Opin fyrir því að semja sérstaklega við starfsfólk á leikskólum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 14:23 Óhætt er að segja að mikið sé í húfi því næsta verkfall verður að óbreyttu laust fyrir miðnætti á mánudag en það verður ótímabundið. Vísir/Stöð 2 Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segist vera opin fyrir því að ræða kjör starfsfólks á leikskólum sérstaklega. Ótímabundið verkfall Eflingarstarfsfólks sem skellur á laust fyrir miðnætti á mánudag sé mikið áhyggjuefni. Í dag er þriðji verkfallsdagurinn í röð hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg en verkfallið stendur til miðnættis í kvöld. Síðasti fundur samninganefndanna fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara á föstudag og bar ekki mikinn árangur. Búið var að boða samninganefndirnar til fundar á mánudag, rétt áður en verkfallið skall á, en þeim fundi var aflýst með skömmum fyrirvara. Fréttastofa fékk þau svör frá embætti ríkissáttasemjara fyrir hádegi að ekki væri búið að boða til nýs fundar og er alls óvíst hvenær það verður gert. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði að staðan í samningaviðræðunum væri óbreytt og að enn væri langt í land. „Það er þá viðfangsefni okkar. Það sem við höfum bent á er að við viljum gjarnan ræða einstaka hópa. Ef það er mat Eflingar að það séu einhverjir hópar sem þurfi að skoða sérstaklega - sem til dæmis hefur verið bent á starfsmenn á leikskól - þá hefðum við viljað taka þá umræðu,“ segir Harpa. Þannig að þið eruð opin fyrir því að taka starfsfólk leikskólanna út fyrir sviga og skoða sérstaklega? „Við höfum rætt það að ef það er einhver flötur þar að þá sé sjálfsagt að skoða það. En leiðrétting heilt yfir alla er eitthvað sem við sjáum ekki flöt á,“ svarar Harpa. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið hefur einnig áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali.vísir/vilhelm Óhætt er að segja að mikið sé í húfi því næsta verkfall verður að óbreyttu laust fyrir miðnætti á mánudag en það verður ótímabundið. „Vissulega er það áhyggjuefni en viðfangsefni okkar er að semja við alla starfsmenn Reykjavíkurborgar sem eru með lausa samninga. Ef við sjáum einhvern ómöguleika í framsetningu Eflingar gagnvart öðrum hópum þá er verkfall í sjálfu sér ekki að leysa það,“ segir Harpa og bætir við að samninganefnd borgarinnar hafi mikinn samningsvilja. „Það er einlæg von okkar, samninganefndar Reykjavíkurborgar, að við náum að ganga frá nýjum kjarasamningi sem er öllum mikið hagsmunamál.“ Fáein tilfelli um hugsanleg verkfallsbrot Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, verkfallsvörður Eflingar, var stödd við vörslu í Vesturbænum þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún sagði að örfá tilfelli hefðu komið upp um möguleg verkfallsbrot sem verði skoðuð nánar síðar. Ingibjörg metur þó tilfellin sem svo að ekki hafi endilega verið brotavilji á ferð. „Fólk er að reyna sitt besta og það hefur kannski ekki fengið réttar upplýsingar eða slíkt,“ segir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, verkfallsvörður. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Óréttlátt að etja leikskólakennurum gegn samstarfsfólki í verkfalli Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. 12. febrúar 2020 14:21 Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. 12. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segist vera opin fyrir því að ræða kjör starfsfólks á leikskólum sérstaklega. Ótímabundið verkfall Eflingarstarfsfólks sem skellur á laust fyrir miðnætti á mánudag sé mikið áhyggjuefni. Í dag er þriðji verkfallsdagurinn í röð hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg en verkfallið stendur til miðnættis í kvöld. Síðasti fundur samninganefndanna fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara á föstudag og bar ekki mikinn árangur. Búið var að boða samninganefndirnar til fundar á mánudag, rétt áður en verkfallið skall á, en þeim fundi var aflýst með skömmum fyrirvara. Fréttastofa fékk þau svör frá embætti ríkissáttasemjara fyrir hádegi að ekki væri búið að boða til nýs fundar og er alls óvíst hvenær það verður gert. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði að staðan í samningaviðræðunum væri óbreytt og að enn væri langt í land. „Það er þá viðfangsefni okkar. Það sem við höfum bent á er að við viljum gjarnan ræða einstaka hópa. Ef það er mat Eflingar að það séu einhverjir hópar sem þurfi að skoða sérstaklega - sem til dæmis hefur verið bent á starfsmenn á leikskól - þá hefðum við viljað taka þá umræðu,“ segir Harpa. Þannig að þið eruð opin fyrir því að taka starfsfólk leikskólanna út fyrir sviga og skoða sérstaklega? „Við höfum rætt það að ef það er einhver flötur þar að þá sé sjálfsagt að skoða það. En leiðrétting heilt yfir alla er eitthvað sem við sjáum ekki flöt á,“ svarar Harpa. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið hefur einnig áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali.vísir/vilhelm Óhætt er að segja að mikið sé í húfi því næsta verkfall verður að óbreyttu laust fyrir miðnætti á mánudag en það verður ótímabundið. „Vissulega er það áhyggjuefni en viðfangsefni okkar er að semja við alla starfsmenn Reykjavíkurborgar sem eru með lausa samninga. Ef við sjáum einhvern ómöguleika í framsetningu Eflingar gagnvart öðrum hópum þá er verkfall í sjálfu sér ekki að leysa það,“ segir Harpa og bætir við að samninganefnd borgarinnar hafi mikinn samningsvilja. „Það er einlæg von okkar, samninganefndar Reykjavíkurborgar, að við náum að ganga frá nýjum kjarasamningi sem er öllum mikið hagsmunamál.“ Fáein tilfelli um hugsanleg verkfallsbrot Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, verkfallsvörður Eflingar, var stödd við vörslu í Vesturbænum þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún sagði að örfá tilfelli hefðu komið upp um möguleg verkfallsbrot sem verði skoðuð nánar síðar. Ingibjörg metur þó tilfellin sem svo að ekki hafi endilega verið brotavilji á ferð. „Fólk er að reyna sitt besta og það hefur kannski ekki fengið réttar upplýsingar eða slíkt,“ segir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, verkfallsvörður.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Óréttlátt að etja leikskólakennurum gegn samstarfsfólki í verkfalli Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. 12. febrúar 2020 14:21 Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. 12. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Óréttlátt að etja leikskólakennurum gegn samstarfsfólki í verkfalli Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. 12. febrúar 2020 14:21
Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30
Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15
Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. 12. febrúar 2020 18:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent