Fleiri Íslendingar hafna raunverulegum orsökum hlýnunar jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2020 15:57 Vísindamenn hafa vitað að athafnir manna vald hnattrænni hlýnun á jörðinni. Engu að síður fjölgar Íslendingum sem telja náttúrulegar orsakir fyrir hlýnuninni. Vísir/Getty Tæplega fimmtungur svarenda í nýrri skoðanakönnun Gallup telur að hlýnun jarðar undanfarna öld sé vegna náttúrulegra breytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytingum. Hlutfall þeirra hefur hækkað um níu prósentustig frá því að sambærileg könnun var gerð fyrir rúmu ári. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um um það bil eina gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Rannsóknir sýna að menn bera ábyrgð á allri þeirri hlýnun. Umhverfiskönnun Gallup bendir engu að síður til þess að fleiri Íslendingar hafni nú þekkingu vísindamanna á orsökum hnattrænnar hlýnunar. Þannig sögðust nú 23,2% svarenda telja að hækkun á hitastigi jarðar á síðustu öld sé meira vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu sem eru ekki af mannanna völdum í könnun sem var gerð í janúar. Hlutfallið var 14,2% þegar sömu spurningar var spurt í desember árið 2018. Tveir af hverjum þremur svarendum töldu að hlýnun væri vegna mengunar af völdum manna. Hlutfallið dróst saman um 9,4 prósentustig frá síðustu könnun. Svipað hlutfall sagðist ekki vita það, á bilinu 10-11% í hvorri könnun. Sjá einnig: Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að viðhorfsbreytingin sé almenn en þeim sem aðhyllast náttúrulegar orsakir hlýnunar fjölgaði mest hjá fólki á aldrinum 45-55 ára, um 20%. Frekari niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á umhverfisráðstefnu Gallup sem verður haldin í næstu viku. Merki hafa verið um að afneitun á vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum hafi vaxið ásmegin á Íslandi undanfarin. Umhverfisstofnun greip þannig til þess óvanalega ráðs að senda frá sér tilkynningu til að árétta að loftslagsbreytingar séu staðreynd í haust. Vísaði stofnunin til umræðu um að hlýnun af völdum manna eigi sér annað hvort ekki stað eða að umræða vísindamanna byggðist á ýkjum. Loftslagsmál Skoðanakannanir Vísindi Tengdar fréttir Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Tæplega fimmtungur svarenda í nýrri skoðanakönnun Gallup telur að hlýnun jarðar undanfarna öld sé vegna náttúrulegra breytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytingum. Hlutfall þeirra hefur hækkað um níu prósentustig frá því að sambærileg könnun var gerð fyrir rúmu ári. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um um það bil eina gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Rannsóknir sýna að menn bera ábyrgð á allri þeirri hlýnun. Umhverfiskönnun Gallup bendir engu að síður til þess að fleiri Íslendingar hafni nú þekkingu vísindamanna á orsökum hnattrænnar hlýnunar. Þannig sögðust nú 23,2% svarenda telja að hækkun á hitastigi jarðar á síðustu öld sé meira vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu sem eru ekki af mannanna völdum í könnun sem var gerð í janúar. Hlutfallið var 14,2% þegar sömu spurningar var spurt í desember árið 2018. Tveir af hverjum þremur svarendum töldu að hlýnun væri vegna mengunar af völdum manna. Hlutfallið dróst saman um 9,4 prósentustig frá síðustu könnun. Svipað hlutfall sagðist ekki vita það, á bilinu 10-11% í hvorri könnun. Sjá einnig: Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að viðhorfsbreytingin sé almenn en þeim sem aðhyllast náttúrulegar orsakir hlýnunar fjölgaði mest hjá fólki á aldrinum 45-55 ára, um 20%. Frekari niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á umhverfisráðstefnu Gallup sem verður haldin í næstu viku. Merki hafa verið um að afneitun á vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum hafi vaxið ásmegin á Íslandi undanfarin. Umhverfisstofnun greip þannig til þess óvanalega ráðs að senda frá sér tilkynningu til að árétta að loftslagsbreytingar séu staðreynd í haust. Vísaði stofnunin til umræðu um að hlýnun af völdum manna eigi sér annað hvort ekki stað eða að umræða vísindamanna byggðist á ýkjum.
Loftslagsmál Skoðanakannanir Vísindi Tengdar fréttir Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30