Leiðtogi ítalskra hægriöfgamanna sviptur friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2020 16:41 Salvini var mikið niðri fyrir í öldungadeildinni í dag. Meirihluti þingmanna þar samþykkti að svipta hann friðhelgi. Vísir/EPA Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti að svipta Matteo Salvini, fyrrverandi varaforsætisráðherra og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, friðhelgi í dag. Saksóknarar geta nú ákært Salvini fyrir að hafa bannað hópi flóttamanna ólöglega að koma til lands í fyrra. Salvini er sakaður um að hafa meinað 116 flóttamönnum ólöglega um landgöngu á Sikiley og látið þá hýrast um borð í ítalska varðskipinu Gregoretti í hátt í viku þegar hann var innanríkisráðherra í júlí í fyrra. Það gerði Salvini til að þrýsta á Evrópusambandsríki að taka við fólkinu í staðinn. Saksóknarar hófu rannsókn á aðstæðum um borð í skipinu eftir fregnir um að aðeins eitt salerni væri um borð. Fólkinu var ekki hleypt í land fyrr en kaþólska kirkjan og nokkur ríki féllust á að annast um fólkið. Salvini hefur fullyrt að hann hafi bannað skipinu að leggjast við höfn með stuðningi þáverandi samstarfsflokks síns í ríkisstjórn, Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Saksóknarar telja hins vegar að Salvini hafi leikið einleik í málinu. Ekki hefur verið hægt að gefa út ákæru á hendur Salvini vegna málsins þar sem ítalskir þingmenn njóta friðhelgi gegn saksókn á meðan þeir sitja í embætti. Meirihluti öldungadeildar þingsins samþykkti að svipta Salvini friðhelginni í dag. Þingmenn Bandalagsins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sjálfur segist Salvini þó fagna því að verða dreginn fyrir dómstóla. Sagði hann öldungadeildinni að hann væri „stoltur“ af verkum sínum. „Og ég geri þetta aftur um leið og ég kemst aftur í ríkisstjórn,“ hótaði hann. Mark Lowen, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Róm, segir að ákæran á hendur Salvini gæti í kenningunni ógnað pólitískri framtíð hans. Ítalska réttarkerfið sé hins vegar þungt í vöfum. Fullnýti Salvini áfrýjunarrétt sinn verði hann sakfelldur gæti málið gegn honum dregist í fleiri ár. Ítalía Tengdar fréttir Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti að svipta Matteo Salvini, fyrrverandi varaforsætisráðherra og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, friðhelgi í dag. Saksóknarar geta nú ákært Salvini fyrir að hafa bannað hópi flóttamanna ólöglega að koma til lands í fyrra. Salvini er sakaður um að hafa meinað 116 flóttamönnum ólöglega um landgöngu á Sikiley og látið þá hýrast um borð í ítalska varðskipinu Gregoretti í hátt í viku þegar hann var innanríkisráðherra í júlí í fyrra. Það gerði Salvini til að þrýsta á Evrópusambandsríki að taka við fólkinu í staðinn. Saksóknarar hófu rannsókn á aðstæðum um borð í skipinu eftir fregnir um að aðeins eitt salerni væri um borð. Fólkinu var ekki hleypt í land fyrr en kaþólska kirkjan og nokkur ríki féllust á að annast um fólkið. Salvini hefur fullyrt að hann hafi bannað skipinu að leggjast við höfn með stuðningi þáverandi samstarfsflokks síns í ríkisstjórn, Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Saksóknarar telja hins vegar að Salvini hafi leikið einleik í málinu. Ekki hefur verið hægt að gefa út ákæru á hendur Salvini vegna málsins þar sem ítalskir þingmenn njóta friðhelgi gegn saksókn á meðan þeir sitja í embætti. Meirihluti öldungadeildar þingsins samþykkti að svipta Salvini friðhelginni í dag. Þingmenn Bandalagsins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sjálfur segist Salvini þó fagna því að verða dreginn fyrir dómstóla. Sagði hann öldungadeildinni að hann væri „stoltur“ af verkum sínum. „Og ég geri þetta aftur um leið og ég kemst aftur í ríkisstjórn,“ hótaði hann. Mark Lowen, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Róm, segir að ákæran á hendur Salvini gæti í kenningunni ógnað pólitískri framtíð hans. Ítalska réttarkerfið sé hins vegar þungt í vöfum. Fullnýti Salvini áfrýjunarrétt sinn verði hann sakfelldur gæti málið gegn honum dregist í fleiri ár.
Ítalía Tengdar fréttir Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30