Flutti inn á heimavist dóttur sinnar og misnotaði ungmenni í tæpan áratug Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2020 12:30 Frá blaðamananfundi á þriðjudaginn þar sem ákærurnar gegn Lawrence Ray voru tilkynntar. AP/Jim Mustian Saksóknarar í New York hafa ákært mann fyrir að misnota vini og vinkonur dóttur sinnar í Sarah Lawrence háskólanum í New York og stýra kynlífssértrúarsöfnuði. Hinum sextuga Lawrence Ray er einnig gert að hafa kúgað milljón dollara út úr ungu konunum og stjórnað lífi þeirra. Brot hans stóðu yfir í nærri því áratug en New York Magazine varpaði ljósi á málið í umfangsmikilli grein í fyrra. Saksóknarar segja þá grein hafa leitt til rannsóknar á atferli Ray. Ray er einnig sakaður um þrælkun og kynlífsþrælkun með því að hafa þvingað eina unga konu út í vændi. Hann var handtekinn á þriðjudaginn en hann neitar sök og segir að um samsæri gegn sér sé að ræða. Samkvæmt áðurnefndri grein og ásökununum gegn Ray, var honum sleppt úr fangelsi árið 2010 og fluttist hann þá inn á heimavist dóttur hans. Á næstu árum braut hann niður ungt fólk sem bjó með dóttur hans og misnotaði það á margvíslegan hátt. Hann gekk ungmennunum að mörgu leyti í föðurstað og hélt reglulega meðferðartíma þar sem hann sannfærði þau að hann gæti hjálpað þeim með vandamál þeirra. Þá vann hann að því að slíta samband unga fólksins við foreldra þeirra og aðra fjölskyldumeðlimi. Að endingu hafði hann þvingað mörg þeirra til að játa glæpi sem þau höfðu ekki framið og þær játningar notaði hann til að kúga þau. „Í tæplega áratug, hefur Ray ítrekað pyntað fórnarlömb sín andlega og líkamlega,“ sagði William F. Sweeney, yfirmaður skrifstofu alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York á þriðjudaginn samkvæmt frétt New York Times. Dularfull saga Ray Ray á sér verulega skrítna, dularfulla og merkilega sögu. Hann hefur tengsl við mafíósa í New York, háttsetta löggæslumenn og hershöfðingja og kom eitt sinn á fundi milli Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra New York, og Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að hann hafi unnið fyrir bandaríska leyniþjónustu og komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Samkvæmt umfjöllun New York Times um Ray er eitthvað til í þeim yfirlýsingum hans. Viðmælendur NYT lýstu honum sem „meistara“ í því að spila með fólk. Snemma á tíunda áratug síðustu aldar stofnaði Ray tryggingafyrirtæki og myndaði tengsl við mann sem heitir Frank DiTommaso og er sagður tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í New York. Hann vingaðist einnig við Bernard B. Kerik, sem varð árum seinna lögreglustjóri í New York. Á einhverjum tímapunkti varð Ray sannfærður um að einhver í mafíunni væri að reyna að myrða hann og Kerik hjálpaði honum að leita til alríkislögreglunnar. Ray gerðist uppljóstrari fyrir FBI en að endingu kom í ljós að var að reyna að skýla sjálfum sér og var Ray sjálfur ákærður vegna umfangsmikils svikamáls Gambino-glæpafjölskyldunnar. Saksóknarar sögðu Ray hafa logið ítrekað að útsendurum FBI. Hann var sakfelldur fyrir mútugreiðslur og árið 2004 var hann dæmdur til fimm ára skilorðsbundins fangelsis. Bernard Kerik árið 2009.Vísir/Getty Felldi yfirmann lögreglunnar í New York Árið 2000 var Kerik skipaður lögreglustjóri í New York og varð hann þjóðþekktur í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana árið 2001. Árið 2004 tilnefndi George W. Bush, þáverandi forseti, Kerik í embætti yfirmanns heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna. Hneykslismál, sem Ray kom að, komu þó í veg fyrir skipun Kerik í embætti og hann var á endanum ákærður fyrir spillingu og dæmdur í fangelsi. Eitt málanna sneri bæði að Ray og DiTommaso en tölvupóstar á milli Ray og Kerik sýndu að árið 1999, þegar Kerik var að gera upp íbúð sína, gaf fyrirtæki DiTommaso lögreglumanninum vinnu fyrir um tvö hundruð þúsund dali. Eins og fram kom hér að ofan er DiTommaso sagður tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í New York. Ray starfaði með rannsakendum í málinu gegn Kerik og hjálpaði við að fangelsa hann. Það sem meira er, svo virðist sem að Ray hafi sjálfur opinberað spillingu Kerik. Viku eftir að Bush tilnefndi hann í áðurnefnt embætti, dró Kerik umsókn sína til baka og sagði ástæðuna vera að hann hefði eitt sinn ráðið ólöglegan innflytjenda sem barnfóstru. Tveimur dögum seinna birtist grein í Daily News þar sem fram komu ýmsar spillingarásakanir gegn Kerik og allar tengdust þær Ray. Ray sjálfur var heimildarmaður blaðamannanna sem skrifuðu fréttina. Talið er mögulegt að hann hafi verið að hefna sín á Kerik, sem Ray taldi hafa svikið sig eftir að Kerik hjálpaði honum ekki að losna undan refsingu í svikamáli Gambino-fjölskyldunnar. Keyrði Gorbatsjov um á eigin bíl Ray þekki einhverra hluta vegna til embættismanna í Rússlandi og hefur hann oft haldið því fram að hann hafi komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Sömuleiðis þekkti hann mann sem starfaði í áraraðir sem túlkur Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Árið 1997 fékk Ray Gorbatsjov til að koma til New York og hitta Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra. Ray keyrði Gorbachev um borgina á sínum eigin bíl. Hann sagði að fundurinn á milli Gorbechev og Giuliani hafi verið að beiðni Kerik en mánuði síðar hækkaði borgarstjórinn Kerik í tign og setti hann yfir fangelsisstofnun borgarinnar. Þegar Gorbachev fór svo frá New York til Los Angeles var það Ray sem kom á fundi hans og leikarans Robert De Niro. Barinn til óbóta af mafíósa Kerik er langt frá því að vera sá eini sem Ray er sagður hafa svikið. Hann hjálpaði yfirvöldum einnig í málaferlum gegn DiTommaso og bar meðal annars vitni gegn honum þegar hann var ákærður fyrir að ljúga að rannsakendum í tengslum við rannsóknina gegn Kerik. Árið 2015 var Ray á hótelbar, ásamt tveimur fórnarlamba sinna, þegar DiTommaso sá hann og réðst á hann. Daily News birtu myndband af árásinni árið 2017. Mikhail Gorbachev og Rudy Giuliani í ráðhúsi New York árið 1997.Vísir/New York borg Fangelsaður vegna heimilisofbeldis Árið 2006 var Ray handtekinn eftir að þáverandi kærasta hans sakaði hann um heimilisofbeldi. Þá sagði hann lögregluþjóni að um einhvers konar samsæri gegn honum væri að ráða og kærastan hefði sakað hann um ofbeldi til að láta hann líta illa út. Hún dró þó ákæru sína til baka og málið var látið falla niður. Saksóknarar töldu þó að með því að vera handtekinn hefði hann brotið gegn skilorðsdómi hans frá 2004 og var lýst eftir honum. Lögregluþjónar fundu hann á heimili vinar hans, þar sem Ray bjó með Talíu dóttur sinni. Einn lögregluþjónninn sem handtók Ray sagði Talíu hafa öskrað á lögregluþjónana að þeir væru spilltir og væru að handtaka faðir hennar á vegum Giuliani og Kerik. Í september 2010 var honum sleppt úr fangelsi og var dóttir hans þá í Sarah Lawrence. Hún bjó í húsi á heimavist skólans ásamt sjö öðrum nemendum. Nokkrum dögum eftir að Ray losnaði úr fangelsi flutti hann í húsið. Þá hafði Talía oft sagt vinum sínum frá föður hennar og sagði hann hafa verið dæmdan í fangelsi fyrir að reyna að verja hana frá móður hennar sem átti að hafa misþyrmt henni og vegna spillingar opinberra embættismanna. Fljótur að spila með ungt fólk Miðað við frásögn New York Magazine tók það Ray tiltölulega skamman tíma að fá allan vinahópinn á sitt band. Hann sagði þeim meðal annars frá merkilegri ævi sinni og meintum störfum sínum fyrir leyniþjónustu bandaríkjanna. Hann sannfærði vinahópinn um að hann gæti hjálpað þeim að ná betri tökum á lífinu og veitti þeim reglulega ráðgjöf, eins og einhvers konar sálfræðingur. Í hópnum var ung kona sem heitir Isabella. Hún var besta vinkona Talíu og hafði nýverið hætt með kærasta sínum. Ray tók hana undir verndarvæng sinn. „Ég var 19 ára og ég átti í erfiðleikum með að átta mig á lífinu. Ég var ekki á góðum stað,“ sagði hún við blaðamenn NYM. Í desember 2010 hringdi Ray í móður Isabellu og sagði að hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi þegar hún var ung. Hann sagði að hún myndi ekki fara heim í jólafríinu og sakaði móður hennar um að hafa valdið þessu meinta kynferðislega ofbeldi. Isabella varði jólafríinu með Ray, Talíu og kærasta hennar. Þau bjuggu saman í lítilli íbúð og deildu Ray og Isabella herbergi. Kærasti Talíu sagði ástandið á heimilinu hafa verið mjög undarlegt og að hann hafi hætt með Talíu vegna hegðunar Ray, sem hafi í raun stýrt lífi þeirra. Ray sneri hópnum gegn fjölskyldum þeirra. Þau leituðu jafnt til forsvarsmanna skólans og lögreglunnar en þar voru svörin yfirleitt þau sömu. Ekkert væri hægt að aðhafast þar sem allir sem að málinu komu voru lögráða. Bjó enn með tveimur stúlkum úr hópnum Með ógnunum og pyntingum þvingaði Ray fólkið til að játa á sig glæpi sem þau höfðu ekki framið og neyddi þau til að greiða sér fé. Hann fékk nokkra úr hópnum til að játa að þau hefðu reynt að eitra fyrir honum. Þau sögðust hafa gert það á vegum Giuliani og Kerik. Eina unga konu úr hópnum þvingaði hann út í vændi og hirti hann alla peningana sem hún fékk fyrir vændið. Saksóknarar segja það hafa verið hundruð þúsunda dala. Þegar grein NYM var skrifuð í fyrra bjó Ray enn með Isabellu og annarri konu úr hópnum. Öðrum hafði tekist að flýja og aðrir hafa endað á götunni. Sú sem hann þvingaði út í vændi flúði í byrjun apríl í fyrra með hjálp fyrrverandi vinnuveitanda sem hún leitaði í fyrstu til svo hún gæti fengið hálfa milljón dala hjá honum til að borga Ray, vegna skemmda sem hún átti að hafa valdið honum. Eftir að hún sagði vinnuveitandanum að Ray hafi bundið hana við stól og sett plastpoka yfir höfuð hennar, keypti sá strax flugmiða fyrir hana og hefur hún leitað sér sálfræðihjálpar. Ray var enn að leita hennar þegar greinin var birt. Ekki liggur fyrir hvað hefur orðið af konunum tveimur sem Ray bjó enn með í fyrra. Bandaríkin Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Saksóknarar í New York hafa ákært mann fyrir að misnota vini og vinkonur dóttur sinnar í Sarah Lawrence háskólanum í New York og stýra kynlífssértrúarsöfnuði. Hinum sextuga Lawrence Ray er einnig gert að hafa kúgað milljón dollara út úr ungu konunum og stjórnað lífi þeirra. Brot hans stóðu yfir í nærri því áratug en New York Magazine varpaði ljósi á málið í umfangsmikilli grein í fyrra. Saksóknarar segja þá grein hafa leitt til rannsóknar á atferli Ray. Ray er einnig sakaður um þrælkun og kynlífsþrælkun með því að hafa þvingað eina unga konu út í vændi. Hann var handtekinn á þriðjudaginn en hann neitar sök og segir að um samsæri gegn sér sé að ræða. Samkvæmt áðurnefndri grein og ásökununum gegn Ray, var honum sleppt úr fangelsi árið 2010 og fluttist hann þá inn á heimavist dóttur hans. Á næstu árum braut hann niður ungt fólk sem bjó með dóttur hans og misnotaði það á margvíslegan hátt. Hann gekk ungmennunum að mörgu leyti í föðurstað og hélt reglulega meðferðartíma þar sem hann sannfærði þau að hann gæti hjálpað þeim með vandamál þeirra. Þá vann hann að því að slíta samband unga fólksins við foreldra þeirra og aðra fjölskyldumeðlimi. Að endingu hafði hann þvingað mörg þeirra til að játa glæpi sem þau höfðu ekki framið og þær játningar notaði hann til að kúga þau. „Í tæplega áratug, hefur Ray ítrekað pyntað fórnarlömb sín andlega og líkamlega,“ sagði William F. Sweeney, yfirmaður skrifstofu alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York á þriðjudaginn samkvæmt frétt New York Times. Dularfull saga Ray Ray á sér verulega skrítna, dularfulla og merkilega sögu. Hann hefur tengsl við mafíósa í New York, háttsetta löggæslumenn og hershöfðingja og kom eitt sinn á fundi milli Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra New York, og Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu. Hann hefur sömuleiðis haldið því fram að hann hafi unnið fyrir bandaríska leyniþjónustu og komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Samkvæmt umfjöllun New York Times um Ray er eitthvað til í þeim yfirlýsingum hans. Viðmælendur NYT lýstu honum sem „meistara“ í því að spila með fólk. Snemma á tíunda áratug síðustu aldar stofnaði Ray tryggingafyrirtæki og myndaði tengsl við mann sem heitir Frank DiTommaso og er sagður tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í New York. Hann vingaðist einnig við Bernard B. Kerik, sem varð árum seinna lögreglustjóri í New York. Á einhverjum tímapunkti varð Ray sannfærður um að einhver í mafíunni væri að reyna að myrða hann og Kerik hjálpaði honum að leita til alríkislögreglunnar. Ray gerðist uppljóstrari fyrir FBI en að endingu kom í ljós að var að reyna að skýla sjálfum sér og var Ray sjálfur ákærður vegna umfangsmikils svikamáls Gambino-glæpafjölskyldunnar. Saksóknarar sögðu Ray hafa logið ítrekað að útsendurum FBI. Hann var sakfelldur fyrir mútugreiðslur og árið 2004 var hann dæmdur til fimm ára skilorðsbundins fangelsis. Bernard Kerik árið 2009.Vísir/Getty Felldi yfirmann lögreglunnar í New York Árið 2000 var Kerik skipaður lögreglustjóri í New York og varð hann þjóðþekktur í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana árið 2001. Árið 2004 tilnefndi George W. Bush, þáverandi forseti, Kerik í embætti yfirmanns heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna. Hneykslismál, sem Ray kom að, komu þó í veg fyrir skipun Kerik í embætti og hann var á endanum ákærður fyrir spillingu og dæmdur í fangelsi. Eitt málanna sneri bæði að Ray og DiTommaso en tölvupóstar á milli Ray og Kerik sýndu að árið 1999, þegar Kerik var að gera upp íbúð sína, gaf fyrirtæki DiTommaso lögreglumanninum vinnu fyrir um tvö hundruð þúsund dali. Eins og fram kom hér að ofan er DiTommaso sagður tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í New York. Ray starfaði með rannsakendum í málinu gegn Kerik og hjálpaði við að fangelsa hann. Það sem meira er, svo virðist sem að Ray hafi sjálfur opinberað spillingu Kerik. Viku eftir að Bush tilnefndi hann í áðurnefnt embætti, dró Kerik umsókn sína til baka og sagði ástæðuna vera að hann hefði eitt sinn ráðið ólöglegan innflytjenda sem barnfóstru. Tveimur dögum seinna birtist grein í Daily News þar sem fram komu ýmsar spillingarásakanir gegn Kerik og allar tengdust þær Ray. Ray sjálfur var heimildarmaður blaðamannanna sem skrifuðu fréttina. Talið er mögulegt að hann hafi verið að hefna sín á Kerik, sem Ray taldi hafa svikið sig eftir að Kerik hjálpaði honum ekki að losna undan refsingu í svikamáli Gambino-fjölskyldunnar. Keyrði Gorbatsjov um á eigin bíl Ray þekki einhverra hluta vegna til embættismanna í Rússlandi og hefur hann oft haldið því fram að hann hafi komið að því að binda enda á stríðið í Kósóvó. Sömuleiðis þekkti hann mann sem starfaði í áraraðir sem túlkur Mikaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Árið 1997 fékk Ray Gorbatsjov til að koma til New York og hitta Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóra. Ray keyrði Gorbachev um borgina á sínum eigin bíl. Hann sagði að fundurinn á milli Gorbechev og Giuliani hafi verið að beiðni Kerik en mánuði síðar hækkaði borgarstjórinn Kerik í tign og setti hann yfir fangelsisstofnun borgarinnar. Þegar Gorbachev fór svo frá New York til Los Angeles var það Ray sem kom á fundi hans og leikarans Robert De Niro. Barinn til óbóta af mafíósa Kerik er langt frá því að vera sá eini sem Ray er sagður hafa svikið. Hann hjálpaði yfirvöldum einnig í málaferlum gegn DiTommaso og bar meðal annars vitni gegn honum þegar hann var ákærður fyrir að ljúga að rannsakendum í tengslum við rannsóknina gegn Kerik. Árið 2015 var Ray á hótelbar, ásamt tveimur fórnarlamba sinna, þegar DiTommaso sá hann og réðst á hann. Daily News birtu myndband af árásinni árið 2017. Mikhail Gorbachev og Rudy Giuliani í ráðhúsi New York árið 1997.Vísir/New York borg Fangelsaður vegna heimilisofbeldis Árið 2006 var Ray handtekinn eftir að þáverandi kærasta hans sakaði hann um heimilisofbeldi. Þá sagði hann lögregluþjóni að um einhvers konar samsæri gegn honum væri að ráða og kærastan hefði sakað hann um ofbeldi til að láta hann líta illa út. Hún dró þó ákæru sína til baka og málið var látið falla niður. Saksóknarar töldu þó að með því að vera handtekinn hefði hann brotið gegn skilorðsdómi hans frá 2004 og var lýst eftir honum. Lögregluþjónar fundu hann á heimili vinar hans, þar sem Ray bjó með Talíu dóttur sinni. Einn lögregluþjónninn sem handtók Ray sagði Talíu hafa öskrað á lögregluþjónana að þeir væru spilltir og væru að handtaka faðir hennar á vegum Giuliani og Kerik. Í september 2010 var honum sleppt úr fangelsi og var dóttir hans þá í Sarah Lawrence. Hún bjó í húsi á heimavist skólans ásamt sjö öðrum nemendum. Nokkrum dögum eftir að Ray losnaði úr fangelsi flutti hann í húsið. Þá hafði Talía oft sagt vinum sínum frá föður hennar og sagði hann hafa verið dæmdan í fangelsi fyrir að reyna að verja hana frá móður hennar sem átti að hafa misþyrmt henni og vegna spillingar opinberra embættismanna. Fljótur að spila með ungt fólk Miðað við frásögn New York Magazine tók það Ray tiltölulega skamman tíma að fá allan vinahópinn á sitt band. Hann sagði þeim meðal annars frá merkilegri ævi sinni og meintum störfum sínum fyrir leyniþjónustu bandaríkjanna. Hann sannfærði vinahópinn um að hann gæti hjálpað þeim að ná betri tökum á lífinu og veitti þeim reglulega ráðgjöf, eins og einhvers konar sálfræðingur. Í hópnum var ung kona sem heitir Isabella. Hún var besta vinkona Talíu og hafði nýverið hætt með kærasta sínum. Ray tók hana undir verndarvæng sinn. „Ég var 19 ára og ég átti í erfiðleikum með að átta mig á lífinu. Ég var ekki á góðum stað,“ sagði hún við blaðamenn NYM. Í desember 2010 hringdi Ray í móður Isabellu og sagði að hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi þegar hún var ung. Hann sagði að hún myndi ekki fara heim í jólafríinu og sakaði móður hennar um að hafa valdið þessu meinta kynferðislega ofbeldi. Isabella varði jólafríinu með Ray, Talíu og kærasta hennar. Þau bjuggu saman í lítilli íbúð og deildu Ray og Isabella herbergi. Kærasti Talíu sagði ástandið á heimilinu hafa verið mjög undarlegt og að hann hafi hætt með Talíu vegna hegðunar Ray, sem hafi í raun stýrt lífi þeirra. Ray sneri hópnum gegn fjölskyldum þeirra. Þau leituðu jafnt til forsvarsmanna skólans og lögreglunnar en þar voru svörin yfirleitt þau sömu. Ekkert væri hægt að aðhafast þar sem allir sem að málinu komu voru lögráða. Bjó enn með tveimur stúlkum úr hópnum Með ógnunum og pyntingum þvingaði Ray fólkið til að játa á sig glæpi sem þau höfðu ekki framið og neyddi þau til að greiða sér fé. Hann fékk nokkra úr hópnum til að játa að þau hefðu reynt að eitra fyrir honum. Þau sögðust hafa gert það á vegum Giuliani og Kerik. Eina unga konu úr hópnum þvingaði hann út í vændi og hirti hann alla peningana sem hún fékk fyrir vændið. Saksóknarar segja það hafa verið hundruð þúsunda dala. Þegar grein NYM var skrifuð í fyrra bjó Ray enn með Isabellu og annarri konu úr hópnum. Öðrum hafði tekist að flýja og aðrir hafa endað á götunni. Sú sem hann þvingaði út í vændi flúði í byrjun apríl í fyrra með hjálp fyrrverandi vinnuveitanda sem hún leitaði í fyrstu til svo hún gæti fengið hálfa milljón dala hjá honum til að borga Ray, vegna skemmda sem hún átti að hafa valdið honum. Eftir að hún sagði vinnuveitandanum að Ray hafi bundið hana við stól og sett plastpoka yfir höfuð hennar, keypti sá strax flugmiða fyrir hana og hefur hún leitað sér sálfræðihjálpar. Ray var enn að leita hennar þegar greinin var birt. Ekki liggur fyrir hvað hefur orðið af konunum tveimur sem Ray bjó enn með í fyrra.
Bandaríkin Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira