Biden í bölvuðum vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2020 16:48 Biden með stuðningsmönnum sínum í Suður-Karólínu. AP/Gerald Herbert Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafnaði í fimmta sæti í forvali Demókrataflokksins í New Hampshire í gær. Hann fékk enga landsfundarfulltrúa fyrir landsfund Demókrata og framboð hans til forseta Bandaríkjanna er mögulega í hættu. Honum gekk ekki heldur vel í Iowa í síðustu viku. Skammt er síðan Biden mældist með mest fylgi í flestum könnunum Bandaríkjanna. Á nokkrum dögum hafa líkur hans á því að ná meirihluta af landsfundarfulltrúa í forvalinu farið úr tæpum 50 prósentum í 17, samkvæmt líkani FiveThirtyEight. Í stað þess að fylgjast með stöðu mála í New Hampshire í gær fór Biden til Suður-Karólínu og stappaði stálinu í stuðningsmenn sína þar og bakhjarla. Biden sagði stuðningsmönnum sínum að nánast allir svartir og þeir sem eru af rómönsku bergi brotnir hefðu ekki enn greitt atkvæði í forvalinu. „Þessu er ekki lokið enn. Við erum rétt að byrja,“ sagði Biden. Kannanir sýna að svartir kjósendur í Bandaríkjunum, sem hafa studd Biden dyggilega, eru farnir að svipast um eftir nýjum frambjóðenda sem þeir telja geta velt Donald Trump úr sessi. Einn ráðgjafi Biden, sem ræddi við Politico undir nafnleynd, segir ástandið hræðilegt fyrir framboðið. Hann efast um að Biden eigi enn möguleika á sigri. Næsta forval Demókrataflokksins fer fram í Nevada þann 22. febrúar. Því næst Suður-Karólínu þann 29. febrúar. Þann þriðja mars er svokallaður „ofurþriðjudagur“ þar sem forvöl eiga sér stað í fjölda ríkja. Fjárhagsstaða Biden hefur einnig vakið athygli en hann honum hefur ekki gengið vel að afla fjár og framboð hans varði sex milljónum dala í Iowa, þar sem Biden endaði í fjórða sæti. CNN setur stöðu Biden í sögulegt samhengi en engum forsetaframbjóðanda í hans stöðu hefur tekist að snúa þróun sem þessari við og tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, eða komist nærri því. Það hafi ekki gerst í 40 ár. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafnaði í fimmta sæti í forvali Demókrataflokksins í New Hampshire í gær. Hann fékk enga landsfundarfulltrúa fyrir landsfund Demókrata og framboð hans til forseta Bandaríkjanna er mögulega í hættu. Honum gekk ekki heldur vel í Iowa í síðustu viku. Skammt er síðan Biden mældist með mest fylgi í flestum könnunum Bandaríkjanna. Á nokkrum dögum hafa líkur hans á því að ná meirihluta af landsfundarfulltrúa í forvalinu farið úr tæpum 50 prósentum í 17, samkvæmt líkani FiveThirtyEight. Í stað þess að fylgjast með stöðu mála í New Hampshire í gær fór Biden til Suður-Karólínu og stappaði stálinu í stuðningsmenn sína þar og bakhjarla. Biden sagði stuðningsmönnum sínum að nánast allir svartir og þeir sem eru af rómönsku bergi brotnir hefðu ekki enn greitt atkvæði í forvalinu. „Þessu er ekki lokið enn. Við erum rétt að byrja,“ sagði Biden. Kannanir sýna að svartir kjósendur í Bandaríkjunum, sem hafa studd Biden dyggilega, eru farnir að svipast um eftir nýjum frambjóðenda sem þeir telja geta velt Donald Trump úr sessi. Einn ráðgjafi Biden, sem ræddi við Politico undir nafnleynd, segir ástandið hræðilegt fyrir framboðið. Hann efast um að Biden eigi enn möguleika á sigri. Næsta forval Demókrataflokksins fer fram í Nevada þann 22. febrúar. Því næst Suður-Karólínu þann 29. febrúar. Þann þriðja mars er svokallaður „ofurþriðjudagur“ þar sem forvöl eiga sér stað í fjölda ríkja. Fjárhagsstaða Biden hefur einnig vakið athygli en hann honum hefur ekki gengið vel að afla fjár og framboð hans varði sex milljónum dala í Iowa, þar sem Biden endaði í fjórða sæti. CNN setur stöðu Biden í sögulegt samhengi en engum forsetaframbjóðanda í hans stöðu hefur tekist að snúa þróun sem þessari við og tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, eða komist nærri því. Það hafi ekki gerst í 40 ár.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15