Sósíalistar með þrjá menn á þingi samkvæmt nýrri könnun Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2020 15:19 Sósíalistar. Frá síðustu borgarstjórnarkosningum en þá kom flokkurinn einum manni að í borgarstjórn. visir/rakel Sósíalistaflokkurinn fengi þrjá þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri könnun sem MMR var að gefa út, sem gerð var dagana 6. til 10. febrúar. Flokkur fólksins myndi detta út af þing. „Það hefur ekki gerst áður að grasrótarsamtök utan þings, sem ekki urðu til af klofningi þingflokks, mælist aftur og aftur inn á þingi á miðju kjörtímabili, óralangt frá hefðbundinni kosningabaráttu. Sósíalistaflokkur Íslands er að skrifa nýja sögu. Það er mögulegt fyrir fólk að rísa upp og byggja upp hreyfingu utan valdastofnana,“ segir Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sem er harla ánægður með könnunina. Fylgi flokka samkvæmt nýjustu skoðankönnun MMR. Annað sem heyrir heldur betur til tíðinda í könnuninni er sú að ríkisstjórnarflokkarnir tapa samkvæmt henni 8 þingmönnum: Framsókn fjórum og VG fjórum en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum. Samfylkingin bætir við sig þremur þingmönnum og Viðreisn einnig. Miðflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. Í tilkynningu MMR segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,0 prósent, sem er þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í seinni hluta janúar en 1,7 prósentustigum meira en var í upphafi janúar. Inga Sæland. Ef næstu kosningar fara eins og könnun MMR ætlar er Inga á leið af þingi.Vísir/Vilhelm „Mældist Samfylkingin með 15,1% fylgi, einu og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 13,3% fylgi, tæplega tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældust Vinstri-græn með 10,7% fylgi og Píratar með 10,4% fylgi.“ Eða eins og segir á vefsíðu MMR: Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,0% og mældist 19,0% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1% og mældist 16,6% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,3% og mældist 15,1% í síðustu könnnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,7% og mældist 8,7% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 10,4% og mældist 10,6% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 12,4% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,8% og mældist 7,2% í síðustu könnun. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 4,9% í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,6% og mældist 3,8% í síðustu könnun. Stuðningur við aðra mældist 2,1% samanlagt. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn fengi þrjá þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri könnun sem MMR var að gefa út, sem gerð var dagana 6. til 10. febrúar. Flokkur fólksins myndi detta út af þing. „Það hefur ekki gerst áður að grasrótarsamtök utan þings, sem ekki urðu til af klofningi þingflokks, mælist aftur og aftur inn á þingi á miðju kjörtímabili, óralangt frá hefðbundinni kosningabaráttu. Sósíalistaflokkur Íslands er að skrifa nýja sögu. Það er mögulegt fyrir fólk að rísa upp og byggja upp hreyfingu utan valdastofnana,“ segir Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sem er harla ánægður með könnunina. Fylgi flokka samkvæmt nýjustu skoðankönnun MMR. Annað sem heyrir heldur betur til tíðinda í könnuninni er sú að ríkisstjórnarflokkarnir tapa samkvæmt henni 8 þingmönnum: Framsókn fjórum og VG fjórum en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum. Samfylkingin bætir við sig þremur þingmönnum og Viðreisn einnig. Miðflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. Í tilkynningu MMR segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,0 prósent, sem er þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í seinni hluta janúar en 1,7 prósentustigum meira en var í upphafi janúar. Inga Sæland. Ef næstu kosningar fara eins og könnun MMR ætlar er Inga á leið af þingi.Vísir/Vilhelm „Mældist Samfylkingin með 15,1% fylgi, einu og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 13,3% fylgi, tæplega tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældust Vinstri-græn með 10,7% fylgi og Píratar með 10,4% fylgi.“ Eða eins og segir á vefsíðu MMR: Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,0% og mældist 19,0% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1% og mældist 16,6% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,3% og mældist 15,1% í síðustu könnnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,7% og mældist 8,7% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 10,4% og mældist 10,6% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 12,4% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,8% og mældist 7,2% í síðustu könnun. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 4,9% í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,6% og mældist 3,8% í síðustu könnun. Stuðningur við aðra mældist 2,1% samanlagt.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira