðu 39 m/sek.

Þá var meðal vindur við Hvamm undir Eyjafjöllum, klukkan 3:10, 24 m/sek en sló í 51 m/sek í hviðum og í landeyjahöfn hefur slegið í 42 m/sek.

Lögreglumenn að störfum í Vestmannaeyjum í nótt.Mynd/Tígull

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×