Innlent

Víðtækar lokanir á vegum um allt land

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áætlaðar lokanir á vegum á morgun.
Áætlaðar lokanir á vegum á morgun.

Mjög líklegt verður að teljast að komi til lokana á fjölmörgum vegum um land allt á morgun. Vegagerðin hefur birt lista yfir þá vegi sem eru á óvissustigi vegna veðursins sem er á leiðinni. Endanleg ákvörðun um lokun og síðan opnun aftur er tekin í hverju tilviki fyrir sig.

Óvissustigi almannavarna fyrir allt landið hefur verið lýst yfir lægðinni sem lýst hefur verið sem „sprengilægð.“

Búast má við því að lokanir byrji snemma í nótt, sé tekið mið af nýjustu spám veðurfræðinga.

Sjá einnig: Óvissustigi almannavarna fyrir allt landið lýst yfir vegna sprengilægðarinnar

Reiknað er með því að Hellisheiði verði lokuð frá því klukkan tvö í nótt og til þrjú síðdegis á morgun. Lyngdalsheiði verður að líkindum lokuð frá fjögur í nótt til þrjú síðdegis. Lokað verður fyrir umferð um Kjalarnes frá þrjú í nótt og til tvö eftir hádegi á morgun.

Þá verður lokað fyrir umferð um Reykjanesbraut frá eitt í nótt og sömu sögu er að segja um Suðurstrandaveg og Grindavíkurveg.

Á Vesturlandi má reikna með að þjóðvegurinn um Hafnarfjall verði lokaður og Holtavörðuheiði.

Að neðan má sjá áætlaða lokunartíma á nokkrum af vegum landsins.


Tengdar fréttir

Lögregla vill að Eyjamenn taki óveðurspána alvarlega

Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×