Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 13:10 Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir. Mynd/S2 Sport Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag 23manna hóp fyrir næsta verkefni kvennalandsliðsins sem eru þrír leikir á Pinatar æfingamótinu í mars. Tveir nýliðar eru í hópnum, en þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi hafa aldrei áður verið valdar. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkis og Natasha Anasi er fyrirliði Keflavíkur. Natasha Anasi fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári eins og Cloé Lacasse en þær eru miklir félagar síðan þær spiluðu saman með ÍBV. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkisliðsins sem tryggði sér Reyjavíkurmeistaratitilinn á dögunum. Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik því markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafa ekki spilað fyrir A-landsliðið þó svo að þær hafi verið áður í hópnum. Það eru forföll hjá íslenska liðinu. Ásta Eir Árnadóttir gaf ekki kost á sér og þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sif Atladóttir eru meiddar. Undanfarin ár hefur íslenska liðið tekur þátt í Algarve Cup á sama tíma, en í ár er það mót minna í sniðum og fékk liðið því ekki sæti þar. Ísland tekur þátt í þessu móti á Pinatar á Spáni í staðinni og mætir þar Norður Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars. Æfingamótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi, en báðir leikirnir fara fram ytra. Our squad for the Pinatar Cup in Spain at the start of March. We play Northern Ireland, Scotland and Ukraine. Hópur A landsliðs kvenna sem fer á Pinatar Cup á Spáni í byrjun mars.#dottirpic.twitter.com/e6OQNafMaA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 13, 2020 Landsliðshópurinn á Pinatar mótinu: Markverðir Sandra Sigurðardóttir, Val | 27 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR | NýliðiVarnarmenn Hallbera Guðný Gísladóttir, Val | 109 leikir Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård | 81 leikur, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården | 27 leikir Guðný Árnadóttir, Val | 5 leikir Anna Rakel Pétursdóttir, Uppsala | 6 leikir Natasha Anasi, Keflavík | Nýliði Elísa Viðarsdóttir, Val | 36 leikirMiðjumenn Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi | 85 leikir, 25 mörk Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki | 5 leikir, 1 mark Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki | 100 leikir, 9 mörk Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH | 18 leikir Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki | 27 leikir, 2 mörkSóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Val | 106 leikir, 17 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir, AC Milan | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen, Val | 46 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir, Val | 12 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad | 19 leikir, 1 mark EM 2021 í Englandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag 23manna hóp fyrir næsta verkefni kvennalandsliðsins sem eru þrír leikir á Pinatar æfingamótinu í mars. Tveir nýliðar eru í hópnum, en þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi hafa aldrei áður verið valdar. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkis og Natasha Anasi er fyrirliði Keflavíkur. Natasha Anasi fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári eins og Cloé Lacasse en þær eru miklir félagar síðan þær spiluðu saman með ÍBV. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkisliðsins sem tryggði sér Reyjavíkurmeistaratitilinn á dögunum. Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik því markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafa ekki spilað fyrir A-landsliðið þó svo að þær hafi verið áður í hópnum. Það eru forföll hjá íslenska liðinu. Ásta Eir Árnadóttir gaf ekki kost á sér og þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sif Atladóttir eru meiddar. Undanfarin ár hefur íslenska liðið tekur þátt í Algarve Cup á sama tíma, en í ár er það mót minna í sniðum og fékk liðið því ekki sæti þar. Ísland tekur þátt í þessu móti á Pinatar á Spáni í staðinni og mætir þar Norður Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars. Æfingamótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi, en báðir leikirnir fara fram ytra. Our squad for the Pinatar Cup in Spain at the start of March. We play Northern Ireland, Scotland and Ukraine. Hópur A landsliðs kvenna sem fer á Pinatar Cup á Spáni í byrjun mars.#dottirpic.twitter.com/e6OQNafMaA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 13, 2020 Landsliðshópurinn á Pinatar mótinu: Markverðir Sandra Sigurðardóttir, Val | 27 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR | NýliðiVarnarmenn Hallbera Guðný Gísladóttir, Val | 109 leikir Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård | 81 leikur, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården | 27 leikir Guðný Árnadóttir, Val | 5 leikir Anna Rakel Pétursdóttir, Uppsala | 6 leikir Natasha Anasi, Keflavík | Nýliði Elísa Viðarsdóttir, Val | 36 leikirMiðjumenn Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi | 85 leikir, 25 mörk Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki | 5 leikir, 1 mark Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki | 100 leikir, 9 mörk Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH | 18 leikir Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki | 27 leikir, 2 mörkSóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Val | 106 leikir, 17 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir, AC Milan | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen, Val | 46 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir, Val | 12 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad | 19 leikir, 1 mark
EM 2021 í Englandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira