Rúnar Alex aðalmarkvörður Dijon á ný | Byrjar brösulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2020 19:30 Rúnar Alex í leik gegn PSG á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni. Þannig er mál með vexti að Alfred Gomis, sem hefur varið mark Dijon í flest öllum leikjum liðsins á leiktíðinni, meiddist illa á hné í 3-3 jafntefli liðsins gegn Nantes á dögunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að liðbönd í hné væru sködduð hjá Gomis og hann því frá næstu mánuði. Þetta kom fram á vefsíðu Dijon fyrr í dag. Í kvöld var Rúnar Alex svo í byrjunarliðinu gegn stórliði PSG í 8-liða úrslitum franska bikarsins en þar mátti Dijon sín lítils og tapaði 6-1. PSG komst yfir með sjálfsmarki strax á 1. mínútu en Kylian Mbappé, Thiago Silva og Pablo Sarabia (2) skoruðu einnig framhjá Rúnari Alex auk þess sem Dijon gerði annað sjálfsmark undir lokin. Í leiknum við Nantes um helgina kom Rúnar Alex inn af varamannabekknum í hálfleik í kjölfar meiðsla Gomis, og var staðan þá 2-2. Dijon komst svo í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Nantes jafnaði metin í uppbótartíma. Mark sem Rúnar vill eflaust gleyma sem fyrst en það má sjá hér að neðan. Markið kemur eftir tvær mínútur og 40 sekúndur. Rúnar Alex gekk í raðir Dijon frá danska félaginu Nordsjælland fyrir síðustu leiktíð. Var hann aðalmarkvörður liðsins þá og lék alls 26 leiki í frönsku úrvalsdeildinni. Síðasta sumar gekk Senegalinn Alfred Gomis til liðs við félagið frá SPAL á Ítalíu og tók í kjölfarið stöðuna í byrjunarliði Dijon. Hann hefur spilað 19 deildarleiki liðsins á tímabilinu á meðan Rúnar hefur aðeins leikið fimm. Það mun þó breytast í kjölfar meiðsla Gomis. Alls eru 14 leikir eftir í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og reikna má með að Rúnar spili þá alla þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður og Dijon getur því ekki fengið nýjan markvörð inn. Dijon er í hatrammri fallbaráttu, líkt og í fyrra þar sem liðið hélt sér uppi eftir umspil eftir leiki heima og að heiman gegn Lens. Sem stendur er Dijon í 17. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan Nimes sem situr í 18. sætinu eða umspilssætinu svokallaða. Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni. Þannig er mál með vexti að Alfred Gomis, sem hefur varið mark Dijon í flest öllum leikjum liðsins á leiktíðinni, meiddist illa á hné í 3-3 jafntefli liðsins gegn Nantes á dögunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að liðbönd í hné væru sködduð hjá Gomis og hann því frá næstu mánuði. Þetta kom fram á vefsíðu Dijon fyrr í dag. Í kvöld var Rúnar Alex svo í byrjunarliðinu gegn stórliði PSG í 8-liða úrslitum franska bikarsins en þar mátti Dijon sín lítils og tapaði 6-1. PSG komst yfir með sjálfsmarki strax á 1. mínútu en Kylian Mbappé, Thiago Silva og Pablo Sarabia (2) skoruðu einnig framhjá Rúnari Alex auk þess sem Dijon gerði annað sjálfsmark undir lokin. Í leiknum við Nantes um helgina kom Rúnar Alex inn af varamannabekknum í hálfleik í kjölfar meiðsla Gomis, og var staðan þá 2-2. Dijon komst svo í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Nantes jafnaði metin í uppbótartíma. Mark sem Rúnar vill eflaust gleyma sem fyrst en það má sjá hér að neðan. Markið kemur eftir tvær mínútur og 40 sekúndur. Rúnar Alex gekk í raðir Dijon frá danska félaginu Nordsjælland fyrir síðustu leiktíð. Var hann aðalmarkvörður liðsins þá og lék alls 26 leiki í frönsku úrvalsdeildinni. Síðasta sumar gekk Senegalinn Alfred Gomis til liðs við félagið frá SPAL á Ítalíu og tók í kjölfarið stöðuna í byrjunarliði Dijon. Hann hefur spilað 19 deildarleiki liðsins á tímabilinu á meðan Rúnar hefur aðeins leikið fimm. Það mun þó breytast í kjölfar meiðsla Gomis. Alls eru 14 leikir eftir í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og reikna má með að Rúnar spili þá alla þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður og Dijon getur því ekki fengið nýjan markvörð inn. Dijon er í hatrammri fallbaráttu, líkt og í fyrra þar sem liðið hélt sér uppi eftir umspil eftir leiki heima og að heiman gegn Lens. Sem stendur er Dijon í 17. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan Nimes sem situr í 18. sætinu eða umspilssætinu svokallaða.
Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira